Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Fjörið er byrjað

Englarnir mínir kláruðu skólann í dag, svo nú er bara að bíða eftir útskriftardeginum, hlakka svo til að sjá þær með hvítu kollana, þær eru elstu barnabörnin mín. Ég sótti þær fram í Lauga þegar þær voru búnar í dag, þær ætla að vera hjá ömmu sinni í tíu daga eða svo.
Ég er alveg hrikalega stolt að þeim

Sótti einnig Viktoríu Ósk á síðasta tímann í hestanámskeiðinu, það var æði að sjá þau koma ríðandi heim að Saltvík, svo glöð og rauð í kinnum eftir útreiðatúrinn, Aþena Marey fékk aðeins að fara á bak, en hún er ákveðin að fara á námskeið næsta vetur.

Við borðuðum svo öll saman í kvöld, snidsel upp á gamla mátann.

100_9677.jpg

Englarnir mínir, svo glaðar að vera búnar með þennan áfanga

100_9680.jpg

Þær eru bara flottar

100_9679.jpg

Grettumynd

100_9678.jpg

Þær eru að skoða föt, skiljanlega

100_9126_988555.jpg

Yndislega Viktoría Ósk mín

100_9214_988556.jpg

Litla ljósið mitt, hún Aþena Marey.

Allir vita hvað ég elska þessar stelpur mikið og reyndar
öll mín barnabörn


Kærleik á línuna


Yndisleg frétt

Edda Heiðrún.

Edda útnefnd fyrsti heiðursfélaginn

 „Þetta var afskaplega fallega hugsað," segir Edda Heiðrún Backman, hugsið ykkur æðruleysið í þessari stórbrotnu konu, bara ef brot af fólki landsins væri eins og hún, væri landið betur sett.

Hún segir það ánægjulegt að senn styttist í famkvæmdir við Grensás og það er svo sannarlega rétt, eftir því sem ég hef haft spurnir af þá hefur deildin drabbast niður, búið að segja upp fullt af fólki og ég spyr hvernig í ósköpunum er þetta hægt, að gera þeim sem þurfa á þjónustu Grensás að halda.

Edda Heiðrún kom þessu söfnunarátaki í gang, fékk með sér fólk og hreif það með sér í hæðstu hæðir, útkoman varð 102,5 miljónir króna

Ég óska Eddu Heiðrúnu til hamingju með heiðursfélags-nafnbótina og bara allt hennar líf, hún á heiður skilið fyrir hvernig hún tekur á málum.

Kærleik og gleði til þín flotta kona.


mbl.is Edda útnefnd fyrsti heiðursfélaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og maður slappi nú ekki af

Sporðdreki:
Þótt það sé mikið að gera hjá þér þessa dagana þarftu
að gefa þér tíma til að slappa af og skemmta þér.
Ástamálin eru eitthvað flókin þessa dagana
.

Jæja, en næstum því slappar maður af, kannski ekki í huganum, var að tala við tengdadóttur mína í gær og sonur minn er á eilífum fundum, hann er á kafi í pólitíkinni, versta tík sem til er, en hvað með það, ég fór á skrið og var komin aftur í söguna þrusaði úr mér, þangað til ég fattaði að hún hefur bara engan áhuga eða tíma í þetta núna þessi elska með 4 börn og ég sagði: ,,jæja nú missti ég mig," ,, já og ég missti þig, bara alveg sagði hún:" það sem ég er að meina er að þó ég slappi af og hvíli mig vel þá róast ekki hugsunin um allt sem er að gerast í okkar lífi, þá meina ég okkar allra.

Mín skemmtun er fólgin í að vera með fólkinu mínu, ferðast sem ég hef nú ekki mikil ráð með nú orðið, enda búin að skoða Ísland ágætlega vel og hvað útlönd varðar þá eru þau sem ég hef ekki séð (sem er næstum allur heimurinn) sé ég bara er ég kem handan glærunnar.

Ástamálin flókin? Hef ekki orðið vör við það, þau eru bara eins og ég vil sjálf, þegar ég var ung og óþroskuð taldi ég að allt ylti á samförum og að sýna manni sínum mikla ást þó ég meinti það ekki og nennti ekki þessu kynlífi alla tíð stöðugt og ef eitthvað kom upp á þá var eins og er búið var að gera það, væri bara allt fyrirgefið og gleymt, en það er bara ekki svoleiðis. Það er alla vega mín skoðun.

Hef nú örugglega losað um þessar hugsanir áður, en stundum þarf að losa meir, meina sko, er ég á besta aldri fékk mér vin til að eiga samveru með, fara út að skemmta mér með í hvaða formi sem það var, kynnast börnum og barnabörnum og hafa gaman tel ég nauðsynlegt að það sé kröfulaust samband, þá meina ég ekki að aðilar geti gert það sem þeir vilja og bara það sem þeir vilja, heldur að það sé borin virðing fyrir öllum sem eiga í hlut og að allir sætti sig við að þeir stjórna ekki í því hvað foreldrarnir gera, því það er ekki þeirra líf heldur foreldrisins, allir sem þekkja mig/okkur vita hvað ég er að meina.

Já hvað er svo þessi ást??? Hún er að sjálfsögðu að allt þetta geti gengið upp og að báðir aðilar séu heiðarlegir gagnvart sjálfum sér og vininum sem hann/hún búa með,  fólk sem samkrullast án þess að vera í sambúð verður að geta treyst hvort öðru, annars er voðin vís.

*************************************************

Má til með að setja inn nokkrar myndir síðan í gær
er við vorum að passa Bjart.

100_9673.jpg

þeir fengu að liggja í silkisófanum hennar ömmu.

100_9674.jpg

Bjartur er að segja við Neró: ,, Neró við fáum ekkert klór"

100_9666_987881.jpg

Bjartur er að sjá til hvort afi missi ekki eitthvað niður, en hann er
að fá sér te og brauð

100_9669_987883.jpg

Neró er abbó, en svo sætur

100_9671.jpg

Hver getur sagt nei við svona augu, enda fengu þeir Urr, þeir
elska það nammý-gott

100_9675.jpg

Þeir voru orðnir voða þreyttir á ömmu sinn

Sendi kærleik á línunaInLove og endileg
verið ásfangin af lífinu



Skemmtilegar annir.

Sporðdreki:
Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað
án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir.
Leyfðu öðrum að sanna sig fyrir þér.


það gera sér nú allir heilvita menn sér grein fyrir, en svona í mínu tilfelli og að hætti sporðdrekans þá man maður það stundum eftirá. þá er skaðinn orðin og í öllum tilfellum réttlæti ég gjörðir mínar mikil ósköp, ekki get ég farið að viðurkenna að kannski, mögulega hefði ég átt að bíða með að hleypa af skotunum, reyni samt svona á fínan hátt að laga hlutina til.

Eitt er samt sem ég viðurkenni og segi: "Fyrirgefðu" ef ég er óréttlát við fólk og þá sér í lagi mitt, en reyni ekki eins og sumir að ljúga, afsaka og jafnvel að segjast aldrei hafa sagt þetta eða hitt, ýtandi á mál sem eiga að vera útrædd og eigi hægt að breyta, fara svo í fílu að því að  þeir fá ekki það sem þeir vilja og vita mál að ætíð er allt öðrum að kenn. Hló mikið í gærmorgun er eitt svona atvik kom upp á.

Ég hef ætíð gefið fólki tækifæri leift því að sanna sig jafnvel þó ég hafi verið vöruð við því, en svo oft er ég búin að fá rýtinginn í bakið, enda komin til ára minna, að nú er svo komið að ég treysti þeim sem eru þess verðir, öðrum ekki, get alveg umgengist fólk sem er ómerkilegt hvort sem það er viljandi eða óviljandi, sumir þurfa bara að lifa í einhverskonar spuna um allt sem gerist í kringum það og eigi breyti ég því, sumir eru svo miklir línumenn  á sínar eigin skoðanir að ekki er hægt að hafa viðræður við þá.

Ég elska þá sem eru vinir mínir. Suma umgengst ég með kurteisi, suma þekki ég bara ekki neitt, en aðra þurrka ég bara út, þeir koma mér ekkert við.

En svo er það þetta með skemmtilegu annirnar, fórum á Eyrina í gær, til að versla vorum allan daginn að gera það sem þurfti til, Dóra mín var að klára að versla allt í útskriftina nema kannski sitthvern mat, þær völdu föt á mömmu sína, eða lögðu blessun sína yfir þau, ég fékk ekki á mig túnikku eins og ég vildi, en það eru að koma ný föt svo ég býð eftir því, held að við höfum farið í allar búðir Akureyrar, næstum. Greifann gáfum við okkur tíma til að heimsækja þar er súpa og salatbar tær snilld. Þarf varla að taka það fram að ég er dauð í dag, þarf samt aðeins að fara niður í bæ, bara að versla smá.

Það sem eftir er fram að útskrift eru bara skemmtilegir tímar við að undirbúa fyrstu gestakomu sumarsins, sem verður á Hvítasunnunni, en þær eiga að útskrifast 21/5-- 22/5 verða þær 19 ára og þá verður útskriftar-veislan, mikil tilhlökkun í gangi.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband