Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Saga dagsins.

Já það er svo sem margt að gerast, englarnir mínir eru hjá okkur og svo koma ljósin mín líka svo það er yndislegt líf í kotinu.
Við förum í búðirnar saman, verslum í matinn, förum í fatabúðir, eldum og spjöllum, ekkert er yndislegra en að hafa fjölskylduna hjá sér og hér gera bara allir það sem þeir vilja.

Munið þið þegar við vorum yngri og fórum í fjölskylduboð, gudemala hvað það var leiðinlegt uppstrílaður með slaufu í hárinu og mátti ekki hreyfa sig svo maður druslaðist ekki út.

Á sumrin var aftur á móti gaman þá var verið í sumarbústaðnum og við vorum bara nokkuð frjáls, skoppuðum um allt, busluðum í vatninu, týndum ber er þau voru komin.

Rétt hjá okkur var bústaður sem vinafólk okkar áttu, þar uxu villt jarðaber, í brekkunni á móti suðri.
nokkuð vorum við iðin við að stela þessum berjum, bara eins og aðrir krakkar stálu rabbbara, haustið sem við vorum duglegust við að nappa okkur berjum buðu þau okkur í kaffiboð og jarðaber og rjómi var á borðum, þau sögðu að verst væri að uppskeran hefði eitthvað brugðist.
Við skömmuðumst okkar afar.

Nú svona er að vera ungur, glaður og hafa engar áhyggjur af neinu.

Góðan nótt ljúflingarnir mínir

MillaHeart


Ég vil líka alltaf frekar stráka til að afgreiða mig

Í alvöru þeir eru nú flottir þessar elskur, einu sinni var ég í bílaumboði að skoða bíla, en skal segja ykkur hefði ég ekki fengið góða þjónustu hefði ég farið annað, daginn eftir keypti ég bílinn fór svo að ná í hann 2 dögum seinna og auðvitað er auðvelt að hilla þessa stráka, ég var nú að kaupa nýjan bíl.

Þeir sögðu mér löngu seinna er ég kom við að ég væri skemmtilegasta konan sem kæmi í umboðið því ég kynni að daðra án þess að það merkti nokkuð.

Eins er með stelpurnar í fótboltanum, þær vilja daðra svolítið þó á miklum hraða sé, sko karladómara hjá stelpunum okkar og kvennadómara hjá strákunum okkar.

 Ætla að biðja fólk að vera ekki teprur í dag.


mbl.is EM: Ég vil dómara með typpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sett í flokk með

Blátt fyrir of feita. //

Þetta eru sko flott sæti og ég mundi velja mér eitt svona.

Blá sæti fyrir feita

Sérstökum sætum hefur verið komið fyrir í neðanjarðarkerfi Sao Paulo í Brasilíu sem eiga að þola allt að 250 kg þunga farþega. Sætin eru tvöfalt stærri en venjuleg sæti og eru merkt með sérstökum skiltum sem á stendur: „Offitusjúklingar hafa forgang."

Ég telst til offitusjúklinga og mundi sko hiklaust velja mér svona sæti, þó að ég kæmist alveg ofan í hin sætin, þá er maður komin með nálardofa niður í fætur eftir smá tíma þau eru svo asnalega hönnuð, hef svo sem ekki prófað akkúrat þessi, en er að meina svona yfirhöfuð í biðsölum og hafið þið prófað þessi sem maður situr alveg niður í gólfi í, ekki það nei! skuluð ekki gera það því maður þarf hjálp við að komast upp.

Sætunum var komið fyrir til að mæta vaxandi fjölda offitusjúklinga í landinu en jafnframt liður í því að hvetja fólkið til að nota almenningssamgöngur. En talsmenn samgöngufyrirtækja segja sætin ekki mikið notuð þar sem offitusjúklingar skammist sín of mikið.

Hvað er nú svo sem að skammast sín fyrir, þetta er nú það sem maður hefur etið á sig og það með bestu list.

„Kannski vilja þau ekki vera álitin of feit eða þau vilja ekki vera sett í flokk með ellilífeyrisþegum og fötluðum," segir einn talsmaðurinn

Ja hérna, ég er sko öryrki alveg að verða gamlingi og á tæru að ég er offitusjúklingur, hvað þarf maður annars að vera þungur til að tilheyra þeim hóp?

Hlakka bara til að verða gömul því þá slepp ég við að borga svo margt, eða svo er mér tjáð.

Njótið dagsins og munið brosið.


mbl.is Blá sæti fyrir feita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnan bjargar öllu.

Það er málið, við verðum að hafa atvinnu til að geta lifað og séð fyrir okkur og okkar fjölskyldu., ef við höfum hana ekki fer allt niður á við og endar með ósköpum eins og er að gera hjá svo mörgum í dag.

Ég óska okkur hér norðan heiða til hamingju með þessa fyrstu grænu stóriðju, ég segi fyrstu því ég vona svo sannarlega að þær verði fleiri.

Það vantar nauðsynlega stóriðju á norð austurland og göng í gegnum Vaðlaheiði, þetta vita allir sem búa á þessu svæði, ef það koma göng þá getur þetta orðið eitt atvinnusvæði, annars er svo oft búið að tala um það, að allir ættu að muna.

Eyþór ég óska þér einnig til hamingju,vona svo sannarlega að þú haldir áfram og gleymir ekki okkur hér á Húsavíkinni.

Góðar stundir.


mbl.is Fyrsta græna stóriðjan á Íslandi í gang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgunarsveitamenn fyrir 45 árum.

Ég var nú ekki há í loftinu er ég fylgdist grant með og hafði áhyggjur af, er Geysir flugvél Loftleiða kom ekki inn til lendingar á réttum tíma, en sem betur fer voru allir heilir á húfi, en ekki ætlaði ég að segja frá þessu.
Þegar ég var ung og nýbyrjuð að búa, í litlu sjávarplássi, sem að sjálfsögðu hafði sitt lifibrauð að sjósókn. Einn daginn brast hann á með aftaka veðri og voru miklar áhyggjur hafðar af tveim trillum, sem komu ekki inn á tilsettum tíma, en þá kom önnur þeirra.
Allt var sett á fullt að leita, allir menn sem mögulega gátu gengið fóru á fjörur, vonandi að mennirnir hefðu náð landi.
Klæðnaður þessara manna var ekki upp á marga fiskana hjá sumum, ekki voru til svona flottir hlífðargallar eins og eru til í dag, en engin lét það á sig fá, þegar minn maður kom heim gat hann ekki opnað hurðina, heldur bara sparkaði í hana fötin hans voru frosin á honum.
Svona var nú þetta þá og allir tóku þátt í bæði gleði og sorg í þessu litla sjávarþorpi, sem og öðrum úr um allt land.

Ég fluttist síðan til Sandgerðis og tók strax þátt og mörg urðu slysin bæði á sjó og á landi, sonur minn byrjaði mjög ungur að vilja vera með í sveitinni og endaði með að verða í áhöfn á Hannesi hafstein er hann kom til Sandgerðis, ég hafði oft miklar áhyggjur af honum og öllum þeim sem komu að málum.
Öll vinna var unnin í sjálfboða-vinnu og er enn.

Mér datt þetta svona í hug í sambandi við umræðuna við blogginu mínu, Einum of, sem er á undan þessari.

Hugsið þið ykkur þróunina sem orðið hefur á öllum búnaði og hvað er hægt að gera í dag með allan þann búnað sem til er, það er langur vegur frá því er langa og langalangafar mínir voru að bjarga mönnum úr sjávarháska upp Látrabjargið með sama og ekkert til þess nema viljann.

Ekkert hefur breyst í þeim efnum, allir vinna saman ef eitthvað kemur fyrir, allir láta sig varða,
svoleiðis verður það vonandi um ókomna tíð.

Góða nótt kæru vinir
Milla
Heart


Einum of.

Þarna dó maður og allir vita að það er vont að missa sína.
Neitað um þyrlu vegna sparnaðar er ófyrirgefanlegt, hugsið
ykkur höfnunina sem fólkið verður fyrir bæði fjölskylda hins
látna og björgunarsveitarmenn, sem eru að leggja sig í hættu
vegna þessa hörmulega atburðar.

Var ódýrara að leiga þyrlu frá Norðurflugi, jú líklegast.

Sendi fjölskyldu hins látna samúðarkveðjur.


mbl.is Neituðu að senda Gæsluþyrluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga dagsins.

Sko um 11 leitið í morgun settum við 3 stór brauð í ofinn, fengum okkur kaffi og brauð þá varð ég svo voða syfjuð að ég spurði Gísla hvort hann sæi ekki bara um brauðin, ó jú það var ekkert mál, skreið upp í gestarúm með Neró mér við hlið og steinsofnaði, svaf til 14.30 þá voru brauðin auðvitað komin undir blautan klút fram í búri.
Gísli tjáði mér að hann væri að fara til berja, ekki var það nú verra að fá krækjuber í frystinn.

Rétt á eftir hringdi Milla, þá voru þær byrjaðar í kleinum Óda og hún svo ég átti að koma með dallana mína og hjálpa til, meiri hjálpin í mér, jæja allavega hafði ég góða list á kleinunum er þær komu úr steikingu, fórum heim um átta leitið þá var Alli þessi elska hér heima að laga tölvuna fyrir okkur og nú er hún sko eins hrein og fín eins og best verður á kosið og mun uppfæra sig átómatískt hér eftir.

Við erum fyrir stuttu búin að fá okkur heitt brauð og þá kom Ingimar inn og bað um berjatínu, þau ætluðu aðeins til berja, aðallega ætlaði Milla að taka myndir, en svona var dagurinn í dag, það er eiginlega skemmtilegast er hlutirnir gerast svona 1 2 og 3 bingó.

Góða nóttina sofið rótt og dreymi ykkur vel.

Er ekki að skilja þessa vitleysu.

Ég meina ekki vitleysuna sem er að gerast í kringum okkur, hún er nú náttúrulega eins og ljóska af verstu gerð, hún er ekki öll eins, en afar lík, allar hafa þær stolið, tilfært, halað til sín og selt, skilja svo bara ekkert í því að þær þurfi að biðja þjóðina afsökunar, enda allt í lagi því við mundum spotta svoleiðis beiðnir, sem eru algjörlega holar að innan.

Æ,æ, ég ætlaði víst að segja að ég skildi ekkert í þessari tölvu minni.
Ef þetta kemst til ykkar þá mun verða gert við tölvuna um helgina,
mun láta heyra í mér þá, annars bara góð.
Við gamla settið erum búin að fá okkur morgungrautinn og svona
ýmislegt góðgæti með honum, það er nú einu sinni laugardagur.
Farin í sjæningu ljúflingarnir mínir, njótið dagsins og munið brosið.


Samantekt

Eins og allir vita sem hér lesa, þá elska ég að hafa barnabörnin í kringum mig, ég sagði frá því í fyrradag að litla ljósið mundi sofa og ætlaði hún að sofa í 3 nætur og pakkaði niður eftir því.
Mamma hennar og stóra systir komu í gærkveldi í mat, hún var beðin um að pakka því þær væru að fara heim, en nei hún var ekki að fara heim, svo hún svaf aðra nótt og ekki hefur maður nú mikið fyrir þessum engli, maður les bara fyrir hana 2 bækur og þá erum við báðar sofnaðar.

100_8966.jpg

Amma læddist fram til að ná í myndavélina, afi með einn bangsa
og hún með annan, eins gott að rúmið er stórt.

100_8967_898850.jpg

Afi leit upp er ég tók fyrri myndina, en hún vaknaði ekki
fyrr en löngu seinna.

100_8969.jpg

Neró að passa hundinn hennar á meðan hún borðaði morgunmat.

100_8970.jpg

Aþena Marey að borða morgunmat.

100_8972.jpg

Sultan kraumar í pottunum, núna er hún komin í krukkur og
upp í hillu í búrinu, en Gísli minn á nú heiðurinn að þeirri vinnu.

Nú við vorum boðin í mat hjá Millu og Ingimar í kvöld og að sjálfsögðu
fórum við sátt heim eftir Pitsurnar, sem voru æði að vanda.

Við Milla fórum aðeins í tölvuna hún var að kenna mér að vinna gamlar
myndir í tölvunni, hlakka til að byrja í þeirri vinnu.

Góða nótt ljúflingar
Milla
Heart


Bara ef þið þorið að viðurkenna

Þá lagast allt, því sjáið, þið sem eruð búin að vera gift í mörg ár og sitjið föst í einhverri leiðindar-rútínu, verðið að viðurkenna að breytinga er þörf, ef þið ekki sjáið það þá eruð þið meira en lítið meðvirk já og þorið ekki að viðurkenna eða tala um að breyta þessu hundleiðinlega lífi sem þið lifið.

Margir kunna að njóta lífsins eins og kallað er, en á hvaða hátt og fullnægir það þörfum beggja para.
Það er á tæru að svo er ekki.

Egóista á báða bóga eru svo sannarlega til, en það gengur ekki til lengdar, það á að taka tillit til langana og þó svo að annar hvor aðilinn sé ekki í stuði og hvað er það eiginlega að vera í stuði, drepið mig ekki alveg, maður er náttúrlega ekki í stuði er hinn aðilinn er í sjálfsvorkunnarástandi eða hvað sem hver vill kalla það.
Maður er bara alltaf í stuði ef réttu strokurnar eru viðhafðar.

Tökum konu sem er á hápunkti löngunar í kynlíf, fyrir þá sem ekki vita þá er það allavega einu sinni í mánuð sem sú hvöt er svo sterk að ef ekki annað býðst þá er farið með karlinn inn á bað, en ef karlinn er farinn að daprast, er ekki á víagra sinnir ekki mjálminu í konunni þá endar það með að konan fær sér gervi eða bara flottan elskhuga.
Og það er sko ekki nóg að hoppa smá og búið basta, nei maður verður að leika, leika, og leika sér þar til engin stjórn er á hvar maður er eða hvernig maður gerir, þetta besta sem til er.

Munið það er bara að koma fram og þora að viðurkenna að maður vilji meira og hvernig.
Endilega ekki hneykslast, því þetta eru yndislegustu tilfinningar sem til eru.
Bara að þora að viðurkenna það.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.