Smá samantekt.

Maður er nú búin að vera í hálfgerðu fríi undanfarnar vikur,
en þetta fer nú allt að glæðast, " Vonandi".
Allavega hefur það verið þannig hjá mér að  nennan er
engin, var fyrir sunnan, kom heim, fékk gesti og engla og
ekki hefur maður þá neinn áhuga á tölvunni, ekki að manni
hafi ekki langað til að kíkja hvað væri á seiði, en gleymdi því
nú fljótt er annaði kallaði á. Helgin hjá okkur var yndisleg,
maður sá nú ekki mikið af fólkinu en það kom og fór, ja
svona eftir veðri og hvað var í boði á hafnarsvæðinu, nú
Milla mín og Ingimar voru non stopp að selja fisk og franskar
á breska vísu þó ekki í dagblöðum, enda betra að hafa
plastdiskana út um allt heldur en dagblöðin sem er ekki
einu sinni hægt að lesa stakt orð í fyrir endalausri þvælu.

það er nú eitt fréttir og blöð mega bara eiga sig fyrir mér,
sko eða þannig fæ æluna upp í háls ef ég heyri minnst á
Icesave. Sick
það er nú orð sem er orðin kúgun að öllu leiti, enda finnst
okkur svo yndislegt að bukka okkur og beygja fyrir þeim
sem við teljum einhvern aðalGrin hvað er það?
Enda kúguð þjóð orðin en og aftur, fljót að gleyma elskurnar.

Æi æ, er ég ekki farin að tala um þennan fjanda og var búin
að lofa mér því að hvorki  rita né tala um þetta meir.
Reyni að standa við það hér eftir.

Jæja best að fara í sjæningu Gísli minn er að borða grautinn
og síðan er nú best að taka niður bleiku skreytingarnar
innanhúss ganga frá þeim í kassa og geyma til næsta árs.

Eigið góðan dag í dag
MillaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 maður verður bara veikur að heyra orðið icesave

Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2009 kl. 10:59

2 identicon

Voru þau að selja fisk og franskar í fyrra líka? Ég man ekki eftir því að hafa rekist á þau þá hefði ég nú örugglega freistast í það góðgæti. Já blessuð vertu ekkert að hafa fyrir því að lesa þessi blöð við erum sem betur fer hætt að fá Fréttablaðið út á land.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 12:22

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þér Ásdís mínKveðjur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.7.2009 kl. 12:59

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei þau voru ekki að selja í fyrra, en verða örrugglega næst því þetta var ekki smá vinsælt, meira að segja krakkar sem fúlsa við fiski átu með bestu list.
Já Jónína mín því minna áreiti því betra.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.7.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.