Frábær dagur að kveldi kominn

Fórum í bítið í morgun á Eyrina, tókum með okkur Aþenu Marey sóttum Dóru fram í Lauga, brunuðum svo af stað, byrjuðum í bókabúðinni síðan í blómabúðina að kaupa krydd sem þar er til og heitir Nomu, besta krydd ever. Glerártorgið var næst á dagskrá, en svo var komið hádegi og fórum við þá á Greifan í súpu, salat og brauð þetta er besti salatbar sem ég hef smakkað, hittum Ernu, Siggu og Unni Maríu og það var glatt á hjalla að vanda.

Nú það var komin tími á bæklunarlæknin, ekki sagði hann mikið sem ég ekki vissi, það sem er aðallega að hrjá mig núna er pirringur í taugaendum, eða eitthvað sem veldur frekar leiðinlegri rótarbólgu-verkjum, ef þið hafið fengið svoleiðis nokkuð, ef ekki þá er þetta afar hvumleitt.

Hann ráðleggur, verkjasprautur inn að mænu, ef þær virka þá að sprauta á sömu staði bólgu og verkjastillandi sterasprautum, og þetta er ekki gott, en ég ætla nú samt að þyggja þessar verkjasprautur bara til að vita hvort þær virki, sé svo til með framhaldið þegar þessi hörmung er afstaðin.

Varð nú bara að segja að það var afar gott að tala við Bjarka og svo hefur hann húmor og það hefur sko mikið að segja, en hann sagði mér bara sannleikann var ekkert að fela neitt og mér líkar það vel.

Fórum svo aftur á Glerártorg þar voru þær Dóra og Aþena Marey á meðan við vorum upp á spítala.
Fórum í rúmfó, Haldið ekki að það sé allt að fyllast af jóladóti, mér fannst það ekkert jólalegt.
Fengum okkur svo kaffi áður en við fórum heim, fyrst með Dóru knúsuðum aðeins englana mína á Laugum, en þær eru að koma á morgun og verða í 6 daga, það er yndislegt, ég yngist um mörg ár við samveruna með þessum stelpum mínum. Skiluðum svo þreyttri lítilli snót heim til mömmu og pabba.

Verð bara að viðurkenna það að ég kvíði strax vel fyrir sprautunum, en ég verð að vera dugleg annað er bara skömm, ég er nú einu sinni fullorðin.

Kærleik til ykkar allra sem lesa
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað var ekki jólalegt í Rúmfó? Jólaskrautið? Var það frá Kína? Ég verð að fara að kíkja í búðir og athuga með jólin hvort þau eru komin. Mér lýst vel á þetta með sterasprautuna fyrir þig, held að það muni hjálpa þér mikið. Þær hafa gert mörgum mjög gott enda mikið notaðar á bakdeildinni í Hólminum.

Knús í hús.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 20:56

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Langt síðan ég hef kvittað kæra vina....ég kíki annað slagið en ekki mjög oft núorðið...einhver bloggleiði..en það er alltaf gaman að lesa þig Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 20.10.2009 kl. 21:51

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 dugleg ertu alltaf.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2009 kl. 22:16

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín farðu nú að búðast, jólaskrautið var örugglega frá Kína, en við vorum að kaupa okkur borðklúta, sprittkerti ætluðum að kaupa svona 3 st vasaljós, en þá kostuðu batteríin á þriðja þúsund í þrjú vasaljós sem kostuðu 500 kall þau áttu nú bara að vera fyrir börnin í búaleiknum, þá gera þau hús úr teppum og sitja svo inni í þeim og lesa, en ætla að kanna þetta á öðrum stað.
Já ég fékk strax góða tilfinningu fyrir þessum sprautum, þær kannski hjálpa eitthvað.

Knús knús í daginn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.10.2009 kl. 08:21

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitið Sigrún mín, veistu að þeir sem eru orðnir manni kærir þurfa ekki alltaf að vera, mér er títt hugsað til þín samt því brosið þitt yljar mér.

Knús knús í daginn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.10.2009 kl. 08:24

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín ef maður er ekki duglegur getur maður eins bara farið í rúmið
Knús knús í daginn þinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.10.2009 kl. 08:28

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sprauturnar taka bara stutta stund og ef verkirnir lagast þá er það vel.  Pirringurinn hverfur ekki svo glatt.  Gangi þér vel með það Milla mín.  Þetta hefur greinilega verið skemmtilegur dagur hjá þér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2009 kl. 11:29

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já elsku Ásthildur mín, bara flottur dagur. En þetta eru ekki venjulegar stera sprautur heldur er þetta gert inn á röngen og sprautað á ertistaðina nærri mænunni

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.10.2009 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband