Löt, en afar glöð í dag.

Stundum er maður bara ekki, eins og að sér eigi að vera, vaknaði í morgun, um átta leitið, frekar listalaus fékk mér rísköku eina og pepsí (gáfulegt eða hitt þó heldur) skreið upp í rúm aftur um tíu og svaf til hálf eitt, og var sko ekki tilbúin að fara í búðina fyrr en um fjögur leitið, en þá var ég búin að sjæna mig fá mér brauð og te og spjalla helling við tvíburana, umræðuefnið var, hver ætti svo sem að dæma hvað er rétt og eða rangt í skoðunum fólks, akkúrat engin getur dæmt, nema getað sannað mál sitt á svörtu eða hvítu.

Nú við gamla settið fórum í búðir, vantaði ný hleðslubatterí, leggja inn öll reseptin sækjum þau svo á morgun, keyptum smá í Kaskó, komum svo við hjá Millu minni hún bauð í lasange í kvöldmatnum og það var bara flott, litla ljósið vildi endilega koma heim með okkur og gista, ekki amalegt þegar frænkurnar hennar eru hér, þær stjana við hana, Nú við erum búnar að horfa smá stund á Tom and Jerry, síðan fór hún að bursta tennur og er komin upp í rúm inni hjá þeim, en ekki verður langt að bíða þar til hún skríður upp í afa holu, það er alltaf best að vera á milli. Svo læt ég það bara ráðast hvort hún fer á leikskólann á morgun eða ekki.

Hafið þið krúsirnar mínar upplifað tilfinninguna að sættast við, gera góðverk sem engin veit um, setjast niður og eiga stund með sjálfum sér, lifa í kærleikanum fyrir ykkur sjálf, ekki alltaf að taka alla inn í pakkann, lifa ykkar lífi, en samt með öðrum. Ef þið gerið þetta þá verður lífið auðveldara.
Standið í lappirnar og berið ábyrgð á eigin lífi.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Bestu kveðjur til ykkar Milla mín!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.12.2009 kl. 21:45

2 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 21:57

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús í daginn ykkar, nafna mín og Silla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.12.2009 kl. 07:13

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú vissulega hef ég upplifað þetta sem þú telur upp Milla mín.  Og eins þekki ég vel tilfinninguna þegar litlar sálir vilja koma með afa og ömmu.  Hlýjuna og góðu tilfinninguna.  Knús inn í ljósið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2009 kl. 09:04

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín við skiljum hvor aðra svo vel, hún ákvað nú litla ljósið mitt að vera bara heima í dag, hún er í sturtu núna, svo á vist að spila veiðimann.

Knús í þitt ljós og njótum bara þess sem við höfum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.12.2009 kl. 10:52

6 identicon

Það er gaman hjá ykkur að vera búin að fá þær stelpurnar þínar frá Laugum. Ég býst nú við að þú sért búin að gera allt klárt fyrir jólin, kaupa steikina og allt.

Knús.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 20:52

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

elskan mín, bara eftir að gera sósurnar og Fromage.

Jónína mín hér er að miklu leiti búið, (það sem ég ætla að láta gera, þær fara trúlega í bakstur í dag og á morgun er mamma þeirra kemur verður bökuð randalína, kem ekki nálægt þessu, svo á eftir að skipta á rúmunum og taka gólfin þau eru nú vel fær um það Gísli og Dóra skreytum svo jólatréð og höldum heilög jól, ætla að hafa þetta næstum náttfatajól.

Knús og aftur knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.12.2009 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.