Ja hérna, er næstum fullkominn

Yndislega rólegur og góður dagur fór snemma á fætur, um hádegið lagðist ég inn í einn af sófunum mínum og setti á hugleiðsluspólu datt út í henni miðri, vaknaði um 3 leitið, æði. Nú við vorum með svínakótelettur sem ég var búin að marinera í red pepper pestó, gljáði síðan grænmeti á pönnu sauð kartöflur og setti út á pönnuna kryddaði með Ítölsku frá Nomu, þetta var æðislega gott, auðvitað hjálpaði Gísli minn mér og hann sér ætíð um að ganga frá eftir matinn.

Hringdi í englana mína áðan, það var æðislega gaman hjá þeim á árshátíðinni í gær og mamma þeirra hún Dóra mín var annað árið í röð kosin vinsælasti starfsmaðurinn á Laugum, vel að því kjöri komin þessi flotta stelpa mín, hún hefur hjartahlýju fyrir alla.

Sporðdreki:

Já, þú sækist eftir fullkomnun.
Auðvitað eru nokkrir hlutir sem þú þarfnast - en mjög fáir.
Brjóttu upp gráma hversdagsins og gerðu góðverk.

Það er bara ekkert annað, mig vantar ekki marga hluti til að
verða fullkomin.
Þetta með góðverkið í gráma hversdagsins, ÆI það passar nú ekki því hjá mér er aldrei grámi og ég er alla daga að gera góðverk, verð að upphefja sjálfan mig og segja frá því, því að góðverkin mín eru örugglega ósýnileg öðrum, ekki að það skipti mig neinu máli þau " góðverkin" geri ég mér til ánægju en ekki til að aðrir tali um þau.

Ef fólk ekki veit, eða vill ekki vita, þá eru þúsundir út um allan heim að vinna að friði og skilningi á milli fólks við þurfum ekki að berjast með hatri, vanvirðingu á skoðunum hvors annars, öfundsíki, ljótum orðum og lygi. Til hvers eiginlega??? Við getum öll verið vinir, unnið að góðum málum, svoleiðis lærum við að skilja að engin er fyrir neinum, höfum öll rétt til og eigum val í lífinu.

Ég vildi að ég væri fullkomin að 1/4 þá væri ég ánægð, er samt í einfeldni minni afar hamingjusöm.
Það er ekki hægt að kvarta þegar maður hefur allt það í kringum mig sem ég hef.

Allir vita að er ég skrifa svona þá er einhver ástæða fyrir því, og engin undantekning er í þetta skiptið,  margir bæði konur og menn tala um trúna, gleðina, kærleikann og samhuginn, þar er ég engin undantekning og mun eigi hætta því.
Hver og einn túlkar þetta sem hann vill.

Kærleik til ykkar allra sem lesa þetta.
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð... Langt síðan hér hefur verið kíkt. Ég sé að allt gengur vel hjá þér og þínum . Ég óska þér velfarnaðar á nýju ári og megir þú njóta hátíðar ljóss og friðar með nákomnum. Kv INGA

Hindin (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 22:22

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð og sæl Inga mín flotta kona, óska þér þess sama.
Kærleikskveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2009 kl. 08:51

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kærleik til baka, nú snjóar hér hjá mér og yndislega jólalegt út að líta, það er samt svo leiðinlegt að kallinn minn hrundi í bakinu í gær og nú eruð það bara verkjalyf og vöðvaslakandi næstu vikur og hann á hækjum, kemur sér samt varla milli stóla, slæmt ástand, ætla að reyna að ná í doska eftir helgi. knús

Ásdís Sigurðardóttir, 29.11.2009 kl. 13:08

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með hana Dóru þína.  Milla mín víst veljum við misjafnar leiðir að vinna að því sem við viljum breyta í okkar samfélagi.  Og því fleiri leiðir því meiri líkur á vinningi.  Að allir geti unað sáttir við sitt hlýtur að vara aðalmarkmið allra.  Flestra allavega skulum við segja.  Knús á þig inn í daginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2009 kl. 13:20

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já reyndi það Ásdís mín, þetta er ekki skemmtilegt ástand, ég er að fara 8/12 í sterasprautur inn á sjúkrahúsið á Akureyri, vonandi hjálpa þær eitthvað, ég þoli nefnilega ekki verkjalyf.
Kærleik til ykkar beggja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2009 kl. 18:23

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ásthildur mín, hún Dóra er algjör perla, vill öllum gera gott.

Já það er rétt að allir þurfa að vinna að breytingum, og gera það á sinn hátt,
mér finnst, fyrir mitt leiti best að finna friðinn og kærleikann í hjarta mér og já við hljótum að verða að una við okkar, megum ekki vera ósátt vegna óréttlætis. það er mikið að því í þjóðfélaginu okkar.

Kærleik til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2009 kl. 18:29

7 identicon

Dúdda mía hvað það er margt að gerast hjá þér. Til hamingju með Dóru litlu stelpuna þína. Hún gefur krökkunum örugglega mikið.

Það er sem betur fer margt gott og skemmtilegt að gerast í heiminum og því mætti vera meiri gaumur gefin heldur en alltaf því neikvæða. Fannst þeir dálítið góðir í gær í Spaugstofunni með prentarann sem er settur við bréfalúguna. Þá fengjum við alltaf jákvæðar fréttir. Ég steinsofna líka oft yfir hugleiðslunni bara gott. 

Knús í hús elsku dúllan mín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 22:40

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku vinkona já það er margt og mikið að gerast, tilfinningaskalinn á fullu, get alveg orðið arfavitlaus yfir eigingirni og hugsunarleysi fólks.

Ég skynja heilmiklar breytingar hjá þér, til hins betra fyrir þig.

En svo er ég líka svo glöð með allt sem er að gerast í mínum nánasta hring.

Veistu ég horfi eiginlega aldrei á sjónvarpið gleymi því bara, en horfði á handboltann. kannski ég ætti að muna að horfa á spaugstofuna, en er búin að gefa þessu tækifæri bara virkar ekki.

Knús í hús til þín ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.