40 ára laun mín.

// Líkir láni bankastjóra við almenn lífeyrissjóðslán

Hef ekki heyrt það andstyggilegra, get ég fengið svona
lífeyrissjóðslán, það er, ef ég ætti eignir til að setja í veð og
séreignarlífeyrissjóð? Nei ég gæti það ekki.
Manni verður nú ekkert smá flökurt við þennan lestur, hvað á
eiginlega maðurinn mikinn séreignarlífeyrissparnað.

þetta er út í hróa, honum vantaði peninga.
ÆI, hann sér nú fyrir mömmu, systur og stjúpföður og nýbúin að
kaupa sér nýtt hús og endurbyggja það, örugglega ekkert slor það.

Þannig að þessi næstum þurfalingur tók bara lán úr eigin sjóði
upp á 70 miljónir, það eru eins og launin mín í 40 ár, en hvað
var hann með í laun á ári, hefði nú getað átt svona leynihólf
einhvers-staðar, meira að segja ég á slíkt í því er oftast fimm þúsund
krónur og þykir mér það gott.

Ég er að hugsa um að sækja um að þurfa ekki að borga vexti af mínum
lánum fyrr en eftir 20 ár, ég hlýt að fá það eins og Sigurjón.

Eins og allir vita er verið að skammta út séreignarlífeyrissjóð til fólks og
það fær um 70.000 á mánuði og borgar skatta af því, fólkið ræður ekki
yfir sínum eigin sjóð, á þá þessi gaur að gera það?

Það er ekki hægt að líkja saman þeim kjörum sem hinn almenni borgari
fær í sambandi við lífeyrismál og þetta mál Sigurjóns, drottinn minn dýri
er ekki siðferðið í lagi hjá þér Sigurður að láta þetta út úr þér?

Tekjuskattskyld ef þau bera merki lífeyrissparnaðar, þá þarf að spyrja
stórt, eru þau það? ekki segist það afdráttarlaust í pistlinum, og
ríkisskattstjóri tjáir sig ekki um málið: "Skrítið"

Maður les um svona andstyggð, þarf svo liggur við að knékrjúpa fyrir
bankanum til að fá fyrirgreiðslu, að því að maður er ekki vanskilafólk,
en að lifa eigum við ekki að gera.
Ég er ekki ein um að segja þetta.


mbl.is Líkir láni bankastjóra við almenn lífeyrissjóðslán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Innilega sammála þér Milla mín.eins og sagt úr mínum kjafti,þetta er hneyksli,ekki vill landsbankinn lána mér vaxtarlaust í fimm ár,hvað þá í tuttugu,??en ég ætla í landsbankann í dag,athuga hvort ég geti fengið svona sambærilega vexti eftir 20 ár.kær kveðja. konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 16.6.2009 kl. 09:12

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gerðu það Jóhannes minn. það er allt í lagi að spyrja.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.6.2009 kl. 11:06

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 ósóminn er út um allt.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.6.2009 kl. 11:41

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svo sannarlega Ásdís og við verðum að trúa og viðurkenna það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.6.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.