Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Fyrir svefninn.

Laufey Valdimarsdóttir var að halda ræðu
á Alþýðuflokksfundi og bar það af sér,
að hún hefði klofið flokkinn árið 1937.
Þá var kveðið:

Við alþýðuna ást ég batt,
þótt aðrir fái lofið.
En Þura og Inga, það er satt,
Þær hafa báðar klofið.

Góða nótt.


Femínisti eða ekki.

Femínistar og þær sem segjast ekki vera femínistar,
hvernig væri að við tækjum okkur allar saman og mótmæltum
því sem er brýnt að mótmæla og fylgja því eftir.
Mér fynnst það vera að bera í bakkafullann lækinn
að fara að telja það allt upp sem þarf að laga,
því við vitum það allar, hvað þarf að gera.
Eitt er alveg á tæru að við getum ekki umturnað
skoðunum eða gjörðum annara,
en við getum sagt okkar, og mótmælt misræminu.
Við þurfum ekki að taka þátt í hvorki einu eða neinu,
nema að við viljum.
Við höfum valdið yfir okkar lífi,
Og við getum allt sem við viljum.

Að mínu mati (og hef sagt það áður) er þátturinn Silfrið bara
úr sér genginn.
Hvernig væri að það kæmi þáttur sem kona stjórnaði?
Hún mætti bara ekki vera of háfleig, mér leiðast háfleigar konur.
Hress og skemmtilegur þáttur,
og að sjálfsögðu kæmu bæði kynin í viðtöl.


mbl.is Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi.

Hef nú ekki vitað annað eins.
Stofugangur lækna??? Þarf aðeins að doka við og ná þessu stofnana-r.... Þetta er að verða eins og í hernum,eða eitthvað svoleiðis,
Hélt að kærleikurinn ætti að ráða ríkjum á fæðingardeildum,
hef allavegana ekki kynnst öðru, fyrir utan eitt skipti
ætla ekki að fara nánar út í það.
Eitt er alveg á tæru, að fæðingardeildirnar í Keflavík og
á Akureyri eru til mikilla sóma, hef kynnst því af eigin raun.
Hef verið viðstödd fæðingar á fimm barnabörnum mínum,
þremur í Keflavík og tveimur á Akureyri.
Og ég þakka þessum deildum fyrir góða nærveru.

mbl.is Fékk ekki að sjá nýfæddan son sinn strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Gunnlaugur vitavörður er sjálfstæðismaður.
Hann hélt ræðu á framboðsfundi í norður-múlasýslu
fyrir síðustu alþingiskostningar.
,,Mér hefur fundist",sagði hann,,,Framsókn vera
heldur ótótleg og rytjuleg í seinni tíð.
Hún minnir mig helst á tvílembu,
sem lömbin ganga of hart að. Nú hagar svo til,
að hér í kjördæminu eru tveir þingmenn á hennar vegum,
og vildi ég því leggja til, að fylgt yrði því
gamla ráði um tvílemburnar að taka að taka annan
tvílembinginn undan".
Góða nótt.

Ósæmileg orð.

Ég var að horfa á fréttir um daginn,
það var viðtal við ungan mann, ekki svo ungann,
ekki veit ég, hvort hann gerði sér grein fyrir því
hvað orð hans jafnvel gætu sært fólk, en hann sagði:
,,Þessi hópur er mitt á milli Hraunsins og Klepps".
Er eitthvað þar á milli?
Ég veit bara það að ég fékk sting í hjartað,
og hugsaði, nú verður einhverjum um og ó.
Að mínu mati talar maður ekki svona
fyrir framan alþjóð.

Brúðkaupið!

Þar sem ég er búin að vera frá síðunni minni
í nærri hálfan mánuð, eða mér var bannað að setjast við tölvuna,
hefði ekki getað það heldur, þá kemur þetta kannski svolítið
seinnt, en brúðhjónin Jón Ásgeir og Ingibjörg voru svo
yndisleg að maður fylltist lotningu.
Ég óska þeim alls hins besta í lífinu.

Fyrir svefninn.

Ólafur Thors var eitt sinn á fundi með Jónasi frá Hriflu,
skömmu eftir að Helgi læknir á Kleppi
hafði gefið út hið fræga vottorðum geðbilun Jónasar.
Jónas brá Ólafi um, að hann hefði fengið lélegar
einkunnir við próf í skóla.
,, Það er ekkert að marka þær", sagði Ólafur. ,, Þær
eru allar byggðar á dómum sérfræðinga.

Góða nótt.


Er að stelast.

Hæ krúsirnar mínar allar, er að stelast til að aðeins,
að láta vita af mér.
Fór til Reykjavíkur 15 nóv. morguninn eftir vaknaði ég,
og komst ekki hjálparlaust á WC.
Ég vissi alveg hvað var að gerast, og að það væri ekki neitt að
gera nema hvíla, röllta um og nota olíurnar hjá henni dóttur minni.
Aldrei komst ég í skírnina hjá litla manninum mínum,
en þau komu með hann í Garðabæinn svo amma gat
knúsað hann, hann er algjör rjúsína.
Við fórum síðan heim á sunnudegi, þá var ég fryst niður
með fjórum tegundum af olíum, gekk það
stórslysalaust fyrir sig.
Hef aldrei verið fegnari, að koma heim og í mitt rúm.
Búin að komast í sjúkraþjálfun og tala við lækninn
um þetta og eins og ég vissi var ég bara að gera rétta hluti
með kunnáttu minni frá Reykjalundi, og olíunum, teijum og
æfingum, til öryggis vildu þeir að ég tæki Ibúfen,
í nokkra daga, tek annars aldrei verkjalyf.
Nota bara olíur.
Vona að ég geti farið að blanda mér í bloggið aftur.
Búin að sakna ykkar. Les hjá ykkur seinna.
Huld mín takk fyrir að kommentera á síðunni
hjá mér um ADHD, að því að ég hafði ekki tíma
til þess sjálf. Allt sem þú segir er bara satt.

Fjóla velkomin í bloggvinahóp minn.
Góða nótt.


Það er ami í mér í dag.

Ég er nú ekki vön að kvarta, en nú ætla ég
að leifa mér það.
Er búin að vera útaf að drepast í 3.vikur núna,
er samt í sjúkraþjálfun allt árið,
en stundum dugar það ekki til, það fer allt í lás og slá.
kvalirnar að gera útaf við mig, ég neiðist til að fara á Íbúfen
ég hata þessar pillur.Sjúkraþjálfarinn minn er búin að
vera að meðhöndla mig alveg sérstaklega núna í 2.vikur
og þetta var alveg að koma, en eftir hádegi í dag
urlaðist allt saman, þá vissi ég að það var komin tími á sprautur,
ekkert annað mundi ráða við bólgurnar, af hverju í allri þessari
tækniveröld, getur maður ekki fengið nýtt bak, já og orðið
sí svona gigtarlaus, nei það er of mikil bjartsýni að
óska þess.Jæja ég fór allavegana upp á spítala, þurfti
náttúrlega að fá vakthafandi lækni, því Milla litla, þrjóska,
bjartsýna þarf alltaf að draga allt framm á síðustu stundu.
Svo getur manni nú sárnað, (ekki við lækninn hún er æði).
maður er skammaður, misskilin og það sem maður segir, er mistúlkað.
Eins og ég segi og meina,
þá mætir manni dónaskapur, hreinlega af því
að fólk kann ekki að virða skoðanir annara.
og segja sínar skoðanir á prúðan hátt.
Nú er ég að fara í frí frá tölvunni minni framm á mánudag,
nema ég komist í tölvu í henni Reykjavík.
hafið það gott snúllurnar mínar, læt vita af mér er ég kem aftur.

Til allra sem málið skiptir.

Bara svo það sé á tæru.
Ég er ekki að fordæma neinn hvorki fyrir þennan málaflokk
eða annan. Slilningur minn á því sem mörg ykkar eru að segja
er fyrir hendi.Fólk hugar ekki bara að einni hlið á verkefni
sem það þarf að kljást við. Tel ég að greindarvísitala okkar,
sé ekki svo skert, að það þurfi að efast um það.
Foreldrar sem þurfa að gefa börnum sínum lyf, er það örugglega
eigi ljúft, en hvað er til ráða þegar allt annað þrýtur???
Ef barninu farnast betur í umgengni sínu við samfélagið
þá er þetta besta lausnin, eða hefur einhver aðra??? ef svo er
þá endilega komið því á framfæri við menntakerfið,
tryggingjarst.,heilbrygðiskerfið, þar vantar nefnilega mikið
upp á að hlutirnir séu í lagi gagnvart börnum með raskanir.
Eitt er víst að fordómar gagnvart foreldrum barna með raskanir
verður að hætta. Fordómar eitra líf allra.
Einu hjó ég eftir í athugasemd frá Jóni Þór Ólafssyni,
hann talaði um ymis efni sem bæri að varast,
hef ég mikla trú á þeim efnum, mætti einhver koma af
stað matar umræðu þar að lútandi.
Vona að ég móðgi engan,við eigum að ræða þessi málefni án
þess að vera með sleggju-dóma.
Takk fyrir mig.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband