Það er nú ekki langt til jóla,

Svo mér fannst vera komin tími á að taka buffið mitt og fægja silfrið, Dóra kom með þá snjöllu hugmynd að setja svartan ruslapoka á borðstofuborðið silfrið þar á svo sátum við sitt hvoru megin og pússuðum og pússuðum, það var orðið svo lítið svart, en núna skín á það á buffinu mínu.
En ég á eftir borðbúnað, geri það seinna.

Ég tók allt af buffinu þvoði og pússaði alla hluti sem eru á þessari mublu sem ég elska, og vitið, er allt var komin á sinn stað þá fannst mér bara nokkur jólalykt, en jólin hjá mér byrja ekki í Ikea,heldur á silvó lyktinni.
Nú það var ýmislegt tekið í gegn í leiðinni og á morgun verða gluggarnir teknir, kominn tími á þá eftir sumarið.

Ingimar minn fór ekki á sjó þeir voru orðnir báðir veikir bræður, ekki er hægt að  róa til fiskar með bullandi hita, hann var því heima með litla ljósið sem ekki var orðin nægilega frísk til að fara á leikskólann, Viktoría Ósk svaf hjá okkur aftur síðustu nótt, englarnir mínir báðar hálf slappar, svo þetta er búin að vera hálfgerður rúmdagur, Hafdís Dröfn, vinkona Viktoríu er lasin en hún fékk að koma yfir bara á náttfötunum svo það er búið að vera fjör í bæ í dag, þó veikar séu.

Í kvöld borðuðum við afganga af Kínverska pottréttinum síðan í gær, enda var hann æðislegur. Þær eru að fara heim á morgun og þá verður tómlegt hjá ömmu og afa, það vill til að ekki er langt á milli okkar.

Hætt í bili sendi ykkur kærleik elskurnar mínar
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er smá innlitskvitt og risa stórt KNÚS á þig Milla mín.  Ég er allt of löt að kvitta á blogghringnum mínum enda nóg að gera.  Kærar þakkir fyrir öll kommentin þín.  Heyrumst fljótlega mín kæra.

Auður (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 10:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er tómlegt þegar litlu gleðigjafarnir yfirgefa hreiðrið Milla mín.  Góð hugmynd hjá ykkur að koma ykkur notalega fyrir og fægja silfur.  Og auðvitað spjalla og leysa heimsmálin, sem ég trúi alveg að þið hafið gert þarna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2009 kl. 11:58

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Duglegar eruð þið mæðgur  nú á ég loks silfur til að fægja, fékk borðbúnað foreldra minna þegar pabbi flutti lá Hrafnistu, þú segir sko satt að jólin kemur með silvo lyktinni, ég hlakka sko til að pússa mitt.  Knús norður og ég vona að enginn fari illa í flensu skrattanum, þetta er stór varasöm pest, ég er t.d. búin að vera mjög slæm af hósta og lungnamæði í allan morgun, samt er ég búin að vera veik í 2 vikur.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2009 kl. 14:38

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitið Auður mín, veit að það er nóg að gera hjá þér og við heyrumst síðar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2009 kl. 16:04

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já við leystum sko heimsmálin við Dóra, Ásthildur mín og það er svo gaman að sitja svona og spjalla, og líka að segja þeim sem vilja heyra hvernig þetta var með jólin hér áður og fyrr, bara er við vorum litlar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2009 kl. 16:07

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Ásdís mín ég vona að fólkið mitt nái sér, en hér er ekki um svínaflensu að ræða, en afar leyðinlega samt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.