Hausinn er þarna einhversstaðar

Sko á mér, vona það allavega þótt hann sé frekar dofinn.
Fórum fram í Lauga í dag og áttum að vanda frábæra stundir með englunum okkar þar, ekki að spyrja að því, gott var nýslátraða lambakjötið steikt í ofni upp á gamla málann, með kartöflum og sósu.
Þau slöfruðu í sig ís á eftir, en sem betur fer er það ekki mín deild. Jæja Neró fékk bað, blástur og fínerí.

Lögðum af stað heim í yndislegu veðri, engar áhyggjur og engin traffík, að við töldum, allt í einu hlupu upp á vegin 4 rollur með lömb og það var bara neglt niður svo við sluppum við árekstur við elsku dýrin, hélt svei mér þá að þau ættu að vera í sláturhúsinu núna, en svona er þetta, er við komum í Aðaldalshraunið komu nokkrir bílar á móti og allt í einu kom einhver snillingur beint á móti okkur, á okkar vegahelming ég öskraði náttúrlega á Gísla minn að stoppa bílinn, sem hann gerði og beið ég bara eftir skellinum, en allt í einu beygði snillingurinn yfir á sinn helming sko það er ekki öðrum en Guði mínum að þakka að  svona vel fór.

Ég hefði snúið við á punktinum og elt snillinginn ef ég hefði haft heilsu til og svo var hann líka horfin, vona bara að hann slasi hvorki sjálfan sig eða aðra.

Komum svo við hjá ljósunum mínum á Baughólnum knúsaði þær aðeins fékk smá lopa hjá Millu minni, ætla að prófa að gera hárkollu, nei sko ekki á mig heldur á engla sem ég er að gera.


Góða nóttHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna Milla það var nú gott að ökumanns staulinn álpaðist yfir á sinn helming á örlagastundu.

Ég lenti einu sinni í þessu á leið niður í Kollafjörðin það var reyndar einn bíll á undan mér en ég skil heldur ekki ennþá af hverju og hvernig við sluppum í það skiptið. Ekki veit ég heldur hvað manngarmurinn var að gera því hann kemur þarna svífandi í beygjuna öfugu megin ekki á neinni smá ferð. Ég held að við höfum hugsað það sama ég og bílstjórinn á undan hvort við ættum að sveifla okkur yfir á hinn vegarhelminginn en sem betur fer þá gerðum við það ekki því þessi brjálaði ökumaður náði að beygja yfir á sinn helming og svífa síðan á móti okkur réttu megin.  Púff mér varð svo um að ég skalf á beinunum alla leið í bæinn og var varla fær um að keyra fyrir skjálfta.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband