Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Sálar-morð.

Ég er sammála öllu sem hefur verið ritað um kynferðis-afbrotamál dagsins.Það er stórkostleg brotalöm í eftirfylgni þessara mála, halda menn virkilega "ennþá" að menn hætti þessu bara ef þeir sitja inni í einhvern tíma. Ég ætla að segja ykkur sanna sögu, fyrir mörgum árum bjó saman par stúlkan átti dreng fyrir, síðan eignuðust þau stúlku saman.
 Dag einn kom hún að manninum inni á baði að misnota son hennar, hún rak hann út og kallaði til lögreglu og málið fór í réttan farveg,  en hún kærði aldrei manninn.
Nokkru síðar hringdi sálfræðingur mannsins í hana og bað hana að taka hann aftur því það væri svo gott upp á bata hans að vera á heimilinu þar sem hann elskaði hana og börnin.
Hún sagði nei.
Skiljið þið nokkuð í þessari beiðni sálfræðingsins?  Ekki ég.
Samskonar mál nema um stúlkubarn var að ræða, móðirin tók manninn aftur er hann var búinn að  sitja inni í smá tíma, þau voru ekki gift, þá var henni tjáð af barnaverndar-nefnd að hún gæti ekki gert þetta nema að stúlkan yrði þá tekin af henni hvað haldið þið að hún hafi gert, jú hún valdi manninn og barnið var tekið af henni. Það er sko ekki í lagi með sumt fólk, en ég spyr  hvenær og hvernig á lýfsleiðinni  varð þetta fólk fyrir þeirri vitskerðingu að það lifði í algjöru siðleysi eftir það.


Gestur Gunnarsson.

Ég las fyrir nokkru netgrein sem nefnist Keflavíkur-flugvöllur 1956. Eftir Gest nokkurn Gunnarsson.  fannst frásögnin afar skemmtileg. Ég held að það yrði afar vel þegið ef hann mundi rita fleiri, það er að segja ef hann á þær í handraðanum,  þá má hann til með að deila þeim með okkur. Ef einhver þekkir Gest þá endilega segið þið honum ósk mína. Takk fyrir og góðar stundir.


Fordómar eða hvað.

Hafið þið fengið á tilfinninguna að fólk sé ekki eins og fer því best sem sagt eðlilegt.
eins og nýfrægt fólk eða fólk sem fær allt í einu hærri stöður eða eitthvað.
Sumir kunna þetta  eru fæddir með þá eiginleika að bera sig vel.
Sumir eru eins og kettir að sleikja út um eftir að hafa fengið rjóma hjá einhverjum.
þótt mér komi þetta í raun ekkert við, mátti ég til með að viðra þessa skoðun mína
já og annað  ég fæ stundum á heilan að það sé verið að tala fram til mín eins og ég sé
hálf-viti. Fólk segir eitt í dag og annað á morgun og ég hugsa hvað er að gerast var nú
þetta alveg eins og sagt var í gær, er að hugsa um að fá mér upptökutæki við sjónvörpin.
                                Góðar stundir. Whistling

                                            


NJÁLSGÖTUMÁLIÐ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 Ég skil og ekki skil. Munurinn á heimili fyrir ólánssama menn og spilavíti er að sjálfsögðu  afar mikill. Spilavíti eiga ekki að vera til nema þá kanski í lokuðum salarkynnum. Enn mannfólkið á jafnan rétt á húsnæði. Ég held að Njálsgötubúar þurfi ekki að hafa svona miklar áhyggjur. Mennirnir sem koma til með að búa þarna munu ekki neita vímuefna þarna í nágrenninu því þeir sem eru í slíku eiga sér allir vissan stað til slíkra gjörða, og eru orðnir veikir og kraftlausir, en að sjálfsögðu ef einhver sýnir  neikvæða takta "bara eins og hver og einn getur gert" þá verður sá hinn sami tekinn í annað umhverfi. Ég hef nú bloggað um það áður, ef maður uppfræðir börnin sín vel og skylmerkilega  um öll málefni ekki bara þetta tiltekna þá held ég að engin hafi slæmt af því að alast upp í  umhverfi lífsins. Ég ætla að segja ykkur dæmi um er foreldrar uppfræða börnin sín ekki  nægilega vel. Það var níu ára gömul falleg snót sem byrjaði í  nýjum skóla í haust, en þekkti samt flestar stelpurnar nú það var ein sem bað hana að leika og hafði snótin mín tekið eftir því að hún var höfð svolítið útundan svo hún sagði já og lék við hana og bað hinar að koma með í leik, en nei þær gátu það ekki, svo þær léku sér bara saman, en viti menn Snótin mín var lögð í einelti að því að hún var að leika sér við snótina sem átti mynna en hinar. Hún var sem sagt ekki nógu fín og er þetta búið að kosta sitt. Snótin mín gaf sig ekki í því að leika við þessa nýu vinkonu sína, ég er afar stolt af henni. Þetta er nákvæmlega það sama.  Börnum er ekki kennt að bera virðingu fyrir hvort öðru og að það sé í lagi að vera öðruvísi. Ég spyr hvernig foreldrar verða þessi börn?  Nákvæmlega eins og þeirra foreldrar eru í dag. Æ hættið nú að láta svona kæra fólk út um allt, takið á lífinu eins og það er.Heart

Matur er mannsins meginn.

Að mínu mati er ekki sama hvernig við eldum, kryddum, berum fram og síðan borðum. Ég veit að þið eruð búin að heyra þetta allt áður, en ég verð að sega ykkur frá kryddtegund  sem ég er búin að vera að prófa í ár, þetta krydd er alveg frábært er það BESTA af öllu BESTA sem til er. Heytir NoMU (www.nomu.co.za) og framleitt í Suður Africu, ég nota eingöngu þetta krydd í dag út á allan mat t.d. svissað grænmeti með cajun kryddi, sett ofan á ristað gott brauð síðan kjúklingur og mikið af barbecue cajun sósu yfir, þetta er ekki bara matur heldur bara  lostæti. nú verð ég að segja ykkur frá sósunum, "Undur og stórmerki" þær eru frá New Zealand og fyrirtækið heitir WILD Appetite.(www.wildapptite.co.az) Barbecue cajun sósan er frá þeim og fullt af öðrum sósum, olium og úrvalið er frábært. Margar af þeirra vörum hafa fengið Brons, silfur og gull á Fiery food Awards sem segir sína sögu ég var t.d. með sneidda ferska ávexti um daginn og setti út á KIWIFRUIT DESERT sauce frá þeim lá ólýsanlegt. Jæja nú verð ég að hætta  að rugla svona í ykkur. Nei ég verð að segja ykkur hvar þetta fæst, ég veit að þetta er til hjá Hafliða bakara  bara hringja í 118.  Og örugglega í öllum verslunum Fylgifiska því þeir  flytja þessar vörur inn.  Ég kaupi þessar vörur í blómabúðinni ESAR á Húsavík ÞAR SEM ÞJÓNUSTA ER Í HÁVEGUM HÖFÐ. Hætt og Bæ Bæ.

Spennufall.

Þá er þetta búið að þessu sinni  og trúlega hefur orðið spennufall hjá þorra fólks. Ég fór að sofa um ellefuleitið í gærkvöldi,og sofnaði strax, en vaknaði endanlega um níuleitið og var þá eitthvað örg, en það lagaðist er ég sá að við höfðum haldið velli og bætt við okkur,gleðst með V.G. Til hamingju Steingrímur Sigfússon með þennan ávinning og allt þitt góða fólk. Ég ætla ekki að úttala mig um hina flokkana, það útskírir sig að miklu leiti sjálft. Eitt er morguntært að það er allstaðar gott fólk og ég virði það hvar í flokki sem það er. nú kemur sumarið með allri sinni dýrð, ég ætla að vera mest heima við mér þykir það alltaf best, erum samt að fara á ÍSAFJÖRÐ um mánaðarmótin það verður gaman. Hafið þið lagt ykkur til munns jarðaber með gráðosti ( helst gordonsola það er Franskur frómas-ostur) og dassað yfir með balsamic sýrópi og hnetum að smekk, þetta er bara gurmet,er í bókinni hennar Yesmine Olssen Sú bók er yndisleg. Mér datt bara í hug að sega ykkur frá þessu. Börnin mín og barnabörn tjá mér afar oft að ég tali eiginlega ekki um annað enn mat krydd og hvað þau gera, nú og um samfélagið og tísku, en þetta eru nú áhugamál mín. merkilegt hvað þau hafa gaman af að hlusta á þá gömlu.Whistling

Hvað er eiginlega að?

         Má nú ekki segja sína meiningu lengur eða má hún ekki vera orðuð í auglýsinga-formi? Búum við í  Rússlandi eða hvað, nei ég bara spyr? HEYR fyrir þér og þínum Jóhannes í Bónus: Maður á að láta sínar skoðanir í ljós, og þetta var þín aðferð  til þess. Þetta mynnir mig á þegar afi minn var eitt sinn ósáttur við flokkinn sinn (x D) og það voru kosningar framundan, þá tilkynnti hann stór-fjölskyldu sinni að hann færi með okkur út úr bænum á kosninga-daginn, engin andmælti afa mínum þeim mæta manni, nú það voru teknar rútur á leigu og fórum við árla morguns upp í sveit borðuðum á góðum hótelum fórum í Hveragerði á leiðinni heim, en komum ekki heim fyrr en búið var að loka kjörstöðum. Ég skal segja ykkur að það munaði um okkur  bæði í atkvæðum, vinnu og líka um alla bílana sem fjölskyldan lánaði. Þetta var hans aðferð til að láta í sér heyra. Sumir tala um vorkunnsemi við Bónus fjölskylduna.  Ja hérna! nei!  Þeim er vorkunn sem hafa látið þetta gerast á undanförnum árum. Aumingja við sem höfum þurft að borga brúsann, en ég hugga mig við það að Bónus fjölskyldan hefur látið gott af sér leiða í staðin. Enda man nú Jóhannes örugglega eymdina sem var í þjóðfélaginu sér í lagi í Reykjavík eftir stríð. ÉG samgleðst þér og þínum Jóhannes fyrir þá velgengni sem ykkur hefur hlotnast, og hún kemur ekki til manns nema maður hafi skynsemi til að skylja  velgengni og halda í hana. Baráttukveðjur til ykkar allra sem standa í þessu málum.
mbl.is Geir: Auglýsing Jóhannesar ósmekkleg og óviðeigandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eurovision nei takk kostningavaka já takk.

Ég held ég muni leggja mig á laugardagskvöld svona til tíu um kvöldið. Hef ekki áhuga í þetta skiptið  á þessum viðburði eða þannig. Þetta er algjört gaul ég man ekki eitt lag í þessu, "afsakið". Enn það verða örugglega skemmtileg atriði á k.vökunni svo ég ætla að reyna að horfa á hana. Nú það hlýtur að verða gaman allt skítkastið búið og svo verða allir vinir í skóginum á eftir já eða þannig.Whistling

Mín skoðun.

Haldið þið ekki að það hafi komið nafngreynt bréf frá  Frammsókn í hús í dag.Með fullri virðingu fyrir Frammsókn, þá er þetta  uppáþrengandi aðferð til að kynna  sinn flokk," þetta er mín skoðun"

 Það komu tveir ungir menn í heimsókn til okkar í dag. Þeir eru sölumenn  eru að ferðast um landið  og fylgja eftir vörunni sem þeir eru að selja, annar þeirra er bróðursonur minn svo ég þekki hann vel, afar góður drengur, hinn var alveg frábær hann var vel að sér í öllu því sem við komum inn á og það var víðtækt t.d. barna, unglinga eða sko foreldra vandamál, pólitík og forréttindin að fá að alast upp úti á landi  og vera í sveitinni á sumrin. Það sem ég er eiginlega að meina er að maður hittir svo sjaldan ungt fólk sem er svona menningar-lega vel sett. það er eins og engin hafi tíma til að leiðbeina börnunum sínum um allt sem er fyrir utan beinu línuna. bara mín skoðun.


Vor og sumarbyrjun.

         Ég má til með að tala um fuglalífið í kringum okkur. Þegar við fáum okkur morgunmat blasa við okkur Kinnafjöllin í allri sinni dýrð, svo eru Lóurnar  í túninu, Skógarþrestir fljúgandi í tugavís og litlu Maríuerlurnar vappandi á pallinum Siðast enn ekki síst Andarparið sem kemur á hverju sumri upp á hól,( við búum sem sagt upp á hól sem kallað er) þær mundu nú koma inn og kúra sig í sófanum mínum ef þær mættu, en verða að láta sig garðinn lynda, og kúra þar og fá brauð og vatn að vild (reyndar ekki heimabakað) Bakarinn á Húsavík gefur okkur andabrauð sem er dagsgamalt. Mátti til með að segja ykkur frá þessu því hér í kringum okkur er ofurmögnuð orka.Heart  Það hefur nú líka mögnuð áhrif innandyra Da Da Ra Da Dæ Dæ ég er ástfangin ha InLove  já í lífinu. Nei nú er ég hætt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband