Alveg rosalega mikil þörf.

Útsýni úr Sívalaturninum við Kaupmangaragötu.

Glæsileg borg Kaupmannahöfn, og bara allt hægt að
fá sem hugurinn girnist.

Eftirspurn eftir vændi í Kaupmannahöfn

Mikil viðskipti hafa verið hjá vændiskonum í Kaupmannahöfn í
Danmörku undanfarna daga en þar hefur staðið yfir alþjóðleg
ráðstefna um loftslagsmál.
Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
„Við höfum haft rosalega mikið að gera. Stjórnmálamenn hafa
jú þörf fyrir að slappa af eftir langan dag,
" segir vændiskonan 'Miss Dina"

Getur það verið að þeir þurfi að slappa af ræflarnir, en eftir
hvaða erfiði, ég bara spyr, sitjandi á ráðstefnu talandi um
loftslagsmál, borðandi góðan mat og þessir asnar þurfa að
slappa af, en er ekki bara gott að gera það með góðri bók
eða sjónvarpsglápi.

.Samkvæmt könnun sem fréttablaðið 3F hefur gert meðal
fylgdar- og vændiskvenna kefur verið óvenjumikið að gera
undanfarna daga.„Þegar margir karlar eru samankomnir á
einum stað þýðir það aukningu í eftirsókn eftir vændiskonum.

Það er sko satt að þar sem karlrembusvín eru samankomin
þurfa þeir að riðlast á öðrum konum en sínum eigin, gætu
þetta verið hópáhrif, nei bara skondið eins og með beljurnar
er ein pissar þá pissa allar, en þeir eru auðvitað ekki beljur.

Mér þykir það með eindæmum virðingarlaust, það að menn
skuli gera þetta, verandi í opinberum erindum á kostnað síns
ríkis og það eru skattgreiðendur sem borga.


Emilie Turunen Dönsk stjórnmálakona, vill að settar verði reglur
um hegðun ráðstefnugesta á Alþjóðaráðstefnum, en ég tel ekki
að það mundi segja neitt, því það er hægt að fara á bak við lögin.
Hún telur það eigi vera réttlætanlegt að embættismenn kaupi sér
kynlíf af konum, ég mundi nú segja mönnum einnig, er þeir eru
á Alþjóðavettvangi fyrir sína stjórn.

Og er þetta svo satt hjá henni, að kaupa sér vændi er bara
siðlaust, en ræflarnir hafa nú eina afsökun, þeir vita ekki hvað
siðferði er.


Þetta var nú bara smá mín skoðun á vændi og kaupum á því.

Bið ykkur samt að eiga góðan dag
og munið að gefa frá ykkur
kærleikann
Heart

 


mbl.is Eftirspurn eftir vændi í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Milla mín: aldrei að skipta sér af kynlífi annarra.

Baldur Hermannsson, 27.5.2009 kl. 09:31

2 identicon

Segir þetta kannski etv. ekki meira um þeirra einkalíf?  Kannski eru þeir einhleypir eða lifa í hjónabandi þar sem að kona þeirra hefur engan áhuga á kynlífi og lifa því í algjöru kynsvelti heima fyrir.  Hvað vitum við? 

Ef fer sem horfir, mun mannkynið deyja út.  Það er engin furða að tæknifrjógvunum og ættleiðingum hafi fjölgað svona mikið á Vesturlöndum.  Hvað segir það okkur?  Er ekki eitthvað að í samlífi kynjana? 

Heimir P. Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 09:54

3 identicon

Hvernig er það með sumar konur, geta þær ekki unnið heiðarlega vinnu? Af hverju eru þær í þessu? Þið konur hljótið að geta svarað því? Ég hef ekki trú á því að þessi "miss Dina" sé þvinguð í starfið.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 12:26

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hefur einhver dáið af kynlífsleysi, held ekki. Sjálfs er höndin hollust ef ekkert betra er í stöðunni. Finnst engin afsökun að karla "fái það ekki heima hjá sér" eða annað í þeim dúr. Menn sem "fá það heima hjá sér" halda líka framhjá. Hvort sem það er með vændiskonum eður ei. Kynlíf byrjar í höfðinu, svona bara ef það hefur farið framhjá einhverjum. Er langt fyrir ofan minn skilning að vilja kynlíf gegn greiðslu, svipað og að langa til rekkjubragða með meðvitjunarlausri konu.

Rut Sumarliðadóttir, 27.5.2009 kl. 12:38

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Baldur minn, velkominn á mína síðu, er ekki að því bara sko að segja mína skoðun, þú skilur.
Kveðja

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.5.2009 kl. 17:20

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æi Heimir, maður hefur nú heyrt þetta væl áður, sko ef þeir eru kynsveltir greyin heimafyrir, og geta fengið sér á broddinn erlendis,
ættu þeir þá alveg eins að bjarga sér hér heima.
Hvaða væl er þetta eiginlega? Ef ekki er allt í lagi í samlífi fólks þá á það bara að skilja.
Ekki mundi ég hjakka í einhverju bandi sem gæfi mér ekki neitt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.5.2009 kl. 17:25

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

V. Jóhannsson, þær konur sem stunda heiðarlega vinnu, geta örugglega ekki sagt þér ástæðuna fyrir vinnu vændiskvenna og af hverju þær stunda hana, en ætli það séu ekki peningarnir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.5.2009 kl. 17:29

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott að vanda Rut mín og takk kærlega þitt innlegg.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.5.2009 kl. 17:33

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús í þitt fagra hús elsku Milla mín.....:)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.5.2009 kl. 19:59

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heyr á endemi. Hver nennir virkilega að skipta sér af því þótt graðir strákar séu að kaupa sér drátt. Óskaplega virðast sumir lifa leiðinlegu lífi.

Baldur Hermannsson, 27.5.2009 kl. 20:55

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veistu Baldur ég lifi afar ríku lífi á allan handa máta, en þarf ekki að kaupa mér neitt.
Hér er ekki um neina stráka-hvolpa að ræða heldur þá sem eru valdir til að fara á ráðstefnur fyrir hönd þjóða, við eigum ekki að þurfa að þola svona siðleysi

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.5.2009 kl. 21:52

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis til þín Linda mín ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.5.2009 kl. 21:52

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Veistu að mér finnst svona fréttir, eingöngu gerðar til að fá ókeypis auglýsingu fyrir starfsemi sem ekki er hægt að auglýsa.  Svo varla er þá nóg að gera, eða eftirspurnin mikil.  En það má alltaf ljúga til með eftirspurn, það er enginn til að sanna hið gagnstæða.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.5.2009 kl. 22:37

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er rétt hjá þér Lilja mín, en tel þetta vera rétt, eftir því sem ráðstefnugestum fjölgar með stækkandi þjóðum og allskonar batteríum þá eykst eftirspurnin eftir kynlífi.
Auðvitað þætti okkur það betra að ekki væri, en því miður og annað sem ég tel nokkuð rétt að þeir sem vinna í Hótel móttökum taka að sér að útvega góða selskaps-fylgju.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2009 kl. 08:47

15 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Baldur, prófaðu að setja dóttir, systir, móðir, vinkona í staðinn fyrir vændiskona.

Rut Sumarliðadóttir, 28.5.2009 kl. 12:44

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

OK, Rut. Búinn að því. Geri allt fyrir þig.  Og hvað?

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 13:07

17 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þú værir semsé ekkert ósáttur við að dóttir þín stundaði vændi og "graðir strákar séu að kaupa sér drátt" á líkama hennar?

Rut Sumarliðadóttir, 28.5.2009 kl. 13:21

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvað skyldi hann vera gamall þessi Baldur? Hann hlýtur að líta upp til þín Rutla mín finnst hann gerir allt fyrir þig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2009 kl. 13:22

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rut, auðvitað væri ég ósáttur við það. Ég væri líka ósáttur ef hún drykki úr hófi fram eða reykti sígarettur. En hún myndi ekki spyrja mig og það veistu vel. Og Rut, þú veist vel að íslensk kona - hvort sem hún væri dóttir mín eða ekki - hefur leyfi til þess að láta framkvæma á sér fóstureyðingu, sem er hrottalegt, ónáttúrulegt inngrip í starfssemi líkamans. Hún má það vegna þess að hún ræður yfir líkama sínum. Á sama hátt má kona láta stráka pota í sig fyrir greiðslu. Það er reyndar miklu eðlilegri og geðslegri athöfn en fóstureyðing.

Rut: ef ég ætti tveggja kosta völ, að giftast mellu eða stelpu sem hefur látið eyða fóstri, þá kysi ég melluna hundrað sinnum

Og enn eitt: því miður hefur mér ekki auðnast að eignast dóttur en ég stefni á það í næsta lífi. Og treystu því að hún verður ekki mella!

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 13:29

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þessi umræða er komin út í hróa, við vorum ekki að setja út á konurnar heldur mennina sem kaupa sér vændi á okkar kostað.
Halló svo er ég hérna líka.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2009 kl. 13:54

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já en elsku Milla, hvað læturðu út úr þér? Kaupa þessir strákvesalingur sér mellur á ykkar kostnað?????

Vina mín, þessu er þveröfugt farið. Þeir borga vikulaunin fyrir hálftíma fjör en þið græðið á tá og fingri.

Milla, mér finnst þú gleyma því að karlmenn eru skapaðir með ákveðnar þarfir. Það er við Guð að sakast en ekki þá. Hvernig geturðu látið það út úr þér í fullri alvöru að góð bók eða sjónvarpsgláp komi í staðinn fyrir félagsskap konu?

MILLA!   HALLÓ!!!!!!!

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 14:10

22 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Milla mín, ætlaði ekki að koma þér vandræði, vona að ég hafi ekki gert það.

Baldur, þetta heitir samkennd, er ekki spurning um peninga.  Svo eru líka magir karlar sem finnst vændi ósiðlegt og stunda ekki slíkt. Og bæði konur og karla eru fædd með þarfir, það er svo spurning hvort hinn siðmenntaði maður lætur undan þeim burtséð frá því hvernig þeim er veitt útrás. Þú átt væntanlega systur eða í það minnsta móður? Er ekki erfitt að að vera kaþólikki og vera meðmæltur vændi?

Jæja, þá er ég búin að "losa" og læt hér staðar numið.

Rut Sumarliðadóttir, 28.5.2009 kl. 16:41

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rut mín kæra, ég er örugglega búinn að "losa" oftar en þú og læt því einnig staðar numið!

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 16:54

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rut mín þú þekkir mig nú örugglega af því að ekki er svo auðvelt að koma mér í vandræði, þú ert búin að höndla þetta afar vel á meðan ég var á Eyrinni að skemmta mér og takk fyrir það ljúfust.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2009 kl. 22:21

25 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bara aðeins að segja þér Baldur, þér sem ég þekki ekki neitt og ætla ekki að misbjóða þinni greind, en málið er að þegar menn/konur eru erlendis á alþjóðaráðstefnum, borga skattgreiðendur þeirra uppihald frá A-Ö, drottinn minn ef þeir borga vændiskonu vikulaunin fyrir 30 mínútur þá eru þær nú vel settað, því flestir þessara manna eru með
um miljón á mánuði.
Hér var verið að tala um kaup á vændi ekki að setja út á vændiskonur eða mellur eins og þú kýst að kalla þær.

Baldur eru það bara karlmenn sem eru skapaðir með vissar þarfir, nei við konur höfum einnig þarfir og örugglega sterkari en þið, en að mínu mati erum við ábyrgðarmeiri og siðsamari en þið karlar, og þó kannski má deila um það.
Er hætt allavega í bili.
Kveðja til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2009 kl. 22:33

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Milla mín, ég er nú mest að hugsa um þessa stráka sem eru á frekar venjulegum launum - hvað ætli sé mikið eftir af mánaðarlaununum þegar skatturinn er búinn að hirða sitt, heimilið og allar nauðsynjavörurnar og þjónustan? Ótrúlega margir eiga nákvæmlega ekkert eftir, láttu mig þekkja það. Og ótrúlega margir eru í nettóskuld, láttu mig þekkja það. Þess vegna er það svo að einn einasti dráttur verður oft til þess að þeir eiga vart málungi matar, veslings mennirnir. Væri sennilega best að niðurgreiða þjónustuna en sleppum þeirri umræðu.

Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 22:38

27 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Baldur minn við skulum ekkert ræða þetta með niðurgreiðsluna,
Annars væri það nú eftir öðru.
Nei ef við förum niður á "level 0" nei ekkert niðurlægandi í því,
þá held ég að sjálfsfróunin sé bara best og ódýrust.
Svo er einnig hægt að fá sér vin/vinkonu sem ekki er að hugsa um peninga, það væri auðvitað best.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.