Allir fara bara að brugga og rúlla sígó.

Það er nú bara allt í lagi að hækka álögur á tóbak og áfengi,
en sjáið bara hvað þær eru fallegar þessar flöskur.

//

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra boðar allt að fjögurra milljarða króna hækkun á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi á næstu mánuðum. Ráðherra segir í skýrslu um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013 að hækka megi áfengisgjald um 30-40% og tóbaksgjald um 30-40% í tveimur áföngum á þessu og næsta ári. Áfengis- og tóbaksgjöld voru hækkuð m 15% í maí síðastliðnum.

Flott á næsta ári verður búið að hækka áfengi og tóbak
um 30-40 +15%.
Hvað segir það okkur; jú allir fara að brugga og annað hvort
hætta að reykja eða rúlla sér sígó.

En ég er voða ánægð með að nota ekki þessar vörur, en þetta
hækkar framfærsluvísitöluna og það bitnar á öllum hvort sem fólk
notar vín og tóbak eða ekki.

Svo margt annað á að gera sem hefur ekki góð áhrif, en ég nenni
ekki að telja það allt upp, enda getur fólk lesið greinina í blaðinu í dag.

Lest! menn marga hafa hér,
leysum þá eigi bráðann,
langar þó samt til að malla mér,
launráð sem hrífur á kláðann.

Góðar stundir.

 


mbl.is Boðar auknar álögur á áfengi og tóbak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

   Ég segi eins og Þú mér er alveg sama þó að þeir hækki vín og tóbak, ég vil bara að þeir taki vísitöluna úr sambandi svo þessi áfengis og tóbakshækkun hækki ekki allt annað líka, þar sem þetta hefur  annars bein áhrif á hækkun vísitölunnar.

Þessvegna vil ég taka vísitöluna úr sambandi. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.6.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þér elskan og bara svo margt annað sem yrði til góðs.

Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.6.2009 kl. 22:50

3 Smámynd: Sigurjón

Sæl Emilía.

Ekki að það komi færzlunni beinlínis við, en mig langar að benda þér á að það vantar höfuðstaf í bæði annari og fjórðu línu. Ef ég mætti gera bragarbót, langar mig að gera þetta að tillögu minni:

Lesti menn marga hafa hér,
höfum lausn þó eigi bráðann,
langar þó samt til að malla mér,
meðal gott sem hrífur á kláðann.

Ekki fullkomið, en þó réttara...

Góðar stundir.

Sigurjón, 27.6.2009 kl. 00:12

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Taka þessa ríkisstjórn úr sambandi frekar.

Sævar Einarsson, 27.6.2009 kl. 09:29

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæll Sigurjón.

Bragabótin kom sér vel
sló á trúgirnina.
Bara að muna, þetta eigi ég get
slá fram vísu, þó bara til vina.

Hver er fullkomin?

Góðar stundir

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.6.2009 kl. 09:48

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sævarinn veistu hvernig á að fara að því, en ég tel reyndar ekki að þess þurfi, bara að leiðrétta hana aðeins.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.6.2009 kl. 09:50

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Okkur tókst það í vetur með kröftugum mótmælum og okkur tekst það aftur með ennþá kröftugri mótmælum og burtu með flokkastjórn, þjóðstjórn og það strax.

Sævar Einarsson, 27.6.2009 kl. 09:55

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hefði viljað fá utanþingsstjórn og vildi það strax, en við fengum engu ráðið þar um og gerum það ekki heldur núna en endilega mótmælið til að knýja fram breytingar á núverandi stjórn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.6.2009 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband