Gleðilegt ár.

Stundum er maður bara aðeins of lengi
að fatta aðra

 Þessi orð sagði frænka mín áðan, pabbi hennar, bróðir minn, svaraði að maður þyrfti fyrst og fremst að þekkja sjálfan sig og þar er ég honum sammála, en það tekur misjafnlega langan tíma að fatta sjálfan sig, stundum tekst það aldrei, en manni verður á, allt sitt líf, svo ekki þarf hún að hafa áhyggjur, hún er svo ung.

Ég var eins og hún er yngri ég var, trúgjörn, saklaus og stundum voða sein að fatta, ég taldi að allir væru svo góðir, en þetta lærist með tímanum og þó manni verði á þá er það bara allt í lagi. Það er ekki svo ýkja langt síðan að ég gleypti við fagurgala sem ég komst svo að, að eigi var neitt mér í hag heldur bara þeim sem lagði hann fram og átti hann svo sannarlega að vera innan einhvers ramma og það þoli ég ekki, það á ekki að setja fólki skorður. Segi nú ekki meir um það.

Ekki ætlast ég til að einhver skilji mig enda eru þetta mínar hugleiðingar, en ég veit að margir skilja þetta með rammann.Stundum er fólk svo stjórnsamt að maður hrekkur í kút og skilur ekki af hverju þetta og hitt er sagt eða gert, stundum kemur það öðrum en manni sjálfum í uppnám.

Óska vinum, vandamönnum og öllum landsmönnum gleðilegs árs og friðar, legg til að fólk gefi sér tíma til að syngja saman nú árið er liðið í aldanna skaut og finna friðinn sem skapast við þá athöfn.

Ljós og gleði sendi ég öllum mínum.

MillaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband