Hvað með þau yngri.

Tel þetta ekki rétta niðurstöðu þar sem ekki er rætt við yngri börn, ég veit dæmi þess að börn eru með áhyggjur og tala mikið um þetta bæði sín á milli og við sér eldri.

Allar áhyggjur sem börn og fullorðnir hafa skapa á endanum óhamingju á einhvern hátt, og eitt skulu allir vita að það kemur eigi rétt svar út úr einhverri könnun, engin opnar sig svo gjarnan í þeim, og þær sína ekki langtíma áhrif hjá fólki.

Það er einnig afar sterkt í okkur íslendingum að vera dugleg og láta ekki bugast, en á endanum verðum við að horfast í augu við að herða þarf sultarólina, þó við látum ekki bugast.
Er sú staða kemur upp þá þarf að tala við elsku börnin, sko alveg upp í 18 ára og gera þeim grein fyrir ástandinu, en fyrir alla muni, ekki gera þau hrædd þetta er bara ástand sem engin almúgi ræður við, og mikil þörf er á að allir vinni sig saman út úr, en að sjálfsögðu bitnar þetta mest á foreldrum sem verða að takast á við sjálfan sig til að geta verið róleg við börnin.

Veit ég einnig um margar fjölskyldur sem höfðu það "svo" gott, afneituðu ástandinu, en eru að vakna til lífsins með það núna að þau eru aðilar að samfélaginu og þó skuldir séu ekki miklar þá hækkar allt, vinnan minkar, og þau verða  að viðurkenna að þau eru með í pakkanum.

Hvet alla til að vinna saman að velferð barna okkar sem eru að byrja í skólanum, sem oft er erfitt og veldur áhyggjum sem þau ættu ekki að þurfa að hafa. segið börnunum ykkar að allir séu jafnir, hvernig sem þau eru klædd.
Verst er að þeir sem þyrftu nauðsynlega að lesa þetta, gera það ekki, telja þetta eigi ekki við sig.

Kærleik til ykkar allra
Milla.


mbl.is Hamingjan jafnmikil og hún var fyrir kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Milla

Ég er sammála því að það hefði mátt tala við börnin og kanna hvernig þeim líður. Engu að síður má álykta sem svo að þetta endurspegli líðan fjölskyldna. Hérlendis eru fjölskylduböndin sterk og við gerum allt til að vernda börnin. Hvað mína fjölskyldu snertir þá líður okkur vel þó lífsgæðin hafi minkað til muna. Ég er td. með 4 börn og strax eftir hrun gerðum við allt til að sía fréttaflutning inn á heimilið en jafnframt útskýrðum fyrir börnunum hvað var í gangi. Ég finn á mínum börnum að þetta er að ganga upp og þau skynja að þetta rugl sem er í gangi er á ábyrgð fullorðina.

Jafnframt veit ég það að í svona spurningalitum/könnun eru margar spurningar sem snúa að sama atriðinu og er það gert til að girða fyrir ef einhver er að "fegra" hlutina. Könnun/Rannsókn sem þessi er ekki heilagur sannleikur en gefur vísbendingar. 

Alla (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 08:06

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Við erum bara svona sterk í eðli okkar.

Ía Jóhannsdóttir, 17.8.2009 kl. 08:26

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála því Alla, að það gefur vísbendingar, en ég vil einnig sjá meiri framkvæmdir til stuðnings.

Sem betur fer eigum við flest öll sterk fjölskyldutengsl og höfum vit til að vinna saman og tala við börnin okkar, það hefur einnig verið gert hér hjá okkur, ég er amman, sem hlustar og svara, hef reynsluna af erfiðleikum en ótakmarkaðan kærleika til minnar fjölskyldu. Við erum á sama máli Alla mín hver sem þú ert.

Tek það fram að ég hlusta helst ekki á fréttir þó erum við bara tvö gamla settið hér á bæ, en sá gamli horfir, ég fer í tölvuna á meðan.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.8.2009 kl. 08:43

4 identicon

Hversu sterk erum við ??

Hjá sumum er mælirinn fullur en samt er brosað vegna þess að ekki má tjá tilfinningar sínar utan dyra.

Hversu mikið þolir fólk áður en það brotnar ?

Tökum við endalaust á móti hverri hremmingunni af annarri ég er að hugsa um foreldra sem eru að ala upp börn.

Ég var í sumar með nokkur börn, að fara í búðina og kaupa inn þar hvarf 10.000.00 kallinn fljótt og þurfti ég ekki að kaupa föt á þau.

Ég veit ekki hvernig fólk með hóp af börnum kemst af.

egvania (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.