Eru þær aftan úr fornöld,

eða er ég öðruvísi en aðrar konur, auðvitað veit ég að þetta er til, bara finnst þetta svo yfir máta ruglað.

mbl.is/Golli

Gæti alveg hugsað mér þetta gummilade með herlegheitunum

Bók Bandaríkjamannanna Cindy Meston og David Buss um ástæður þess að konur sækjast eftir kynlífi hefur vakið mikla athygli. Í bókinni er því haldið fram að ólíkt körlum þurfi konur að hafa sérstakar ástæður til að langa til að stunda kynlíf. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Ég veit bara um eina ástæðu fyrir því að stunda kynlíf og það er löngun, sem kemur bara eða að maðurinn kemur manni til.

Höfundar bókarinnar segja allt að 200 ástæður geta legið að baki því að konur vilji stunda kynlíf og að fæstar þeirra tengist ást eða líkamlegri löngun. Ástæðurnar séu mun frekar þær að konur vilji í raun tryggja sér eitthvað eða ná einhverju fram með kynlífi.    

Höfundarnir, sem bæði eru fræðimenn við háskólann í Austin í Texas, byggja bók sína á viðtölum sem þau tóku við rúmlega 1.000 konur.Á meðal þess sem konurnar nefna helst sem ástæður þess að þær stundi kynlíf er að þær vilji koma í veg fyrir að eiginmenn þeirra leiti annað eftir kynlífi, að það geri þær sjálfsöruggari og eiginmenn þeirra samvinnuþýðari, m.a. við heimilisverkin.

Þá nefnir hópur þeirra kynlíf sem vörn gegn mígreni.84% kvennanna segja einnig algengt að þær stundi kynlíf til að létta lund maka síns og halda þannig heimilisfriðinn.

Ef maðurinn leitar út á við, þá kemur konan ekki í veg fyrir það með auknu kynlífi við makann
það er ekki það sem maðurinn leitar eftir heldur tilbreytingin sem aðrar konur veita þeim.
og ef þeir eru eitthvað vaskari við heimilisstörfin, þá er það vegna þess að þeir vilja halda friðinn við þær, þá er auðveldar að sleppa aðeins út.

Ef maður þarf að létta lund makans og halda heimilisfriðinn með kynlíf, tel ég nú bara betra að vera ein.
Auðvelt er að fá sér karl þegar manni langar til og svo þarf ekki karl til, við getum bara gert þetta sjálfar. Svona rannsóknir eru ekki raunveruleikinn, nema kannski að afar litlu leiti.

Góðar stundir.


mbl.is Kynlíf fyrir heimilisfriðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segi bara góðar stundir líka, hér er þetta stundað af tómri löngun og nautn

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2009 kl. 19:39

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auðvitað, rétta fólkið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2009 kl. 19:48

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Ef ad löngunin er ekki fyrir hendi thá er EKKERT kynlíf en thad kemur nú ekki oft fyrir....

;-P

Sporðdrekinn, 8.9.2009 kl. 20:16

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sporðdrekarnir eru líkir með það, eldheitir í ástarmálunum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2009 kl. 06:46

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já góðan daginn frú Milla.  Ég þekki þetta hjá sporðdrekanum eldheitur.

Ía Jóhannsdóttir, 9.9.2009 kl. 09:04

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það þarf sko enga ástæðu til að stunda kynlíf, nema löngun.

Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2009 kl. 12:21

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þið eruð flottar

Jón Snæbjörnsson, 9.9.2009 kl. 16:02

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ert þú að sjá það fyrst núna Jón Snæbjörnsson.
Kveðjur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2009 kl. 16:15

9 identicon

Milla mín

 Ég lifi ástarlífi með húsbandinu mínu vegna löngunar ég þarf nú ekki einhverja ástæðu til þess aðra en að okkur líður vel í návist hvors annars.

 Ég elska líka súkkulaði einhver spekingur sagði að sumar konur tækju súkkulaði fram fyrir ástarlífið.

He, he ég nýt beggja!!!   

egvania (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 20:35

10 identicon

                             OG MEÐ ÞAÐ SAMA NÁÐI ÉG MÉR Í SÚKKULAÐI.

Milla mín þú veist ástæðuna.

egvania (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 20:41

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veit ástæðuna Egvanía mín, Finnur er ekki heima og þá þarf maður súkkulaðið.
Knús í knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.9.2009 kl. 17:41

12 Smámynd: Sporðdrekinn

;o)

Sporðdrekinn, 11.9.2009 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.