Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Ekki hægt að þvo það sem innandyra er

Það er gott að það skuli vera hægt að þvo og laga þetta yndislega hús okkar, nokkuð er mér sama um hvað það kostar mig það er búið að demba svo miklu á mig hvort sem er.

Málið er að aldrei verður hægt að þvo þá drullu sem innandyra er, nema að moka öllum út sem þarna eru, því ekki eru það veggir og gólf sem eru drullugir, nei það er fólkið sem þar er, haldið er áfram að plottast og segja nei við öllu sem gæti jafnvel bjargað einhverju, eins og að fólk fengi vinnu og svo margt annað sem ég nenni ekki að telja upp, það eru svo margir færari um það en ég.

Eitt veit ég bara að afar illa fer ef ekkert verður gert og það núna ekki er einhver nefnd er búin að vinna að málum í ár eða svo.

Morðvopnin heita aðgerðarleysi, virðingarleysi, atvinnuleysi og svo væri hægt lengi að telja, mig verkjar í hjartað mitt.

Góðar stundir


mbl.is Þinghúsið þvegið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

Það er sorglegt að við almenningur skulum þurfa að haga okkur svona, að ríkisstjórnin skuli ekki hafa gert nokkuð skapaðan hlut til að bjarga málum því það hefur hún ekki gert, sleikja rassgatið á auðvaldinu brosa og segja já og amen, þetta eru bara trúðar sem hafa verið í valdaleik.

Var að hlusta á viðtal við fólk á Austurvelli síðan í gærkveldi þar sagði ein kona að hún og vinkonur hennar væru að missa húsin sín, það væru ekki bara öryrkjar og fátækir heldu bara hin almenni borgari, sem sagt við sem erum öryrkjar, ellilífeyrisþegar og fátækir erum ekki almennur borgari svolítið óheppilega til orða tekið. Fólk verður að passa orðin sem koma frá þeim


Mér finnst það einnig afar sorglegt að horfa upp á þessi gömlu fallegu hús eins og Alþingishúsið og Dómkirkjuna verða fyrir svona árásum, en í hita leiksins er fólk ekkert að hugsa um það og ég skil það afar vel.

Vonandi hefur þetta haft einhver áhrif svo við getum hætt áður en einhver stórslasast eða jafnvel deyr.

Við viljum getað lifað mannsæmandi lífi og það verður ekki nema að atvinnuvegurinn komist á fullt og eitthvað róttækt verði gert fyrir þá sem eru að missa allt , svo er það afar merkilegt að lítið sem ekkert er talað um þá sem ekkert eiga lifa á ölmusu, já ég segi ölmusu því fólk upplifir það þannig er það þarf að fá matargjafir og peninga til að framfleyta sér og sínum, er hætt þessu  þetta er nefnilega efni í heila bók.


mbl.is Yfir 30 rúður brotnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg makalaust hvað þetta stemmir

Hólmdís Hjartardóttir

FRUMEFNIÐ KARL: Efnið finnst: Í sófum, börum, bjórkrám, á öðrum endanum
á vindli, riffli eða veiðistöng. Sjaldan þó nálægt börnum. Eðlisþyngd :
70-140kg. og er breiðast um miðjuna. Eðliseiginleikar: Þenst út í
nálægðpeninga og valds, skreppur saman í grennd við ryksugu og
gólfskrúbba, fuðrar upp við strokur og hól, slokknar á við umræður
umjafnrétti og kvenfrelsi. Þó ósjálfbjarga án kvenna!

Nappaði þessu frá vinkonu minni henni Hólmdísi Hjartardóttur.

Þetta er nú náttúrlega alveg réttWhistling

Sér er nú hver vitleysan

 Já ég segi nú ekki annað ég hef nú ekki í neinu að snúast, auðvitað þarf ég að koma mér fyrir, en það er ekkert sem liggur á, kannski er spáin að meina allt vesenið sem ég lenti í fyrir helgi átti nefnilega samkvæmt bankanum ( ekki mínum banka) að borga eitthvað sem ég var löngu búin að borga, reddaði því með vel völdum orðum og út úr kerfinu hvarf sú innheimtan eins og dogg fyrir sólu. Þjónustufulltrúinn minn bað mig að athuga hjá orkufyrirtækinu sko var nefnilega að borga tvöfalda reikninga, varð frekar pirruð hringdi og  var sagt að þessu yrði kippt í lag, nú svo ég lét bara borga mína reikninga og ef það verður lokað á fólkið sem er í húsinu sem ég var í er það ekki mitt mál.

Var að fá sendan penna frá bróður mínum nú ég náði í hann á pósthúsið og borgaði 19oo kr fyrir fluttning á pennanum, Reykjavík-Húsavík sem er eðlilegt því þetta var hraðsending, haldið ekki að ég hafi fengið rukkun í heimabankann minn frá flutningsfyrirtækinu upp á rúmar 10,000 ég hringi og var svo óheppin að deginum var að ljúka og allir farnir heim svo ég á þetta eftir í dag og vona svo mikið að ég fái frið fyrir svona uppákomum sem ég á bara enga sök á.

Sporðdreki:
Það er í mörgu að snúast þessa dagana og væri
óvitlaust að skrifa tossalista svo ekkert verði nú útundan.
Þú vinnur of mikið, reyndu að finna tíma til að hvíla þig.


Tossalista, get nú ekki annað en hlegið, er búin að hafa svona tossablokk á borðinu hjá mér í mörg ár og það verður oft eitthvað útundan og það gerir bara ekkert til því ef það verður útundan þá er það ekki mikilvægt.


Hlálegt, en ég er í því að hvíla mig hef eigi heilsu í annað og er að bíða eftir að komast í þessa yndislegu aðgerð sem heldur mér gangandi.

Þannig að spáin mín passar bara ekkiWhistling
Kærleik á línuna
Heart


Hver er munurinn?

 Flestir landsmenn fengu alveg frábært blað frá Heilsuhúsinu með heilsufréttum, ég er aðdáandi Heilsuhússins og versla þar mikið, þetta blað féll í kramið hjá mér, en það er eitt sem ég mundi vilja fá útskýringu á ef einhver gæti svarað mér með það.

HVER ER MUNURINN Á HVEITIKÍMI OG CHIA FRÆJUM?

Set hér inn smá lýsingu af hveitikími, margir vita ekki hvað það er í raun, en fólk getur lesið sér til um Chia fræin í blaðinu.

Hvað er hveitikím?

Hveitikím er „hjarta" hveitikjarnans, fóstur hveitifræsins, og verður oftast til sem aukaafurð við mölun hveitis. Kímið er fjarlægt úr hveitikorninu vegna þess að olíur í kíminu oxast og stytta geymsluþol hveitisins verulega. Hveitikím er einstaklega prótínríkt og inniheldur meira prótein en er að finna í flestum kjötvörum, það er því sérstaklega gott fyrir þá sem borða lítið eða ekkert af kjöti.
Magn næringarefna í hveitikíminu virðist endalaust; það inniheldur meira magn kalíums og járns en nokkur önnur fæðutegund ásamt því að innihalda mikilvægar Omega-3 fitusýrur, ríbóflavín, kalsíum, sink, magnesíum og A-, B1- og B3-vítamín í miklu magni. B1- og B3-vítamín eru mjög mikilvæg til að viðhalda jafnri orku og heilbrigði vöðva, innri líffæra, hárs og húðar.

Hveitikímið er einstaklega ríkt af E-vítamíni. E-vítamín er eitt magnaðasta fituleysanlega andoxunarefnið í líkamanum. Það er einstaklega öflugt til varnar hættulegum sindurefnum (Free radicals) sem jafnframt er öflug forvörn gegn krabbameini, það styrkir ónæmiskerfið og talið koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. E-vítamínið er einstaklega styrkjandi fyrir húð og hár og talið hægja verulega á öldrun líkamanns ásamt því að styrkja lungu, blóð og hafa jákvæð áhrif á sjón og augu.

Fyrir hverja er Hveitikím?

Fólk á öllum aldri! Hvort sem þú hefur áhuga á að bæta við hollri og næringarríkri afurð við fæðu þína, byggja upp vöðva, stuðla að betri meltingu, auka inntöku steinefna og fitusýra, í eldamennskuna eða sem fæðubót. Hveitikímið inniheldur hvorki meira né minna en 28% gæða prótein og er einstaklega trefjaríkt. Hveitikímið er frábær fæðubót fyrir ófrískar konur - bæði vegna mikils magns fólínsýru og vegna þess hversu góð áhrif það hefur á teygjanleika húðarinnar. Í hveitikíminu er meðal annars aminosýran Tryptófan sem talin er hafa róandi áhrif á heilann og því mjög gott fyrir börn sem þjást af athyglisbrest og/eða ofvirkni.

Það má taka til ýmislegt annað, en læt þetta duga, enda hægt að googla á Hveitikím


Skyldulesning

Þetta er alveg frábært bréf sem Eyrún Ýr sendir til
Fjármálaráðherra og aðstoðarmanns forsætisráðherra.

2.10.2010 | 13:23

Ágæta ríkisstjórn

Almennt - laugardagur 02.október 2010 - Hafþór Hreiðarsson - Athugasemdir (3)

Ég er Íslendingur. Ég er líka háskólamenntuð kona með fjölskyldu sem hef kosið að búa á landsbyggðinni, án þess að átta mig á hversu hættulegt það gæti verið. Nú heyrast fréttir af því að hér á Húsavík skuli heilbrigðisþjónusta sundurtætt á einu bretti, en lítið rætt um afleiðingarnar. Gera  menn sér ekki grein fyrir alvarleika málsins?

 

Afleiðingarnar eru nefnilega ekki aðeins þær að við sem hér búum þurfum að leita lengra eftir heilbrigðisþjónustu, með tilheyrandi tíma, kostnaði, umstangi og áhættu.  Leiðin til Akureyrar er kannski bara rúmir níutíu kílómetrar en það getur verið ansi mikið í vondum veðrum. 

 

Nei, alvarlegasta afleiðingin er sú að tugir fólks missa vinnu sína og þar með lífsviðurværi sitt. Tugir einstaklinga sem fæstir hafa nokkra von  um að finna önnur störf í sinni heimabyggð. Og hvað á þetta fólk að gera? Margir velja eflaust að leita sér nýrra heimkynna og flytja með sér maka sína og börn en aðrir standa eftir í vonleysi - því sumum reynist erfitt að fara. Hvernig á þetta fólk til dæmis að geta selt húsin sín? Og hvernig á það að geta komið undir sig fótunum annars staðar ef það selur þau ekki? Trúlega hafa fréttir af fyrirhuguðum niðurskurði á einu bretti fryst fasteignamarkaðinn hér. Kannast ríkisstjórnin ef til vill ekki við hugtakið átthagafjötrar? Þeir geta jú verið efnahagslegir ekki síður en huglægir.

Og við sem ekki viljum fara og enn höfum vinnu, hvernig verður okkar samfélag ef grunnþjónustan en jöfnuð við jörðu? Fólksfækkun leiðir af sér minni tekjur sveitarfélagsins og þar með óhjákvæmilega niðurskurð, sem aftur leiðir af sér lakari búsetuskilyrði.  Hvernig framtíð bíður þá barnanna okkar? Hvar endar þetta?

Við sem búum hér tókum lítinn þátt í góðærinu svokallaða, við fengum engin kúlulán og engar afskriftir. Við hins vegar erum sek um þá yfirsjón að hafa talið öruggt að búa utan höfuðborgarsvæðisins og fyrir það munum við gjalda. Við erum nógu góð til að taka þátt í björgun bankamanna og stjórnmálaelítunnar; skattahækkanir og niðurskurður talin hæfa okkur allra best, en þegar kemur að atvinnu og mannsæmandi lífsskilyrðum komum við ríkisstjórninni ekki við.

Ágæta ríkisstjórn: Þar sem það er nú orðið ljóst að velferð okkar skiptir ykkur engu vil ég tilkynna ykkur að það er gagnkvæmt. Það er því einlæg ósk mín að þið segið starfi ykkar lausu svo fljótt sem auðið er og gefið öðrum tækifæri til leiða þjóðina út úr þessum erfiðleikum.

Eyrún Ýr Tryggvadóttir

Bréf þetta sendi Eyrún Ýr fjármálaráðherra og aðstoðarmanni forsætisráðherra.


mbl.isSegja niðurskurðinn árás á byggðina

Verð að halda ró minni

Já það er satt, ró minni verð að halda þess vegna ætla ég í dag að tala bara um eitthvað skemmtilegt.
Þetta er til dæmis stjörnuspáin mín fyrir daginn.

Sporðdreki:
Einhver vandræði kunna að verða á vegi þínum í dag.
Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en
þú hefur lokið því sem fyrir liggur.


Vandræði hvað með það ég leysi þau bara og læt þau eigi hafa áhrif á mitt góða skap, gæti orðið döpur, en er maður ekki alltaf að verða fyrir dapurleika í lífinu hann er líka til að vinna úr.

Það er nú ætíð gaman er freistingar eru bornar fyrir mann ef þær sem ég fæ í dag eru slæmar þá læt ég þær eiga sig og vön er ég að vinna þannig að helst á allt að vera búið í gær, svo þetta mun ganga upp hjá mér.

Í gær fór ég ekki út úr húsi nema með Neró minn út í garð, hann var nefnilega veikur með gubbupest en ældi bara einu sinni þessi elska, en svo var hann svo lítill í sér í allan gærdag og er eiginlega enn samt búin að borða í morgun.
Ég var að dúlla mér að taka upp úr kössum og koma því fyrir sem við átti, henda smá sem mér yfirsást í úthreinsuninni hér í sumar, ég nýt þess í botn að henda út gamalli orku.

Milla mín kom og færði mér Rasberrý ilm fyrir húsið æðislegur og kemur mér í jólaskap, talaði náttúrlega við englana mína sem voru að fara í Bowling og skauta í R með vinum sínum.
Í þá daga er ég var ung fór maður á skauta á tjörninni og guð hvað það var gaman, en í dag er farið í skautahallir og betra er það þá þarf maður aldrei að hafa áhyggjur af veðri eða vindum.

Fékk mér Parísarskinku, steikar kartöflur og sveppi að borða í gærkveldi á meðan ég horfði á fréttirnar sem voru afar sorglegar, að það skuli vera búið að fara svona með okkur íbúa þessa lands að til svona aðgerða þurfi að grípa og svo vilja þeir borga Icesave og henda út um gluggann miljarða skuldum hjá hinum og þessum  svo þeir geti bara haldið áfram að slá um sig, nei nú þarf ég að róa mig, nei eitt enn kæru landsmenn áfram með smjörið.

Horfði svo á Útsvar og skreið upp í rúm og sofnaði eins og engill.

Kærleik á línuna
Milla

Völdin liggja hjá AGS

Það er ekki verið að hlúa að venjulegu fólki eða litlum fyrirtækjum. Ég veit ekki lengur hvar völdin liggja í þessu þjóðfélagi. Ég studdi Vinstri græna, kaus þá," segir Inga Lóa Baldvinsdóttir, einn mótmælenda á Austurvelli í nótt.

Völdin liggja að mínu mati hjá AGS, það er búið að selja landið okkar og ríkisstjórnin segir bara já og amen við öllu, enda hafa þeir ekkert val, þeir tóku þessa stefnu og af hverju jú að því að þeir kunnu enga aðra leið, en að viðurkenna það og leita eftir hjálp, hjálp sem dygði til, það var nú af og frá og enn er hún stjórnin að rembast við að halda andlitinu í staðin fyrir að viðurkenna sína glötun í öllum málum.


Ef ríkisstjórnin fer ekki frá þá verður uppreisn í landinu og mun lögreglan eigi fá rönd við reist, bara eins gott fyrir hana að taka þátt sko lögregluna.

Vildi að ég væri ung og hraust þá kæmi ég í uppreisnina með fólkinu.


mbl.is Ekki hlúð að venjulegu fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband