Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Til hvers er þetta blogg?

Er ég byrjaði að blogga þá var það mér til skemmtunar og er enn.
Mér finnst alveg frábært að eiga góða bloggvini gantast og segja
sína skoðun á málefnum líðandi stundar, ekki skemmir nú fyrir ef
líflegar umræður fara í gang svo framalega sem virðing er borin
fyrir hvort öðru.

Það gerist ætíð að inn koma komment frá þeim sem hafa skoðanir
alveg út í hróa, að annarra mati, en er það okkar að dæma þær
skoðanir, nei það er okkar að virða þær og þeirra að virða okkar,
en sumir vilja bara alsekki virða aðra yfirhöfuð og þá getur
maður svo auðveldlega lokað á það fólk eða bara hunsað þar til
það gefst upp.

Bloggið er einnig góður vettvangur fyrir allskonar
góðgerðarstarfssemi.
Við getum nefnt allar þær safnanir sem verið hafa í gangi fyrir þá
sem eiga virkilega erfitt vegna veikinda og slysa þá fer nefnilega
fjárhagurinn úr böndunum.
það hafa verið kertasíður fyrirbænasíður og ég gæti lengi talið.
Bara að minnast á þetta því við erum svo fljót að gleyma.

Ég gæti lengi talið allt það sem framkvæmt hefur verið á blogginu,
það er alltsaman afar gott.
Samt langar mig til að minna fólk á að ef eitthvað kemur fyrir þinn
næsta vin þá stendur maður eigi til hliðar stikkfrí.
maður styður þann sem á í erfiðleikum og þeir eru margir, bara
svona rétt við hliðina á þér.
Það eru sem betur fer margir sem gera það, en fleiri eru það sem
vilja ekki blanda sér í málin. Við hvað er fólk hrætt?

Þetta er eins og með nokkra mánaða barnið sem grét úti í vagni í
marga klukkutíma og engin skipti sér af því.
Mörgum mánuðum seinna er móðurinni var hjálpað þá komu konurnar
í kring og sögðu: "Við vorum nú að hugsa um að láta vita"
Hægan sagði ég: " Hvað hefðuð þið gert ef barnið hefði dáið, það var
nefnilega vetur úti." Það var fátt um svör.

Það er eins með litlu stúlkuna sem er afar ung í dag, hún lítur út eins og
niðurbrotið barn, ein kona sagði ég verð að láta vita af þessari snót.
En maðurinn hennar þvertók fyrir það,
þau færu nú ekki að bendla sér í svona mál.
Ég sagði: "Hvernig heldur þú að þér verði við eftir nokkur ár er þú heyrir
að þessi stúlka hefur fyrirfarið sér?" Fátt um svör.

Það sama gildir um eineltið og það er eigi bara í gildi um börn,
ekki síður um fullorðið fólk sem er á ystu nöf vegna eineltis.

Vonandi að fólk hugsi vel um þetta, það eru að koma jól og eigi gott
ef fólki lýður illa.
                                        Góðar stundir.


Fyrir svefninn.

Dagur í leti á enda runninn, næstum. Við gamla settið vöknuðum
að vanda snemma dólaði mér í morgunmatnum, leiðinlegt veður úti
fór síðan að vanda í tölvuna. Gísli kom svo inn og spurði hvort ég væri
búin að fara inn á 640.is það er svona fréttavefur hér í bæ.
hafði ekki gert það, en dreif í því og sá þá hvað hafði gengið á hér í nótt.
Hann gat náttúrlega ekki stillt sig um að fara niður að bryggju, forvitnin er
ætíð að hrjá þessa menn, en svo tala þeir um okkur konurnar,
nú það var svo sem ekki fagur á að líta.

Englarnir mínir vöknuðu ekki fyrr en 15.30 og eru ekki búnar að klæða sig 
tekur því eigi héðan af, fengum okkur kjúkling og grjón í kvöldmatinn.

Smá úr íslenskri fyndni.

Jónas Árnason rithöfundur og fyrrverandi Alþingismaður var eitt sinn
spurður hvernig maður Halldór E Sigurðsson væri.
" Iss, snakker ikke engang dansk," svaraði Jónas að bragði.


Þegar hafmeyjan var sprengd af tjörninni var Auður Auðuns
borgarstjóri menningarmála.

Þá var kveðin þessi vísa:

              Eyðing býður örbrigð heim.
              Auður brást við vörnina.
              Ekki hafa þeir upp á þeim
              sem afmeyjaði tjörnina.

Jón Thor Haraldsson var um tíma blaðamaður á Þjóðviljanum.
Einhverju sinni þurfti hann að svara símanum þegar hann
ætlaði í kaffi. Í símanum var áskrifandi að kvarta yfir því, að
þjóðviljinn væri illa borinn út og kæmi jafnvel ekki fyrr en eftir
hádegi, eða þá að það þyrfti að sækja hann á afgreiðsluna.
Um leið og Jón hafði lagt tólið á hringdi síminn aftur og var
þar fyrir bálreiður áskrifandi að segja upp blaðinu, vegna
þess að það væri ekki annað en and-sovéskur pési.
þegar Jón komst á kaffistofuna kastaði hann fram vísu:

             Þá er að greina það
             sem um þjóðviljann ber að muna
             hann er and-sovéskt síðdegisblað.
             Sækist á afgreiðsluna.

                            Góða nótt
.HeartSleepingHeart


Smá þras, en er samt bara góð.

Rjúfum þögn Ráðamanna.
Er slagorð kyndilgöngu sem á að fara frá Austurvelli að
Ráðherrabústaðnum í dag.
Frábært að  stjórnmálaflokkar, stéttarfélög og bara allt fólk
sem hefur áhuga fyrir heiðarlegri framkomu hjá okkar
ástkæru valdamönnum, en þeir geta nú ekki þessar elskur
sagt okkur allt því við höfum svo lítið vit á því: " Þið skiljið"

En við getum tekið okkur saman og notið þess að fara í kyndilgöngu
til að láta vita á máttleysislegan hátt hvað við  mundum vilja og að
við erum ekki ein, finnum til og sýna samhug.
Hva, það er nú í lagi finnst sumum að við finnum til, við erum nú svo
lítið gefin greyin.

Er gangan er afstaðin þá fara allir til síns heima, þar spjalla allir hver
í sínu horni, tala um hvað þeir hafi nú verið duglegir að láta í sér heyra,
en fjandinn hafi það, er eitthvað hlustað á slíkt frekar en endranær,
og heldur fólk virkilega að það komi eitthvað út úr þessu, sem að 
ráðamanna mati skríllinn er að rausa um.
Því við erum náttúrlega skríll, þurfalingar, drykkjusjúklingar eða fólk
sem hefur misst allt sitt vegna eigin eyðslusemi.

Þessir menn hafa ekki einu sinni hlustað á sérfróða menn sem sögðu
og vöruðu við hvernig allt mundi fara, og þeir voru að segja sannleikann.
var ekki Davíð Oddson þar fremstur í flokki? Man ekki hvað hinir heita í
flokki manna sem segja sannleikann.

Kvisast hefur að það komi ný stjórn innan tíðar, Ég ætla nú bara hreinnt
að vona ekki því þá yrði samfylkingin að vera með í því, og eigi hugnast mér
allt fólk í þeim hópi.

Best er að leyfa þeim sem nú stjórna að klára þetta dæmi.

En undirbúa sig svo vel fyrir næstu kosningar.

Eigið góða göngu í dag allir þeir sem komast.


Best að hafa daginn góðan,maður veit aldrei hvað gerist.

Var ég búin að segja ykkur að englarnir mínir frá Laugum
komu heim til ömmu og afa í gær í langt helgarfrí.
Við borðuðum fisk, fórum síðan til Millu minnar og Ingimars
fengum kaffi og kryddköku á meðan frænkurnar dúlluðu sér.
Fór frekar seinnt að sofa og var að vakna, Ussu sveiþað er
nú ekki minn stíll að sofa svona lengi en allt í lagi í svona veðri.

Já veðri annars er eiginlega ekkert að veðrinu hjá okkur núna,
kannski á það eftir að koma.
Ég segi það nú og hef alltaf sagt það hvernig færum við að ef
við hefðum ekki björgunarsveitarstrákana okkar þeir redda þessu
öllu. Togari fór á flakk frá kópavogi, flotbryggja losnaði frá landi,
þakplötur fuku á bíla og fleira og fleira.

450 manns gistu á Akureyri og Egilstöðum í nótt vegna þess að eigi
var lendingarfært í Keflavík. Sumir gátu farið til vina og ættingja úti í
bæ aðrir á hótel, en þeir sem ekki höfðu efni á að kaupa sér gistingu
voru bara á flugstöðunum, það þurfti nefnilega að borga sjálft
fyrir gistinguna og það eru merki um samdrátt því allar götur var reynt
að koma fólki að kostnaðarlausu fyrir á hótelum sama hver ástæðan var
fyrir töfinni, einnig voru fríar veitingar.

Nú svo er nú ekki gott ástandið hjá lögreglunni okkar, sama fjárveiting
og á síðastliðnu ári, hvernig á þetta eiginlega að verða.
við þurfum enn meira á þeim að halda með vaxandi vandamálum og
þau fara örugglega ekki fækkandi núna á þessum erfiðu tímum.

Jæja heyri að Gísli minn er kominn úr sjæningu, þá fer ég nú bráðum að
drífa mig, við þurfum ýmislegt að stússastég og englarnir mínir í dag.

Eigið yndislegan dag í dag
Milla
.Heart


Við munum ekki láta kúa okkur.

Ja hérna er þetta ekki skemmtileg setning, mér finnst það,
bara hjákátleg, en þetta er akkúrat setningin sem við,
þessi lálaunuðu hefðum átt að byrja á að segja fyrir
margt löngu, og viðhalda henni þar til við hefðum rétt viðurværi
og virðing borin fyrir okkur, en elskurnar mínar við lærum og verðum
klárari í næsta lífi.
Kannski bara auðvald, því við losnum aldrei við það og þá slefbera
sem halda þeim uppi.

Eins og ég hef nú svo oft sagt að undaförnu þá ætla ég bara að taka
þessu létt þó ég kannski gantist með þetta annað slagið.
Maður verður nú að vera memWink

Þegar ég var um fermingu  og var í Réttó sælla minninga, þá bjuggum
við á skrifstofunni hjá pabba niður í Sænska frystihúsi í því mikla húsi
var Belgjagerðin fjölskyldufyrirtækið, en pabbi minn var með sína
heildsölu þarna, þau voru að bíða eftir íbúð inn í laugarnesi.
Það voru erfiðir tímar, Bakkus snart pabba minn afar mikið á þessum
tíma, mamma var ófrísk af yngsta bróður mínum ég að fara að fermast,
þrjá bræður átti ég þá og voru þeir bara alltaf úti að leika sér nema er
þeir voru í skólanum.
Segja ykkur svolítið skondið sem ég er oft búin að hlæja að, eða þannig.
Litlir peningar voru til á þessum árum, höfðu verið miklir en næstum illa
fór vegna Bakkusar, en samt var fermingarveislan mín
haldin í Þjóðleikhúskjallaranum með pompi og prakt matur og opin "barinn"
síðan dansað ég man bara hvað þessi sýndarmennska fór í mínar fínustu
taugar amma var búin að bjóða fram húsið sitt, og þar vildi ég hafa veisluna,
en nei það var niðrandi að þiggja það, þó allir vissu að þau mamma og pabbi
ættu enga peninga.

Eitt man ég sem er góð minning að bræður mínir smíðuðu sér trésverð
trúlega með hjálp einhvers í Belgjagerðinni því elsku pabbi vor kunni
ekki að halda á hamri.
Þeir voru síðan alla daga að leika sér upp á Arnarhól við aðra krakka
og voru þau í hasaleik. Ólíkt því sem er í dag.

Kemur meira seinna.
Knús í daginn
Milla
Heart


Uppskriftir.

Sko ekki á lausn fjármálakreppurnar ef fólk telur vera einhverja
kreppu, allavega ekki að heyra á öllum.

Nei þetta eru sko uppskriftir af gómsætum mat sem kitlar
bragðlaukana og gaman er að búa til.

Rúgbrauð:

6 bollar rúgmjöl.
3  ----    heilhveiti
4,1/2 tesk matarsóti
3        --     salt
1        dós  sýróp
1,1/2  l súrmjólk

Elt saman í skál  ég baka brauðið í líters dósum undan ávöxtum
en má baka í mjólkurfernum  Það þarf 6 dósir eða  8 fernur
það má ekki fylla alveg setja svo álpappír lauslega yfir svo ekki
komi hörð skorpa.

Brauðið tekið úr  fernum eða dósum og sett stikki yfir
kælt síðan sett í frysti, en ef að til er brauðhnífur þá er
gott að sneiða áður en fryst er.

Chilli-paprikkuhlaup

8  st rauðar paprikur
5  st Chilli
21/2 dl hvítvínsedik
7      dl hrásykur
4 tsk. sultuhleypir

Kjarnhreysið papriku og Chilli setjið í matvinnsluvél síðan
allt í pott nema sultuhleypirinn sjóðið í 15 mín.
Takið af hitanum setjið hleypirinn út í og hrærið vel
sjóðið í 1 mín. beint á krukkur og lokið á.
Æði í jólagjafir má skreyta krukkuna.
Gott með ostum og bara öllu sem þér dettur í hug.
Ég hef einnig sett gulrætur út í og er það afar gott.

Epla-karrý-Chutney.

1  kg græn epli
2  st laukar
4 msk ferskt engifer rifið
5        hvítlauksgeirar
2 dl    eplaedik
6 dl    hrásykur
3 dl rúsínur
1 tsk salt
4 tsk karrýskrælið og kjarnhreysið eplin
saxið smátt epli lauk og hvítlaug setjið allt
í pott og sjóðið í klukkutíma. bragðbætið með
því kryddi sem er í uppskriftinni sumir vilja sterkt og aðrir dauft.
þetta er gott með ollum Indverskum mat og kjöti sérstaklega
Hreindýrakjöti.

Og ég tala nú ekki um ef þið eigið afgang af kjöti að útbúa
sér flotta samloku með þessu mauki í stað annarra sósu.

Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu.
Kveðja Milla.Heart


Merkilegt, en ætla bara að segja smá.

Góðan daginn kæru landsmenn, mér sýnist bara á því að horfa
út um gluggan að það sé gott veður í dag, en kannski ekki að
marka, það er myrkur.

Sé það á innlitinu í gær að margir hafa lesið Fyrir svefninn hjá
Mér, en fáir kvittað, enda allt í lagi engan er hægt að pína
til þess frekar en að leitast endalaust eftir bloggvinskap þar
sem manni er hafnað, en það vita nú allir.

Núna kl 8 er ég að fara í sjúkraþjálfun þar á eftir mun ég baka
rúgbrauð sem er uppurið í frystiskápnum bara alveg hissa.
á morgun munum við svo baka hin venjulegu brauð, eða
óvenjulegu því fáir vilja þessi heilsubrauð eins og þau kalla
þennan yndislega bakstur minn, en ég get ekki hugsað mér
önnur brauð.

Svo fer maður að undirbúa jólin með því að gera Karrý Chutny,
Chilli- paprikku hlaup svo ætlaði ég að prófa að gera
krækiberja-chutný það þykir afar gott með steik.

Ég átti yndislegan dag í vinnunni í gær, við byrjuðum að setja
myndir á viskuskikki, svona jóla og svo var aplikerað í kring
við notum að sjálfsögðu bútasaumsefni, það skapaðist góð
stemning og hún lofar góðu upp á jólastarfið.
Hlakka til að hitta fólkið mitt næsta þriðjudag.

Er farin í sjæningu maður verður nú að vera fínn í þjálfuninni
maður er alltaf að hitta sæta stráka.Tounge

Knús í daginn
Heart


Hugleiðingar morgunsins.

Maður er nú alveg hættur að kippa sér upp við hinar ýmsu fréttir.
Þetta verður örugglega árið sem maður gerðist öllu vanur.

En það er bara allt að gerast "Bingo"
Snjóflóð féll í múlanum, það er bara 20. okt.
Vona til guðs að engin hafi lent í því, ekki eru komnar
nánari fréttir af því.

Fastir bílar teppa Vikurskarð, á bara ekki til orð, en þetta er
svo sem allt í stíl við það sem er að gerast.

Aukin skjálftavirkni í upptyppingum (skemmtilegt orðTounge)
norðan Vatnajökuls. Vísindamenn fylgjast spenntir með,
því þarna eru að gerast hlutir sem ekki hafa sést áður gerast.
Skjálftarnir gerast grynnra í jarðskorpunni en í fyrra samkvæmt
mælingum. við megum svo sem búast við öllu á þessu ári vanans.

Fleiri fá nú hjartaáfall en áður og er ég eiginlega ekkert hissa á því
frekar en öðru.

Glöð varð ég er ég las að Friðrik Sophusson hugði halda áfram sem
forstjóri landsvirkjunar.
Er nokkuð vert að skipta um í þeirri brú á þessu ári þar sem ekkert
kemur manni á óvart.


Gleðifréttir voru það að unga stúlkan skyldi koma í leitirnar
sem lýst var eftir.

Og hugsið ykkur ekki kom það mér á óvart að bora megi eins og áður
var ákveðið við Kröflu og þeystareikji. Var ætíð vitað mál.
Skildi nú aldrei þennan leikaraskap.


Komið gott í bili, fer til vinnu kl 12.

eigið góðan dag
Milla.


Vika 43 vímuvarnavika 2008.

Áskorun frá viku 43:

Velferð barna---stöndum vörð um það sem virkar.

Samkvæmt barnasáttmála sameinuðu þjóðanna skulu börn
eiga rétt á að búa við aðstæður sem stuðla að líkamlegum,
andlegum og félagslegum þroska.
Í því felst að allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varðar
börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu.

Það hefur oft hvarflað að mér að það vantaði upp á þarna
stundum finnast manni ákvarðanir varðandi börn vera á röngum
grunni byggðar, það þarf að hlusta betur á börnin, þau vita hvað
að þeim snýr.

Neysla áfengis og vímuefna raskar uppvexti og ógnar velferð margra
barna og sum bera ævarandi tjón. Það er bitur reynsla að sjá á eftir
barni sínu á vit óreglunar og þar af leiðandi að villast á brautir
glæpa og ofbeldis.

Ég held að það komi öllum foreldrum öfum og ömmum á óvart er
börnin lenda á þessari braut, engin trúir því að þeirra börn lendi
í svona nokkru og jafnvel eru of lengi meðvirk börnunum vegna
afneitunar á ástandinu


Rannsóknir staðfesta að opinber stefna í forvörnum hér á landi
er vænleg til árangurs, svo sem 20 ára aldurstakmark til
áfengiskaupa, bann við auglýsingum á áfengi og bann við sölu
áfengis í almennum verslunum.

Ég hef nú allar götur verið á móti boðum og bönnum, tel þau ekki
virka, allt er spennandi sem er bannað og ef barn ætlar sér að
neyta áfengis eða annarra vímuefna þá er aðgengið afar auðvelt.
Hér er allt morandi af fólki sem er gert út til að útvega börnunum
okkar þetta ógeð.
Ég tel bestu forvörnina vera uppeldið frá blautu barnsbeini,
að kenna þeim muninn á réttu og röngu elska þau og virða,
en ef svo einhver fer út af sporinu þá er að taka á því með hjálp
þeirra sem vit hafa á.



Það sem vikan 43 býður upp á er að leggja félagasamtökum lið
sem vilja leggja forvörnum lið og/eða hafa forvarnir að sínu markmiði
vekja athygli á forvörnum í áfengis og vímuefnamálum.

skapa vettvang fyrir samstarf félagasamtaka um að vekja athygli
á stefnumörkun í áfengis og vímuefnamálum og sér í lagi forvörnum.

Varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og það starf sem unnið er á
vettvangi félagasamtaka.

vekja athyglilandsmanna á mikilvægi forvarna einkum gagnvart
börnum og unglingum.

Virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til
eflingar forvarnarstarfs.

Tel ég þarna ekki veita af vakningu og koma fullorðnum
afneitunar foreldrum út úr glerhúsinu til samstarfs við hið ágæta fólk
sem er að öllu jöfnu að vinna starfið fyrir það.
Fyrirgefið, en þetta er staðreynd og hef ég margsinnis horft upp á
þetta í gegnum árin.
Eitt er það sem mætti koma inn hjá öllum svona bara rétt í leiðinni,
Það er að kenna fólki að vera ekki með fordóma, þeir eru á svo háu stigi
að jafnvel þeir sem þurfa aðstoð þora ekki að leita eftir henni af ótta
við nágrannaálitið og þetta á við í öllu sem bjátar á hjá fólki, hvernig
stendur á því að fólk vogar sér að vera með fordóma út í allt og alla.
Hættum fordómum, því engin veit hver er næstur að veikjast.


                                   Góðar stundir.


Neikvætt eða jákvætt?

Það er alltaf verið að tala um að við sýnum jákvæðni, hagsýni
og sparnað, nú auðvitað gerum við það, þarf nokkur að segja
okkur það?

Jákvætt er að engin skildi yfirgefa þennan heim í eldsvoðanum
í Vesturbergi í gær.
Guð veri með því fólki sem þarna býr og gangi þeim vel að hreinsa
íbúðir sínar.

Nú einnig að engin skildi slasast í bílveltu við Kaldárssel í gær.

FME tók dræmt í hugmyndir Lífeyrissjóðanna, Hverjir stjórna FME?
Er það jákvætt eða neikvætt, veit það eigi.

Ekki er það nú jákvætt, að afstaða erlendra seðlabanka, hafi fellt
Íslensku bankana.
Þeir erlendu munu víst hafa haft samráð með að fella Íslensku
bankana. Hvað skildi liggja að baki þeim gjörning, kannski þeir hafi
haldið að þeir mundu fá bara allt Ísland á brunaútsölu,

Kannski þeir fái það líka ekki veit ég.
Er það jákvætt eða neikvætt eða hvað er okkur fyrir bestu?

Eitt veit ég að, er ég tók þá ákvörðun að taka þessu ástandi með
léttu hugarfari þá breyttist allt, það getur engin knésett okkur nema við
bognum og það gerum við ekki.
Munið að tala við bankann, skuldbreyta, frysta og bara allt sem hægt er
Því við þurfum að lifa ef við eigum ekki fyrir nauðsynjum þá er allt svo erfitt.
Ljós og jákvæðni út til ykkar
Milla
Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.