Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Myndasíða.

picture2_035.jpg
Þetta er eldhúsglugginn minn.

picture2_036.jpg

Þetta er buffetið mitt það fylgir borðstofusettinu og er
150 ára gamalt, margir hlutir á þessu buffi eru þeir hlutir sem
upprunalega voru á því hjá ömmu og afa.
Ég elska þessi húsgögn mín.

picture2_039_753679.jpg

Þetta er glugginn í tölvuverinu mínuWhistlingmunur að eiga tölvuver.
Sjókarlana bjó ég til sjálf, englarnir eru jólagjöf síðan fyrir mörgum
árum, Körfuna til vinstri fengum við Gísli með, Campange and
other gorumets in, þegar við byrjuðum að vera saman og tilkynntum
það hátíðlega í veislu sem við héldum vinum og vandamönnum.

2026

Þessi yndislega kona er langamma Ljósanna minna og situr Jói
frændi þeirra við hliðina á henni, Hún Dadda er 85 ára gömul.
Set inn fleiri myndir síðar.
Ljós til ykkar
Milla.


Súpudagurinn.

snjókarlar

Já í dag er súpudagurinn sem hún Ósk tengdamóðir Millu minnar
heldur árlega og er búin að gera í mörg ár.
Síðan við fluttum hingað höfum við farið til Ódu og Óskars í súpu.

Þessi siður hjá henni upphófst fyrir mörgum árum þá voru vinir
og ættingjar að koma í kaupstaðarferð til að versla fyrir jólin og
gerist það ævilega síðustu helgina fyrir jól og hefur Ódu fundist
upplagt að elda bara súpu fyrir fólkið sitt.

Á eldavélinni standa tveir tíu lítra pottar með súpunum í öðrum er hin
fræga kjötsúpa hennar Ódu og svo einhver önnur súpa í hinum,og
heimabökuð súpubrauð með og ekki má gleyma kartöflunum sem
Óskar setur niður á vorin og eru hinar bestu allan veturinn
svo er smjör sem er ómissandi með.

Svo kæru vinir er við erum öll vöknuð og komin á ról förum við í
súpu til Ódu og Óskars.

Eigið góðan dag í dag

MillaHeart


Fyrir svefninn.

Jæja við vorum að koma heim úr afmælinu hennar Millu minnar,
það voru að vanda flottar veitingar, og þar af leiðandi borðaði
maður vel.

Takk elskan fyrir góðar móttökur.

Hér er nú búið að pakka inn flestum gjöfum að ég held, en þið
vitið nú hvernig það er, alltaf eitthvað eftir.

                       Grautur og brauð.

  Þeir börðust, þeir börðust um brauðið og grautinn,
  því brauð og grautur er mannanna fæða.
  þeir hlupu, þeir stukku, þó hlykkjótt sé brautin
  að hamingjulind vorra jarðnesku gæða.
  Og einn fékk þar of lítið og annar meira en nóg,
  og einn lést af fylli, en hinn úr sulti dó.
  Að ráða slíka gátu er mönnum þyngsta þrautin.
  Þannig hljómar sagan um brauðið og grautinn.

                                       Steinn Steinar.

Góða nótt
HeartSleepingHeart


19. desember.

Fyrir x mörgum árum var ég á sjúkrahúsinu í Keflavík nánar
til tekið á fæðingardeildinni, þar lagðist ég inn að morgni
18. des. og var sett í dripp,  náttúrlega engdist ég sundur
og saman, því það er afar erfitt að eiga barn í drippi
hríðarnar eru miklu harðari.Tounge
Hún var nú ekkert á því að koma í heiminn þessi litla dama
mín fyrr en að morgni 19 des. þá fæddist þessi elska hún Milla mín.
Elsku stelpan hennar mömmu sinnar til hamingju með daginn
og takk fyrir að vera það sem þú ert, bara yndisleg.

Þegar hún var nokkra klukkutíma gömul var hún nærri köfnuð
og kom það ekki í ljós fyrr en seinna að í fæðingu lagðist saman
lunga hún lenti svo inn á barnadeildina mánaða gömul, var þar
í næstum tvo mánuði allt í allt og ætla ég ekki að lýsa þeirri sorg
sem í mér bjó yfir þessu þá var það þannig að ég mátti koma
um helgar tvisvar á laugardegi og sunnudegi, þetta var ekki að
gera sig hjá mér, en einhvernvegin komst ég í gegnum þetta,
enda með Dóru mína 10 ára og Írisi 4 ára heima.

Milla mín var alltaf veik fyrstu 2 árin, ekki mátti hún fara út í fína
vagninn sinn sem ég var búin að kaupa fyrir hana, þá var hún
orðin veik, en hún komst yfir þetta og varð hin hraustasta stelpa.
Dóra mín og Milla hafa ætíð verið afar nánar og tel ég það hafa
skapast út af því að Dóra sem var 10 ára tók alveg ástfóstri við
litlu systir sína sem var alltaf veik.
Enn þá dag í dag eru þær alveg spes góðar systur og kærleikurinn
mikill, bæði á milli þeirra, Ingimars og stelpnanna þeirra.

Elsku Milla mín mamma elskar þigInLove


Fyrir svefninn.

Eins og hjá öllum er nóg að gera hjá mér þó ég megi og geti
ekki neitt. Við fórum í búð í dag og kláruðum að kaupa allt sem
vantaði nema það sem kaupa þarf á Þorláksmessu eins og rjóma
og mjólk.

Í kvöld borðuðum við saman og Dóra mín eldaði, það var fiskiveisla
o la Dóra. Kaffi og brún lagterta á eftir sem hún var að baka í dag,
ég bað um gyðingakökur, borða eigi svona brúnt tertusull.

Litla ljósið er rétt nýfarin heim Tvíburarnir fóru með hana, því hún var
ekki tilbúin að fara er þau fóru mamma hennar og pabbi, en vildi
samt ekki sofa.


                   Mig var að dreyma.

                      Þögnin og ástin
                      eru systur.---
                      Mig var að dreyma
                      að ég væri kysstur.
                      Eg mætti í svefninum
                      mjúkum vörum.
                      Eg vaknaði einn,
                      ---þú varst á förum.

                     Eg hefði kosið þér
                     kærsta óðinn.
                     En þögnin fjötraði
                     þrána og ljóðin.
                     Hún oft mig vefur
                     í arma sína
                     og stingur svefnþorni
                     söngva mína.

                                  Magnús Ásgeirsson.

Góða nótt
HeartSleepingHeart


Heldur maður sönsun öllu lengur.

Það er spurning, því ruglið er orðið svo mikið í kringum mann
að  manni liggur við sturlun, eða þannig.
Ekki svo sem að ég mundi sturlast yfir neinu, en ofsa reið gæti
ég orðið.

Veist að Jóni Ásgeiri, hefur hann persónulega gert þessu fólki
eitthvað illt? Nú er ég bara að spyrja að því að engin er sekur
fyrr en sekt er sönnuð og ég veit ekki til þess að það sé búið
að dæma hann fyrir hvorki eitt eða neitt.

Ja hérna nú er ég undrandi, Gylfi Arnbjörnsson óánægður með
viðbrögð ríkisstjórnar við áherslum ASÍ.
Hann átti auðvitað að vita um þau.
Það vantar ekki sýndarmennskuna hjá þessu liði sem á að vera í
vinnu fyrir okkur.

Lambakjötið rennur út, sko til matar en eigi annars. það er nú
ekkert undarlegt við það, bæði er það afbragðsgott, allavega
pöntuðu börnin mín lambalæri í matinn á annan í jólum.
Svo er annað innflutt kjöt eins og Hreindýr, fasanar og svo margt
annað er svo dýrt núna að lítið var flutt inn af því.
Ég var með hreindýr í fyrra á aðfangadagskvöld ásamt þessum eilífa
ekki góða hamborgarahrygg, mín skoðun. Núna hef ég hamb.h. fyrir
þá sem vilja það og lambakjöt fyrir mig, við áttum að fá rjúpur, en
það brást. En gott fyrir bændur að lambakjötið rennur út.


Rólegt í kortunum já, sko veðurkortunum, hélt kannski að það væri
verið að tala um landsmálin, en nei það gatekki verið.
En hvaða stálhnefa er verið að tala um eiginlega veit fólk á þingi ekki
að það þarf bara aðeins að pota í stálhnefa þá er úr þeim allt loft og
oftast fara þeir í fýlu.

Jú auðvitað heldur maður sönsum, það á að hækka verð á svefnlyfjum,
en lækka verð á stinningarlyfjum, Bravó bravó fyrir þá sem nota þau lyf,
en þeir sem geta eigi sofið með góðu móti geta bara misst sönsum af svefnleysi.

Jæja ætla nú ekki að hafa áhyggjur af því, hér er verið að baka lagtertur,
Litla ljósið er eitthvað slöpp svo hún er hjá okkur, pabbi hennar þurfti
aðeins niður í skip að vinna.
Englarnir mínir eru sofandi, enda vöktu þær til 5 í morgunn.
förum nú bráðum að leyfa litluni að vekja þær.

Eigið góðan dag í dag
Milla.
Heart

 

 


Fyrir svefninn.


9icoij.jpg
Hér sjáið þið alveg yndislega norðurljósamynd, ekki get ég
nú alveg séð hvar hún er tekin.

                                                          

Þetta er hann litli frændi minn sem kom í heiminn fyrir nokkrum
dögum síðan og þurfti í smá aðgerð, en er nú bara alveg tilbúin
að fara heim með mömmu og pabba.
hákon

mail_googlesonur_la.jpg


Og þarna er ég sko vel vakandi, Millu frænku langar til að
taka hann og knúsíknús, velkomin til okkar elsku frændi.
Hann er sonur Hrannar frænku minnar og Óla Gísla mansins hennar.

Hrönn er dóttir Ingólfs bróðir míns og Ingu konu hans og hefur ætíð
verið mikill samgangur hjá okkur og þykir mér undur vænt um þessar
frænkur mínar, þau eiga fjórar stelpur.
Ástu sem á fjögur börn og býr í Danmörku, Hrönn sem á þennan litla og
einn 4 ára, Stefaníu sem á tvær stelpur og svo er það litla stelpan hún
Jórunn mín þessi elska býr einnig í Danmörku þau eru bæði í námi þar.
Þau mega ekkert vera að því strax að eignast börn.


mail_googlekarensif.jpg

sara_mar_a_752315.jpg

Þetta eru dætur Stefaníu, Karen Sif og Sara María.

                 Mánasigling.

           Mjöllin um miðnættið tindrar
           og máninn er kominn hátt.
           Á silfurfleyinu sínu
           hann siglir í vesturátt.

           Á lognöldum ljósrar nætur
           hann líður um höfin sín,
           unz loksins hann út í blámann
           og bliknar, er morgunn skín.

           Og munardraumarnir mínir
           með honum taka far.
           Þeir sigla á silfurfleyi,
           er sekkur í dagsins mar.

                            Magnús Ásgeirsson.


Góða nótt.
HeartSleepingHeart

 


Smá yfirlýsing.

jólasveinar

Jæja kæru vinir, ég hugsaði mér nú gott til glóðarinnar er fólkið
mitt nema litla ljósið og Ljósálfurinn fóru til AK. áðan, en það
er bara svo mikið að gera ljósin verða hér í dag og þarf maður nú
að stússast í þeim Gísli minn sækir þær aðra kl 14.00 á leikskólann
hina 2.30 í skólann hingað heim að borða, síðan í fimleika sækja hana
kl 18.00 og þá borðum við eitthvað saman.

Svo kæru vinir þið verðið bara að afsaka þó ég kommenti eigi svo hjá
ykkur í dag eða næstu daga, en kem nú inn á morgnanna og á
kvöldin.

Eins gott að maður er með langt skrifborð því hér trjóna nú tvær tölvur
þær komu með aðra sína þá geta þær verið saman í því sem þær eru að gera.

Englarnir mínir voru að fá einkunnir inn á netið og ætla ég bara ekki að lýsa
því hvað ég er stolt af þeim, þær eru bara flottar.

Knús til ykkar allra
Milla.
Heart


Kartöflu í skóinn.

Ég skal aldrei trúa því að menntakerfi landsins verði beitt
þeim aðgerðum sem talað er um.
Hvað með þau börn sem eru að standa sig með afbrygðum vel
og ætla sér að ljúka til dæmis stúdentsprófi á tveim til þrem árum.

Það skildi þó aldrei vera að Þorgerður Katrín verði færð til í
stól bara svo næsti menntamálaráðherra geti án þess að fá skammir
framkvæmt allt það sem á að gera.

Þorgerður Katrín þú ert búin að gera góða hluti og vertu bara áfram
þar sem þú ert og kláraðu dæmið, þetta er örugglega erfiðasta
starfræðidæmi sem þú hefur fengið, en ég veit að þú getur
komið með rétta útkomu úr því, sko ég meina ef það verða ekki kosningar
eftir áramót.

Eigið góðan dag í dag
Milla
.Heart


mbl.is Þorgerður Katrín fær kartöflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Man nú eiginlega ekki eftir þessari nema að því að mér var
sögð hún ansi oft, og þó man ég sumt.
Ég hef verið svona 3 ára þá strauk ég að heiman, hélt eins
og leið lá úr bakgarðinum við Hringbrautina þar sem ég átti
heima aðeins niður götuna og yfir tjarnabrúnna.
Nú auðvitað komst ég ekki lengra, það stoppaði mig kona og
spurði hvert ég væri að fara, ég er að fara í vinnuna til afa og
benti niður yfir tjörnina, hvar vinnur hann spurði konan hann
vinnur í bankanum, nú konan fór með mig niður í Landsbanka
Íslands inn í afgreiðslusalinn þar og var ég náttúrlega miðpunktur
alls smá tíma, einhver þekkti mig og það var kallað á afa ofan
af annarri hæð, en hann var yfirmaður sjávarútvegslána,
Já hugsið ykkur hann var bara einn í þessu þá þetta var 1945.
Afi lét mömmu vita hvar ég væri og fór svo með mig heim litlu síðar.
Ég man ekki eftir að hafa fengið skammir.

Ég vildi bara hafa alla heima til að leika við mig.
Amma mín dó nefnilega er ég var 2 ára og þá tók bara mamma við
heimilinu með afa og Ingvari frænda sem ég hef talað um áður.

            Ein lítil stjarna.

       Eg horfi í gegnum gluggann
       á grafarhljóðri vetrarnóttu,
       og leit eina litla stjörnu
       þar lengst úti í blárri nóttu.


       Hún skein með svo blíðum bjarma,
       sem bros frá liðnum árum.
       Hún titraði gegnum gluggann,
       sem geisli í sorgartárum.

       En -- samt á hún lönd og sædjúp
       líkt svarta hnettinum mínum.
       Og ef til vill lykur hún líka
       um lífið í örmun sínum.

                       Magnús Ásgeirsson.

Góða nótt
HeartSleepingHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband