Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Fyrir svefninn.

Eins og ég tjáði mig um hér í gærkveldi var ég í stórafmæli
í dag, Tengdasonur minn varð fertugur, veislan var frábær
góðar veitingar og skemmtilegt fólk að spjalla við.
Hér koma nokkrar myndir, en sumar eru ekki nógu skírar
það er auðvitað minn klaufaskapur.

100_8226.jpg

Tertan í miðjunni er frómas terta með fullt af allskonar berjum.

100_8228.jpg

Ostakaka með berjum, rjómapönnsu, ostahorn og lefsur
fylltar með ostagóðgæti.
Takið eftir skreytingunni á borðinu Ingimar valdi að hafa Lóu þema .

100_8229.jpg

Þarna er marens tertan góða með rjóma og ferskjum í  og súkkulaði
yfir, síðan eru kleinur og ástarpungar já og upprúllaðar pönnsur.

100_8231.jpg

Ingimar með Viktoríu Ósk og svo kíkir Dóra  yfir öxlina á
mági sínum, en hún var að baka pönsurnar.

100_8233.jpg

Þetta er hún Dadda langamma frábær og dugleg þessi elska
85 ára og lætur sig ekki vannta, það er ríkidæmi fyrir börnin að
eiga langömmu, en bara til að valda engum misskylningi þá er
hún móðuramma Ingimars.

100_8237.jpg

Milla mín með Ósk tengdamóður sinni, flott mynd.

100_8235.jpg

Þetta eru frænkurnar Sigrún Lea, Guðrún Emilía, Viktoría Ósk og
Hafdís Dröfn. svolítið hreyfð þessi mynd.

100_8239.jpg

Flottir bræður Alli og Ingimar, sést í Nonna að fá sér af matarborðinu.

100_8236.jpg

Þarna er Arna með skjóðunum.

100_8242.jpg


Þetta eru þeir Óskar pabbi Ingimars og Gísli. Flottir.

100_8244.jpg

Þær tóku eina gretti mynd af ömmu gömlu.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Fyrir svefninn og morgundaginn.

Jæja nú er búið að borða og Ingimar farinn í sund með
dæturnar sínar, Milla, Dóra og englarnir eru í matar
undirbúning fyrir morgundaginn.

Það er svo sem búið að lesa yfir mér með það að ég ætli
ekki að kjósa, meira að segja englarnir mínir æstu sig og
sögðu að ég ætti að nýta mér þann rétt að ég mætti kjósa.
Skildi það allavega þannig, hló nú reyndar svo þau gáfust upp
þekkja þá gömlu, gef mig eigi svo glatt.

Veit ég vel að ég á þann rétt að kjósa, en tel einnig að ég eigi
þann rétt að kjósa ekki, fjandinn hafi það er konum var veittur
kosningaréttur, var það gert með semingi og út af fyrir sig
brosað í kampinn og gert smá grín yfir frekju kvenna, að fara
yfirleitt fram á það að fá þennan rétt.

Í  dag njótum við virðingar, svona næstum, við eigum okkar líf
og tel ég að ég hafi allan rétt á því að sitja heima, ég spyr ræð
ég mér ekki sjálf, jú og engin getur stjórnað í mínum gjörðum.

Jæja nú er ég búin að rausa nægilega mikið svo ég er hætt
kosningar á morgunn og mikið fjör í bænum, líka hjá mér.

Draumalandið

Ó leif mér þig að leiða
til landsins fjalla heiða
með sælu sumrin löng
þar angar blómabreiða
við blíðum fuglasöng.

Þar aðeins yndi fann ég.
Þar aðeins við mig kann ég.
Þar bætti mitt tryggðar band.
Því þar er allt sem ann ég.
Þar er mitt draumaland.

Jón Trausti.


Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Bara að láta vita!

Nú eru þær að koma og þá kemst maður nú ekki í tölvuna
sína þegar maður vill, ekki að maður hafi áhuga þegar það er
svona mikið um að vera eins og alltaf er þegar við hittumst.

Gísli er að sækja mæðgur síðan verður sinneps-gullach hjá
mér í kvöld, það verða grjón og snittubrauð með.

Á morgun er svo stór dagur hjá Ingimar mínum og þá verður
gaman, mun koma saman stórfjölskyldan til að fagna með
honum, hlakka til að hitta fólkið.

Fór til tannsa í morgun og á að mæta í stærri framkvæmdir á
þriðjudaginn, það þarf að taka þessa vandræðatönn og svo á
að gera eitthvað meira svo konan fái ekki sýkingar því það má
ekki er maður er með gangráð.
Óskemmtilegt frekar en verður að gerast samt.
Ég spurði nú reyndar hvort ég mætti ekki bara koma með
koníksflöskuna, en nei það var nú ekki mjög æskilegt
verandi að fara í tannúrtöku.

Verið stillt og hafið það gott elskurnar mínar allar
Milla.
Heart


Draumaferð sem eigi gleymist.

Sjóðurinn vildarbörn er búin að gleðja margar barnssálir
síðan byrjað var á þessum ferðum, kemur fram í fréttinni
að 250 börn og fjölskyldur þeirra hafi farið í draumaferðina
sína.


Peggý Helgason hefur unnið sjálfboðastarf við barnadeild
hringsins í áraraðir og einnig stutt við bakið á börnum og
fjölskyldum þeirra er um langveik börn er að ræða og ekki
veitir af, Sigurður maður hennar hefur verið hennar stoð
í þessu.

Að vera með langveikt barn er ekki auðvelt það vita allir
og að búa meira og minna á sjúkrahúsinu með barnið sitt
er heldur ekki auðvelt, fyrir utan áhyggjur af barninu
kemur upp samviskubit er pabbinn verður að fara til vinnu
eða mamman þarf að sinna hinum börnunum sínum og sjá
um, að þeim finnst allt
, því málin leysast ekki af sjálfum sér.

Það er hægt að telja ýmislegt upp, en tel að allir viti þetta
sem vilja vita.
Þarna vinna og hafa unnið í mörg ár, þessi mætu hjón
Peggý og Sigurður Helgason frábært og óeigingjarnt starf.

Góða ferð í ferðina ykkar elsku börn sem fengu úthlutun núna.

Hugsum svo um hvað við sem frísk erum eigum gott
.
Heart


mbl.is Tíu vildarbörn á leið í draumaferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Sumardagurinn fyrsti að kveldi kominn, hann búin að
vera yndislegur.
Byrjuðum á því að fara fram í Lauga, tókum Aþenu Marey
með okkur, þar var opið hús og tókum við Aþena Marey
okkur til og settumst í sálfræðitíma með Sigrúnu Leu og
Guðrúnu Emilíu og var hann bara mjög góður.
Síðan ætlaði ég upp í matsal, en sú litla vildi vera lengur svo
hún sat einnig einn enskutíma með frænkunum sínum.
Þær komu svo allar og borðuðu, en við fengum Gullach-súpu
Með því dýrðlegasta heimabakaða brauði sem hægt er að fá.

Ég skal bara segja ykkur það að maturinn hjá honum Kristjáni
kokk er alltaf eins og maður sé á 5 stjörnuveitingastað.
Takk fyrir mig Kristján og annað hjálparfólk.

Má til með að tala um það, er ég kem fram í Lauga þá er eins og
ég komi í annan heim, skólastýran er frábær kona, kennarar og
annað starfsfólk hjálpa upp á að gera dvöl manns þarna, ævilega
góða. þarna hvílir andi yfir paradís sem sjaldséð er í dag.
Þau eru heppin börnin sem velja að fara að laugum í nám.


Komum heim um 2 leitið og þá sótti á mig svefn svo stífur að ég
lagðist út af og vissi ekki af mér fyrr en Aþena Marey kom inn
klukkan að verða fimm, þá sagði Gísli mér að Ásgerður hefði hringt
og ég ætti að hringja í hana í gemsann, sem ég gerði og viti menn
voru þau þá ekki bara komin til Húsavíkur og áttu bara eftir
2 mínútur heim til okkar.
Þau hafa sótt svona að mér að ég steinsofnaði.
það var sko hellt á könnuna og spjallað og haft gaman, þau fóru
síðan um 7 leitið og næst förum við til þeirra, ekki langt að fara
þau búa á Ólafsfirði, en við höfum alltaf hist á Akureyri einu
sinni í mánuði á kaffihúsi.
Takk fyrir komuna kæru vinir, því það eruð þið virkilega, sannir vinir.

Fórum svo í mat til Millu og Ingimars, hann var kominn að sunnan
í frí fram yfir helgi.

Sumarnótt 11.júlí 1993

Sumarnótt í sólareldi,
sigurtákn í himins veld.
Blessar allt sem grær og grætur
geisladýrð um bjartar nætur.
Heillar augað, hugann vekur,
hjartað örvar, sorgir hrekur.

Skin á milli skýjabakka
skartar fegurst, ljósbrot flakka.
Roða slær á turn og tinda,
tefur skuggi á lágum rinda.
Margbreytni er mikils virði,
mótar skýrast faguryrði.


                Höfundur ónefndur.

Góða nótt
HeartSleepingHeart


Gleðilegt sumar.

Gleðilegt sumar kæru landsmenn og takk fyrir veturinn, það
er búið að vera ánægjulegt að eiga við ykkur öll vinskap þótt
skrifin okkar hafi oft verið svona upp og niður eins og við sjálf.

Það sem ég er þakklát fyrir er sá góði hópur vina sem ég hef
eignast, sumum hef ég kynnst persónulega og aðra hitt í
stuttan tím, sem er bara yndislegt því það er svo gaman að
geta tengt bloggið við réttu andlitin.

Við erum hópur bloggara hér norðan heiða sem höfum kynnst
afar vel, hittumst við á Akureyri einu sinni í mánuði, þá er sko
mikið hlegið að öllu því skemmtilega sem er að gerast í okkar
lífi eða bara í heiminum.
Ég er þakklát fyrir þennan vinahóp sem er alveg frábær.

Suður með sjó, þar sem ég bjó í 27 ár hef ég kynnst nýjum og
eldri eru með líka og þar hittumst við er ég kem suður.

Ég veit að öll þessi vinátta er komin til að vera, og vitið af
hverju ég veit það, jú það er nefnilega svo skemmtilegt með
sanna vini að þeir eru ekki með neinar kröfur, þetta er
kröfulaus vinskapur, vona að allir skilji hvað ég meina.

Gleði og sól í nýtt sumar fyrir okkur öll
takk fyrir mig í vetur.
Milla
.
Heart


Fyrir svefninn. Hjálparbeiðni

Hjálparbeiðni

21.4.2009 | 20:32

Stuðningur við Eydísi Ósk Rafpóstur
mánudagur, 20 apríl 2009

Eydís Ósk Indriðadóttir veiktist alvarlega af heilahimnubólgu um páskana.  Hún hefur legið á sjúkrahúsi í Reykjavík síðan þá.  Hún sýnir merki um bata en er enn mjög veik.  Óvíst er hvenær hún verður aftur fær um að sinna námi, störfum og litlu dóttur sinni.

Eydís er einstæð móðir og hefur stundað nám á Hvanneyri sl. 2 ár.  Reikningarnir hætta ekki að berast þrátt fyrir að fólk geti ekki stundað nám eða vinnu um tíma og þess vegna væri það mikill stuðningur við þær mæðgur ef þeir sem eru aflögu færir geta styrkt þær með fjárframlagi, sama hver upphæðin er.

Reikningur Eydísar er nr. 1105-05-401159 kt. 071182-4289

Látið þetta berast kannski er einhver þarna úti sem getur hjálpað
og biðjum fyrir henni og hennar fólki.
Ljós yfir þessa ungu konu.

Tók þetta af síðunni hennar Röggu.

Kæru vinir ég set þessa beiðni inn aftur í kvöld bara til að
minna ykkur á að hugsa til þeirra sem hafa það ver en við,
svo miklu miklu ver.
Verum meðvituð og hjálpum eins og við getum, það kostar
allavega ekki mikið að kveikja á kerti og biðja.

Góðan nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


Frillur allar tíma

Frillur (sem þýðir ástkona gifts manns) hafa verið til svo lengi
sem sagan hefur verið rituð.
Mikil dulúð hvíldi yfir lífi þessara kvenna, þær voru oftast
heldri manna frillur og áttu þá hús og góðan fatnað, gengu í
garðinum og buðu í te.

Nú þær voru einnig bara á götunni og seldu sig hverjum sem vildi,
Þannig er það líka í dag.
Þær gera það misvel, sko ég meina peningalega, eru að sjálfsögðu
ekki allar jafn vinsælar, sumar klókar og aðrar sem hugurinn hleypur
með, þær eru ekki mjög efnaðar á neinn hátt, maður þarf að vera
klókur í þessum geira sem öðrum.

Þessi breska sem er að gefa út bók, hefur peningavit hún er líka
vinsæl og kann á þetta gott hjá henni að spila á heimsku karlanna,
en þeir hafa samt eina afsökun, þeim langaði svo í eitthvað öðruvísi.
Hver skilur það nú ekki.

Svo eru þessar sem voru heimavinnandi giftar konur, áttu friðil alveg
eins og þeir frillu. þeir fóru úr vinnunni til þessara frillna sinna og það
var leikið sér að vild. Þetta gerist allt í kringum fólk og mun alltaf gerast.
Sumar af þessum konum tóku greiðslu aðrar, og flestar tóku ekki neitt,
en eitt er staðreynd að þau voru öll afar þurfandi.

Svo er það einnig til að fólk fái sér sjortara í vinnunni, með vinnufélaga,
bara að skreppa inn á WC eða í eitthvert afskúm, karlinn búin að fá sitt,
en hún situr jafnvel eftir á WC með sárt ennið, eða reddar hún því bara.


Aðrir voru þeir og þær sem tóku sér unga frilla og frillur sumt af þessu
unga fólki var mjög ungt og skildi ekki að hér var um ofbeldi að ræða.
Hér á öldum áður var þetta bara eins og að drekka vatn hjá þeim
sem meira máttu sín og er enn hjá sumum þjóðum.
En hjá öðrum þjóðum hélt fólk þessu leyndu og er það þannig enn þá dag
í dag að sjálfsögðu því þetta er bannað.

Nú verður einhver hneykslaður á mé, en þetta eru nú bara smá staðreyndir
lífsins.

Eigið góðan dag og látið ekki traðka á ykkur, takið þátt í því sem þið
viljið sjálf ekki öðru og passið að meiða engan.
Milla
Heart


Fyrir svefninn. Hjálparbeiðni.

Hjálparbeiðni

21.4.2009 | 20:32

Stuðningur við Eydísi Ósk Rafpóstur
mánudagur, 20 apríl 2009

Eydís Ósk Indriðadóttir veiktist alvarlega af heilahimnubólgu um páskana.  Hún hefur legið á sjúkrahúsi í Reykjavík síðan þá.  Hún sýnir merki um bata en er enn mjög veik.  Óvíst er hvenær hún verður aftur fær um að sinna námi, störfum og litlu dóttur sinni.

Eydís er einstæð móðir og hefur stundað nám á Hvanneyri sl. 2 ár.  Reikningarnir hætta ekki að berast þrátt fyrir að fólk geti ekki stundað nám eða vinnu um tíma og þess vegna væri það mikill stuðningur við þær mæðgur ef þeir sem eru aflögu færir geta styrkt þær með fjárframlagi, sama hver upphæðin er.

Reikningur Eydísar er nr. 1105-05-401159 kt. 071182-4289

Látið þetta berast kannski er einhver þarna úti sem getur hjálpað
og biðjum fyrir henni og hennar fólki.
Ljós yfir þessa ungu konu.

Tók þetta af síðunni hennar Röggu.

Kæru vinir ég set þessa beiðni inn aftur í kvöld bara til að
minna ykkur á að hugsa til þeirra sem hafa það ver en við,
svo miklu miklu ver.
Verum meðvituð og hjálpum eins og við getum, það kostar
allavega ekki mikið að kveikja á kerti og biðja.

Góðan nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


Fyrir svefninn. Ráðherra fyrir misskilning.

Allt frá því að Hannes Hafstein tók við ráðherratign, fyrstur
Íslendinga, í febrúar 1904 og þar til Einar Arnórsson baðst
lausnar frá ráðherraembættinu í janúar 1917 var aðeins ein
ráðherra yfir Íslandi hverju sinni; Hannes fyrstur, þá Björn jónsson,
Kristján Jónsson, HANNES aftur, Sigurður Eggerz og seinast Einar.

Það verður að sama skapi athyglisverðara að seinasti ráðherrann
í þessari ,,einmenningsröð", Einar Arnórsson úr Grímsnesi, settist
í ráðherrastól fyrir hreynan misskilning.
Aðdragandinn var sá að Sigurður Eggerz hafði sagt af sér á vordögum
1915 og stóð í miklu stappi með Íslendingum og Dönum, sem var
reyndar ekki ný bóla, og vildi konungur ekki fallast á þær breytingar
er Íslendingar vildu gera á stjórnarskránni.
Greip konungur þá meðal annars á það ráð að boða á sinn fund þá
Einar Arnórsson prófessor, Guðmund Hannesson prófessor og
Svein Björnsson lögmann.
Þegar þremenningarnir komu heim aftur frá kóngsins Kaupinhafn,
eftir viðræður við konung, höfðu þeir í farteskinu tillögu að lausn
þrætunnar. Voru þær ræddar fram og til baka á ótal fundum,
sumum mjög leynilegum.

Meðan á þessum fundarhöldum stóð voru þremenningarnir í
skeytasambandi við  einkaritara konungs og skrifuðu þá jafnan
eftirnöfn sín í stafrósröð. Vegna stríðsins voru símskeytin á ensku
sem hjálpaði ekki upp á sakirnar. Svo kom að þremenningarnir sendu
skeyti þar sem þeir buðust til að koma með tillögu um ráðherraefni
ef konungur hefði engan ákveðinn í huga.
Kviknaði þá misskilningurinn því að í niðurlagi skeytisins var svo
komist að orði ,,... if considered necessaey we will propose
Arnorsson Bjornsson Hannesson."

Þetta skildu þeir í konungsgarði svo að tveir hinna síðarnefndu
væru að stinga upp á  ,,Arnorsson" sem ráðherra.
Var því Einar Arnórsson skipaður ráðherra Íslands og gegndi
því embætti frá 4. maí 1915 til 4. janúar 1917.

smá glens hér úr bókinni Heimskupör og trúgirni.

         ,, Í dag er 1. maí um allt land."

Þórður Þórðarson, framfærslu og bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn
í hafnarfirði, í ræðu á hátíðisdegi verkalýðsins.

,, Að lokum verður farið í stórgripasláturhúsið og þar verður
                             Forsetinn kvaddur."

Úr hátíðartexta vegna heimsóknar Ólafs Ragnars Grímssonar,
forseta Íslands í Suðurlandskjördæmi fyrir nokkrum árum.


Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband