Þessa daganna gerist margt.

Stundum er svo margt að gerast og allt svo skemmtilegt, í gærmorgun fór ég þjálfun og er ég kom heim fengum við okkur kaffisopa, hringdi í Atla þann mæta mann, hjá Össur, spurði hann hvort hann sæi mig fyrir sér sem balletansmær: ,,Já einmitt, það geri ég", jæja heillakarlinn en spelkan er of þröng því ég er svolítið bólgin á ökklanum, var nú ekkert að segja honum að ég sé nú bólgin, "all over" sagði bara, ég sendi þér hana tilbaka og hann sagðist ætla að reyna að finna aðra annars mundum við hittast í byrjun nón.

Við fórum að spjalla, ég sagði honum að ég ætti að knúsa hann frá Ásthildi Cesil frænku hans á Ísafirði nú út frá því spunnust umræður miklar og fór hann meðal annars að segja mér hvernig Össur hefði byrjað og hann tekið þátt í startinu, þeir hefðu verið skátar saman Össur og hann, nú þið hafið bara allir verið skátar þarna að vestan, pabbi var nefnilega einnig skáti, hann hafði þá þekkt hann, og ekki nóg með það hann hafði verið foringi bræðra minna í skátunum og þekkti þá vel, sko ef þetta eru ekki yndislegir dagar, hitta á svona góða og skemmtilega menn eins og Atla og Bjarka bæklunar, vetrarfrí hjá börnunum allt iðandi af fjöri, þá er maður hreinlega vanþakklátur, sem ég er ekki. það er svo gott að komast að því að einhver er ekki færibandapersóna.
Ég elska svona daga.

Eftir þetta samtal fórum við Gísli minn í búðir, heim með mig og innkaupin og hann fram í Lauga að ná í Dóru, Hún átti svo pantaðan tíma hjá lækni eftir það var farið í búðir.
veit þið getið ekki ímyndað ykkur hvað við gerðum er heim kom, jú við lögðum okkur, æðislegt.

Vaknaði um fjögur og jafnaði mig smá síðan var farið að elda og var það gamaldags smásteik í ofni með  öllu tilheyrandi, allir yfir sig hrifnir, voru búnir að gleyma hvað þetta er gott, lambakjötið er best. Nú meira að segja ég fór ekki að sofa fyrr en um miðnættið, horfðum á fjölskyldumynd og allir vildu aðeins komast í tölvu og þar sem við vorum 6 þá þurfti að skiptast á, en ég segi fyrir mitt leiti að tölvan er aukaatriði þegar fólkið mitt er hjá mér.

Í dag fáum við Ljósin mín til okkar og verða þær hér í nótt, þær pöntuðu Pitzzu í matinn og hún verður heimatilbúin að vanda, Dóra og stelpurnar mega eiga eldhúsið í kvöld.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góða helgi norðanvinkona.

Ía Jóhannsdóttir, 24.10.2009 kl. 09:49

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Ía mín njóttu þín með þínum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.10.2009 kl. 09:53

3 Smámynd: Erna

Jákvæð og skemmtileg færsla Milla mín. Sendi kveðjur og knús á þig og hópinn þinn og njótið helgarinnar elskurnar

Erna, 24.10.2009 kl. 10:27

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Knús á þig Milla

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.10.2009 kl. 13:41

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hafðu það gott mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.10.2009 kl. 18:23

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskurnar og hafið það gott sömuleiðis.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.10.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.