Stingur mann í hjartað.
24.9.2008 | 07:44
ég leit á bloggið mitt var hún, snemmætta vina mín sem
ætíð var með eitthvað gott í bloggum eða kommentum.
Það var búið að loka síðunni hennar, hún hafði gert það sjálf.
Ekki sá ég hvað hafði gerst, hún var á undan mér að tölvunni,
enda skiptir það eigi öllu ef hún hefur verið búin að fá nóg þá
veit ég að það er rétt og satt hjá henni, og ástæðan hefur verið
nægileg.
Mikið á ég eftir að sakna þín Langbrókin mín.
Ég hef nú heyrt ýmisleg um yfirráð á blogginu en veit eigi neinn
sannleika í því máli.
Hef það samt einhvernvegin á tilfinningunni að þörf sé á
tiltekt í þessum geira, fólk fái tiltal um að hætta verulega
smekklausum og vanvirðinga kommentum.
Það hljóta að vera takmörk fyrir öllu.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Fyrir svefninn.
23.9.2008 | 19:49
Fór til læknisins í viðtal og vigtun,
hann vara bara nokkuð ánægður með mig,
Fór í vigtun síðast 28/8 og var þá 116 kg en í dag 23/9
er ég 110,2 svo á þessum tæpa mánuði hef ég lést um
5,8 kg. er það talið mjög gott.
Eins og ég hef sagt frá áður þá tek ég ekki með kílóin sem
ég missti meðan ég var veik, en það voru 6 kg.
Upphaflega var ég 121 kg.
Síðan var ég að vinna og var það bara rólegt og gott.
*******************************
Maður frá Selfossi kom nýlega til læknis í Reykjavík og
kvartaði undan þreytu og sleni.
Læknirinn reyndi að komast fyrir um orsakirnar og spurði
meðal annars hvað hann blótaði ástina oft í viku?
" Á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum,"
svaraði maðurinn.
" Þú ættir að reyna að sleppa sunnudögunum," sagði læknirinn.
" Nei það get ég ómögulega," svaraði maðurinn.
" Það er eina kvöldið sem ég er heima."
Karlmenn þola skammaskúr,
skvetti þeir í sig tári,
en konur mega taka túr
tólf sinnum á ári.
Jón Bergmann.
Góða nótt.



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Einelti, sorg og aðrir fylgifiskar.
23.9.2008 | 08:05
Hallgerður vina mín var með frábæra færstu um einelti í gær.
Langar aðeins að koma inn á einelti frá öðru sjónarhorni.
Sjónarhorninu hvað gerist og hvar byrjar það?
Oft er þetta þannig að einn byrjar, stundum vinnur þessi
bara einn, en stundum fær hann með sér nokkra aðra,
taka sig til og leggja einn eða fleiri í einelti, en af hverju
byrjar þessi eini?
Ástæðurnar geta verið margar og mis alvarlegar.
til dæmis getur hann hafa orðið fyrir þessu sjálfur, kannski
á leikskóla, heima hjá sér því staðreyndin er sú að mörg börn
verða fyrir því að lítið er gert úr þeim alveg frá því að þau eru lítil.
Sum eru hreinlega alin upp í því að það sé allt í lagi að vera
leiðinlegur við aðra, og sum fá aldrei þá athygli sem börn þurfa.
Ég þekki dæmi þess að barn hreykti sér ævilega af því að hafa gert
þetta eða hitt við börn og fullorðna í skólanum,
Móðir hans hló að þessu og gerandinn fékk þá athygli sem hann þurfti.
Hvað gera svo þessi börn?
Jú annað hvort verða þau sjálf fyrir einelti eða gerast gerendur sjálf.
Allt snýst á ógæfuhliðina fyrir bæði þolendur og gerendur.
Gerendur eru orðnir fastir í eineltismunstrinu, vilja kannski alveg losna,
komast ekki út, gæti það ekki verið að því að margir foreldrar vilja
ekki kannast við það að barnið þeirra geri neitt rangt.
Tel það vera stóra ástæðu.
Hvernig væri að þeir foreldrar sem eiga börn sem kvartað er undan mundu
vakna til lífsins og gera það sem er rétt í málinu, því þau skulu ekki halda að
börnunum þeirra líði vel með sínar gjörðir.
Styðjum Líf án eineltis.
Fáum eitt gott ljóð eftir Sten Selander.
Hið visna tré.
Og tréð hið visna hóf þá grein til himna
úr hrjóstri dauðra kvistar, er ein var græn,
sem hefði fakírs aflvana ormur stirðnað
í örvæntingarbæn.
Gef regn gef regn, ó lát mig blóm bera!
Ó blakka ský, ég hrópa upp til þín!
Sjá lauf og brum er hérna ennþá eftir!
Skal aldrei framar blómgast krónan mín?
Og svarið kom, það kom þó ekki í flóði.
Það kom sem elding, með hinn felda dóm.
Og visna tréð varð allt í einu blómi,
varð eldglóandi risablóm.
Eigið góðan dag
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fyrir svefnin.
22.9.2008 | 20:33
Í kvöld ætla ég að færa ykkur þetta yndislega ljóð
Tómasar Guðmundssonar.
Hún er konan sem kyrrlátust fer
og kemur þá minnst þig varir,
og les úr andvaka augum þér
hvers angurs, sem til þín starir.
Hún kemur og hlustar, er harmasár.
hjörtun í einveru kalla.
Hún leitar uppi hvert tregatár.
Hún telur blöðin sem falla.
Og hún er þögul og ávallt ein
og á ekki samleið með neinum.
Því hún er sorgin sem sefar hvert mein,
og sífellt leitar að einum.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ræða þarf starfstíma barna.
22.9.2008 | 06:50
Tæplega 90% barna dvelja sjö klukkustundir eða lengur í
leikskólum á degi hverjum, og vitað er um börn sem dvelja
mun lengur eða allt að níu klukkustundir á dag. Viðverutími
barna hefur lengst mikið á undanförnum árum og telur
umboðsmaður barna nauðsynlegt að huga að starfstíma
barna í leik- og grunnskólum.
Löngu komin tími til, það er ekki eðlilegt fyrir barn að vera
með viðveru allt upp í níu stundir á dag.
Þá eru þau orðin úrvinda úr þreytu, síðan er farið með þau
að versla í matinn, þau svöng og allt verður vitlaust vegna
þess að barnið vill fá þetta, hitt og bara allt.
Kannist þið ekki við þetta?
Umboðsmaður hefur sent menntamálaráðherra bréf þar sem
segir að mikilvægt sé að umræða hefjist milli þeirra sem eiga
hlut að máli, s.s. stjórnvalda, atvinnurekenda, foreldra og skóla
með það að markmiði að tryggja börnum rétt til að fá notið
bernsku sinnar og samskipta við foreldra".
Samskiptin eru nefnilega engin á kvöldin er allir eru orðnir þreyttir.
Það næst varla að elda kvöldmat áður en litlu skinnin eru hreinlega
sofnuð, fyrir framan sjónvarpið, þeim er nefnilega oftast plantað
þar á meðan eldað er, sett í þvottavélina tekið úr þurrkaranum
uppvöskunarvélinni og ég veit ekki hvað og hvað.
Að mati umboðsmanns er um að ræða mikilvægt hagsmunamál sem
ekki er á færi hans eins að ráða fram úr.
Aðkomu ólíkra aðila innan samfélagsins þarf til.
Það er það sem þarf að koma til að fólk geti lifað af á mannsæmandi
vinnutíma.
Fyrst og fremst þurfa foreldrarnir að vilja breytinguna, allavega
að hafa val.
Eigið góðan dag í dag sem alla daga.
Milla.
![]() |
Ræða þarf starfstíma barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Fyrir svefninn.
21.9.2008 | 21:13
Sumir dagar eru svo óvæntir, maður gerir eitthvað,
allt lýður áfram eins og í mjúkri þoku, við sátum hér í
tölvuverinu sem kallast svo ( í gríni) ég var að mála
andlit fyrir köngla engla, englarnir mínir sko ekki úr
könglum voru í tölvunni og svo ræddum við um allt
milli himins og jarðar eins og vant er.
friður var mikill í herberginu.
Borðuðum síðan kvöldmat um sex leitið og ég ók
þeim svo heim.
Sérkennileg skýjalög voru á himni og haustlitina
teigaði ég í mig með góðu gróðurlyktinni sem kemur
inn um gluggann á bílnum.
Er búin að vera í tölvunni síðan ég kom heim.
Ein góð úr Íslenskri fyndni.
Stefán Jónsson fréttamaður átti tík, sem hann sagði
sjálfur að að væri vel hagmælt.
Stefán segist eitt sinn hafa verið að strauja lín, en
tíkin hefði viljað fá hann út með sér.
Þegar Stefán hélt áfram að strauja settist tíkin á
afturlappirnar og orti:
Orðin feitur eins og svín
afskaplega ljótur.
Stirður við að strauja lín
Stefán spýtufótur.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Vegna fjölda áskoranna, þá.
21.9.2008 | 15:17
Búin að breyta Þemanu aftur og setja inn banner mynd
það tók nú sinn tíma að finna einhverja mynd sem mér líkaði
Tók þessa vegna haustlitana.
Get svo bara breytt aftur er þeir bjóða upp á eitthvað sem
mér líkar. Englarnir mínir voru að hjálpa þessari hægfara ömmu
sinni, sem þær segja að sé svolítið lengi að móttaka hin ýmsu mál.
En þetta er nú meira kaldhæðni en hitt.
knúsýknús
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hvað verður um þessi elsku börn?
21.9.2008 | 08:41
Já hvað verður um þau? það er góð spurning.
Það verður hent í þetta einhverjum peningum,
Hjálp mun berast í formi einhvers grautar sem þau fá.
En hvað með framhaldið?
Sameinuðu þjóðirnar segja að tugir þúsunda barna séu
orðnar munaðarlausar á Haítí í kjölfar þriggja fellibylja
sem gengið hafa yfir landið.
Hvað verður svo um þau börn sem, er upp er staðið eiga
engan að til að ala önn fyrir þeim,
sem trúlega verður engin vegna fátæktar í landinu.
Verða þessi börn þá bara götubörn?
Ég þarf svo sem ekki að spyrja flestum er alveg sama.
Yfir 800.000 manns eru á vergangi á Haítí,
þar af er talið að a.m.k. 300.000 séu börn.
Er ekki hægt að gera eitthvað róttækt?
Er engin á Íslandi sem mundi vilja ættleiða barn í nauð?
Ég vísa endilega til myndbandsins sem fylgir þessari frétt,
Þá sér fólk það svart á hvítu hvernig ástandið er þar í landi.
Haítí er fátækasta land á vesturhveli jarðar, og hefur orðið
verst úti í náttúruhamförum afvöldum fellibylja.
Ég bara græt yfir þessu ástandi og gleymi því ekki, en það
er akkúrat það sem alþjóðasamfélagið gerir það gleymir
svona málum, vegna anna hjá sjálfum sér.
Enda hugsa flestir hvað er svo sem hægt að gera.
Eigið svo góðan dag með fjölskyldunni.
Kveðja Milla.
![]() |
Mikil neyð barna á Haítí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrir svefninn.
20.9.2008 | 20:26
Held að ég hafi aldrei átt rólegri dag, fórum á fætur um 7
í morgun, dóluðum okkur Gísli að ná í blöðin, ég í tölvunni.
Síðan heyrðist vilt þú kaffi svona að því að það er
laugardagur, já já smá bolla fékk mér hrísköku með.
Þær vöknuðu um hádegið í sturti, sjæningu, borða og læra.
Gísli fór að skoða myndaalbúmin og ég las blöðin, þá kom
litla ljósið, var eitthvað þreytt eftir Íþróttaskólann svo hún
vildi bara horfa á spólu, það þýðir að hún er þreytt, svona
var þetta allt í dag.
Fór svo að elda yndislegan mat, mango Chutny kjúkling
með brúnum hrísg. og ofnbökuðum smákartöflum.
þau komu að borða Milla og Ingimar.
það er svo yndislegt að hafa alla í kringum sig.
Verð nú að segja eitthvað sniðugt.
Ungur bóndi úr Rangárvallasýslu kom nýlega til Reykjavíkur
og sýndi frændi hans honum höfuðborgina.
Þegar þeir höfðu skoða höfnina, spurði frændinn þessarar
kjánalegu spurninga: " Hver er munurinn á skipi og ungri stúlku?"
" Munurinn góði," ansaði bóndinn.
" Það veit ég ekki, hef aldrei verið á skipi."
Kona úr Þýngeyjarsýslu kvað þessa vísu til hermóðs í Árnesi
um það leiti er miðkvíslarmál og deilurnar um Laxárvirkjun stóðu
sem hæst.
Hermóður með himneskt skap
hallar sér að konum
ekki myndast mikið krap
í miðkvíslinni á honum.
Gamall húsgangur:
Sjálfs manns höndin hollust er.
Hér er sönnun fengin.
lekanda úr lófa sér
liðið hefur enginn.
Þessir gömlu húsgangar eru vart hafandi eftir.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sannleikurinn um líf fólks.
20.9.2008 | 10:51
Verð eiginlega alltaf meira og meira undrandi.
Það leita að manni hugsanir eftir samtöl við fólk,
Um hvað? Jú það er um svo margt,
til dæmis samskipti manna yfirhöfuð.
Við sem köllumst með þroska út úr lífsins skóla,
höfum eiginlega öll sömu sögu að segja.
okkur er sýndur dónaskapur, vanvirðing, yfirráð og
bara nefnið það.
Börnin , ættingjarnir, vinirnir og ekki vinirnir fyrtast.
Yfirlýsingar:
Ástæður tilteknar, vegna samskiptaslita.
Vegna þess að þú ert vond manneskja.
Vegna þess að þú villt eigi lifa eftir mínu höfði.
Vegna þess að ekki er hægt að passa er þeim hentar.
Vegna þess að sumum er boðið í mat ekki hinum.
Vegna þess að þú gerir eitthvað sem þeim ekki líkar.
Vegna þess að þú lokar fyrir peningaveskið.
Vegna þess að þú heldur að aðrir fái meira en þú ef um
arf er að ræða.
Svona væri hægt að telja endalaust upp atriði sem ég hef
heyrt frá fólki og hvað eigum við að kalla þetta?
Jú frekju og afbrýðisemi á afar háu stigi.
Hver gefur fólki leifi til að ákveða hvernig þú átt að lifa lífinu?
Engin, og ég segi hiklaust við það fólk sem mér líkar vel við,
hunsið þetta og lifið ykkar lífi að vild.
Nú um stundir eru að gerast vonandi stórir hlutir, stofnað
hefur verið félag, Líf án eineltis,
ADHA félagið er 20 ára um þessar mundir.
Hugarafl er á fullu að kynna í skólum að það að vera með
geðröskun, er ekki hættulegt öðrum, eins og svo margir halda.
Á meðan allt þetta góða er að gerast þá fjandask fólk út í annað
fólk fjölskyldu og vini og ekkert er þeim heilagt.
Held að gerendur í þannig málum ætti að vakna til lífsins og bæta
sína hegðun, og nota orkuna sína til betri verka.
Þetta á við um flest fólk það vilja bara svo fáir hætta að vera meðvirkir
í vitleysunni.
Knúsí dull í daginn
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fyrir svefninn.
19.9.2008 | 20:39
Ég fór niður í bæ með Dóru minni, eftir að Gísli minn var
búin að sækja þær fram í Lauga.
Englarnir mínir fóru strax í litun og klippingu, en Dóra mín
þurfti að fara í kaskó, húsasmiðjuna, blómabúðina, tákn
sem er sportvörubúðin, þið vitið nú alveg hvað það tekur
langan tíma að stoppa, spjalla og versla er maður kemur
í kaupstað. Nú við enduðum svo á því að sækja englana,
þær eru æðislega fínar með tvílitt hár.
Fórum heim höfðum okkur til, vorum nefnilega boðin í fiskiveislu
til Millu og Ingimars, en Ingimar minn eldaði og það er aldrei neitt
slor á boðstólnum hjá honum.
Ég fékk að sjálfsögðu þorsk, borða ekki ýsu.
Englarnir urðu eftir svo ég er að flýta mér í tölvunni áður en þær
koma heim, verða nefnilega hjá ömmu og afa um helgina.
Ég leifi þeim alveg að vera í tölvunni eins og þær vilja því þær
ná ekki öllum síðum sem þær vilja fara inn á heima hjá sér á Laugum.
Smá grín úr Íslenskri fyndni.
Á rauðsokkafundi á Hótel Sögu lauk ein kona ræðu sinni
með þessum orðum:
,, Svo lengi sem við konur höldum áfram að vera ósammála
í réttlætisbaráttu okkar, mun maðurinn halda sérréttindum
sínum og vera ofaná."
Sex ára gamall snáði, sem hafði aðeins kynnst því að farið
væri til kirkju á jólunum, spurði pabba sinn á jóladag:
" Pabbi hvar geyma þeir prestinn til næstu jóla?"
Maður nokkur fór með konu sína til læknisskoðun.
Að henni lokinni sagði læknirinn: Í hreinskilni sagt þá
líst mér ekkert á konuna þína."
" Ekki mér heldur sagði eiginmaðurinn,
" en hún er góð við börnin."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Grunur um?
19.9.2008 | 08:58
Karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa beitt
þrjú börn sín hrottalegu ofbeldi.
Börnin bjuggu hjá föður sínum, móðirin hefur ekki búið á
heimilinu um skeið vegna veikindasinna sem fíkniefnaneitandi.
Börnin eru hjá ömmu og afa núna, þau eru 8 til 14 ára.
Áverkar eftir eggvopn voru á einu barnanna en talið er að hnífum
hafi verið kastað í það. Þá er einnig uppi grunur um langvarandi
hrottalegt líkamlegt ofbeldi. Engar vísbendingar hafa komið fram
um að börnin hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu föður síns.
Því hefur Barnahús ekki haft afskipti af málinu,
en einungis kynferðislegt ofbeldi kemur inn á borð þess.
frétta af því. Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa beitt börn
sín ofbeldi er ekki í haldi í lögreglu þar sem vísbendingar
barnaverndarnefndar um hrottalegt ofbeldi gagnvart börnunum
hafa ekki verið rannsakaðar að fullu.
Hver átti svo sem að hafa gert þetta ódæði. Ef einhver annar en faðirinn
gerði þetta, hvar var þá umhyggja hans? Nei ég bara spyr.
En er ekki sterkur grunur af hverju er maðurinn þá ekki í gæsluvarðhaldi?
Hvað skildi þessi maður ekki geta gert á meðan hann bíður eftir því að
þeir geti sannað ódæðið á hann.
Þessi maður er fársjúkur og þyrfti að vistast inni og fá hjálp.
Einnig er nauðsynlegt að börnin og amma og afi geti verið örugg.
Guð hjálpi þessari fjölskyldu allri.
Sá engin aldrei neitt athugavert við útlit þessara elsku barna,
eða er það bara eins og ég hef svo oft sagt, fólk vill ekki
skipta sér af þó það sé verið að murka smá saman lífið úr
börnunum, allavega sálarlífið.
FARIÐ NÚ AÐ VAKNA TIL LÍFSINS GOTT FÓLK:
VERIÐ MEÐVITUÐ: VIÐ VERÐUM AÐ STANDA ÖLL SAMAN
TIL AÐ UPPRÆTA OFBELDI AF ÖLLUM TOGA.
![]() |
Grunur um hrottalegt líkamlegt ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fyrir svefninn.
18.9.2008 | 20:45
Einu sinni komu þrír Reykvíkingar í kauptún úti á landi.
Þeir lögðu leið sína á hótel staðarins og báðu um kaffi.
Viljið þið hafa það sterkt eða milt? Spurði stúlkan.
Einn vildi hafa það sterkt, annar milt en sá þriðji sagði:
" það skiptir ekki máli með styrkleikann,
bara að það sé í hreinum bolla."
nokkru seinna kemur stúlkan inn með þrjá kaffibolla
og segir: " Hver bað um hreinan bolla?"
Ógift stúlka var spurð að því hvað hún væri gömul.
"29 ára" svaraði hún.
"Nú ég man ekki betur en þú hafir sagst vera 29 ára
fyrir þremur árum." " Já ansaði stúlkan.
"Ég er ekki ein af þeim sem segir eitt í dag og annað á morgun."
Nú lifi ég þessu lífinu fríða,
um lauslæti hugsa ég ekki par.
Fer snemma að hátta, er hættur að ríða
og hugsa um dyggðir og þess konar.
Sigurður Ívarsson.
Ó, mér gengi allt í vil
ef ég fengi að ríða.
Mig hefur lengi langað til
lítinn dreng að smíða.
Tryggvi Kvaran.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Held áfram að vera leiðinleg, að sumra mati.
18.9.2008 | 08:21
það er eins og ég kom inn á í gær, þetta eru manneskjur,
og það þarf að flýta afgreiðslu þeirra sem fyrst.
Ég er nú í algjöru losti eftir að vera búin að sjá myndband
það sem með þessari frétt fylgir.
Sóðaskapurinn er þarna í hávegum hafður, segir sig sjálft
það eru engar reglur,
hvernig væri að þessu yrði snúið við, já snúið við með smá
leiðbeiningum, aðhlynningu í bland við kærleikann.
Yfirleitt er þetta fólk bara að reyna að halda lífi, á engan að
og vantar eitthvað annað en fordóma.
Málið snýr þannig að mér, að eftir að búið er að koma fólkinu
inn í þessi hús er fólki alveg sama hvernig allt veltur,
bara ef það veit sem minnst af því, þetta er nú að mínu
mati staðreynd.
Veit ég vel að flóttamannabúðir erlendis eru hræðilegar, en
höfum við ekki ævilega sett út á þær aðstæður og framkomu
sem erlendis er viðhöfð við hælisleitendur?
Það höfum við gert stórum, þess vegna ættum við að hafa
þetta eitthvað betra hér hjá okkur.
Hjördís Árnadóttir framkvæmdastjóri Félagsþjónustunnar segist
ekki verða mikið vör við slíka gagnrýni en heimilismenn beri ábyrgð
á umgengni að mestu leyti sjálfir. Hún segir að mennirnir fái
strætókort og sundkort frá bænum og reynt sé að gera dvöl þeirra
bærilega. Það væri þó æskilegt að einhverjir þeirra hefðu tímabundin
atvinnuleyfi meðan þeir væru að bíða.
Vel mælt hjá Hjördísi, auðvitað væri betra að menn hefðu vinnu á
meðan þeir væru að bíða, en biðin yrði ósköp stutt ef að lausn finnist
á þeirra málum. Þætti nú gaman að vita hvað margir klukkutímar færu
í það á dag að sinna málum þessa fólks.
held bara að það sé ekkert verið að gera í þessu.
Til hvers er þá verið að hleypa þeim inn í landið?
Nú stóra málið að mínu mati eru fordómar á báða bóga, þeir eru ekki
síst frá þeirra hendi og af hverju eru fordómar, jú af vanþekkingu og
hræðslu við við hið óþekkta.
Það þarf að vinna vel í þeim málum bæði með okkur og þeim sem koma
inn í okkar land, það þarf að kenna fólki að,
ÞAÐ ER Í LAGI AÐ VERA ÖÐRUVÍSI
![]() |
Hælisleitandi kostar 6500 á dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Fyrir svefninn.
17.9.2008 | 20:26
Teitur og Sigga. Árið 1404
Þegar svarti dauði kom í Ólafsfjörð voru þar smalar tveir,
sem hétu Teitur og Sigga.
Það var einn morgun snemma, að þau voru að smala uppi
í fjöllum. Sýndist þeim þá ókennilega þoku leggja inn allan
Ólafsfjörð og réðu það af að halda ekki ofan til byggða fyrri
en þokunni létti af. Þoka þessi hélst mjög lengi og héldust
þau alla þá stund við á fjöllum uppi.
En er þokunni létti af, héldu þau til byggða.
Var þá allt fólkið í firðinum dáið.
Er Ólafsfjörður fór að byggjast aftur, var stundum ágreiningur
um jarðir og landamerki. var þá jafnan leitað vitnisburðar hjá
þeim teiti og Siggu.
Er hér sprottinn málshátturinn: Þá kemur til Teits og Siggu.
Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
Hér logar Maríuljós á þúfu. Árið 1404
Á bæ einum var það kvöld eitt seint, að bóndi þóttist viss um
að svartidauði væri aðeins ókominn.
Tendrar hann þá þrjú kertaljós og setur út í náttmyrkrið.
Síðan heyrir hannað sagt er: Skal hér heim?--- Nei, hér logar
Maríuljós á þúfu. Á þennan bæ kom svartidauði ekki.
Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
Tíu ára gömul stúlka, sem setið hafði og horft á svonefndar
hringborðsumræður kvöldið fyrir síðustu Alþingiskosningar
orti um það bil er umræðunum lauk:
Og grátbólgnir karlar kalla
" kjósið þið mig.
Því ég geri allt fyrir alla
og allt fyrir þig."
Og kynni nú einhver að segja að bragð sé að þá barnið finni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Á þá að skammta matinn með ausu á tindisk?
17.9.2008 | 09:45
Fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum vill að komið verði upp
lokuðum flóttamannabúðum eða flóttamenn verði settir í gæsluvarðhald á meðan mál þeirra séu skoðuð. Meirihluti allsherjarnefndar Alþingis komst að svipaðri niðurstöðu í áliti sínu um breytingar á útlendingalögum í vor.
Ekki ætla ég að deila á þá sem vilja koma upp lokuðum
flóttamannabúðum, þekki ekki þetta fólk og veit ekki
hvernig það hugsar.
Finnst það samt svolítið skondið þar sem við höfum löngum
sett út á aðfarir annarra landa í þessum málum, þar sem er
verið að loka fólk inn í búðum, en þær eru jú reyndar mismunandi.
Fimm útlendingar, frá Pakistan, Erítreu, Angóla, Kína og Indlandi sitja nú í fangelsi í Keflavík eftir að hafa verið teknir með fölsuð vegabréf á leið sinni til Kanada. Refsing við slíku er vanalega um 30 til 40 daga fangelsi. Óski útlendingar hinsvegar eftir hæli við handtökuna er þeim sleppt lausum og þeir fá að dvelja í Njarðvík í umsjá Félagsþjónustu Reykjanesbæjar.
Vandamál það sem upp er komið í sambandi við aðgerðir lögreglu
þar sem þeir uppskáru þessi ólöglegu vegabréf, peninga og eitthvað
fleira á að leysa við komu hælisleitenda til landsins.
Það á að senda þá strax til baka ef upp kemst um misferli á
einhvern hátt. það á ekki að búa til vandamál fyrirfram.
og allir eiga heimtingu á virðingu og umhugsun, það er ef við
leyfum þeim inn í landið að fara.
Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi lögreglustjórans, segir að vissulega geti það verið neyðarréttur og hluti þess að vera flóttamaður að ferðast um með fölsuð vegabréf. Svona mál séu alltaf erfið þar sem margir eigi afar bágt. Svo séu líka dæmi um annað. Hér hafi dvalið franskur ríkisborgari í talsverðan tíma á meðan mál hans voru til meðferðar í kerfinu og maður sem var eftirlýstur fyrir morð í Grikklandi sömuleiðis. Lögregla og íbúar í bæjarfélaginu hafi áhyggjur af því þegar slíkir menn gangi lausir bænum.
Að sjálfsögðu eru þessi mál viðkvæm.
En góðu menn ef eftirlýstur morðingi eða annar slæmur glæpamaður
sem er eftirlýstur af lögreglu um mestallan heim kemst hér inn í landið
þá er nú eitthvað að löggæslu þessa lands, já ég veit að það vantar fólk,
en við leysum þennan vanda aldrei með manneklu eða peningaskorti.
Ég held að menn ættu að tala minna og koma með lausnir.
![]() |
Vilja flóttamenn í varðhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fyrir svefninn.
16.9.2008 | 20:45
Í Setbergsannál er þess getið, að vetur hafi verið í meðallagi
þetta ár, en grasspretta mikil um sumarið og hafi hey nýst
vel. Þá hafi fiskafli verið góður og hlutir miklir syðra, undir
jökli og víðar. Þá var greint frá því að maður nokkur hafi
drukknað í Blöndu, og að hval hafi rekið á Austfjörðum.
Hvergi annars staðar er þessara atburða getið, né heldur
að hálft þingvallavatn hafi horfið um hríð, en um það
segir Setbergsannáll: ,, Hvarf um sumarið Þingvallavatn
nær til helftra nokkra daga. Vissu eigi menn af hverri orsök
var, Því að regn og úrkomur gengu. Vóx svo vatnið aftur
á einu dægri eins og áður var."
þetta gerðist 1402, hugsa sér það er hægt að lesa sér til
um þetta í annálum.
Hvernig skildi þetta verða eftir 6 aldir, skildu nokkrir hafa
áhuga á að lesa um það sem er að gerast í dag, hvernig
verður allt þá ef það verður þá eitthvað til.
kannski verðum við búin að tortíma heiminum, hver veit?
Þess vegna segi ég: ,, Verið meðvituð, hlúið að þeim sem
minna mega sín."
Kveldljóð.
Ó, þú sólsetursljóð,
þú ert ljúfasta ljóð
og þitt lag er þinn blíðfara andi.
Þegar kvöldsólin skín
finnst mér koma til mín
líkt og kveðja frá ókunnu landi
Mér finnst hugsjónarbál
kasta bjarma á sál
gegnum bylgjur þíns dýrðlega roða.
Ég geng draumum á hönd
inn á leiðslunnar lönd
þar sem ljóðdísir gleði mér boða.
Jón Trausti.
Það er undir okkur fólkinu í þessu landi komið hvort
Gísli Sverrisson og hans fjölskylda fær að njóta þess
er ljóðdísirnar gleði boða.
Góða nótt
Lesið færsluna hér á undan.
Takk fyrir að lesa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hjálpum Gísla Sverrissyni og fjölskyldu hans.
16.9.2008 | 10:01
Þórir er kennari á Laugum, og er öllum þar sem annarsstaðar umhugað
um að Gísli fái allan þann stuðning sem fólk getur veitt.
15.9.2008 | 13:36
Styðjum Gísla Sverrisson og fjölskyldu hans
Eftirfarandi tilkynning barst mér í tölvupósti og birti ég hana hér orðrétt.
Gísli Sverrisson er formaður Þríþrautarfélags Norðurlands, sem hefur staðið fyrir þríþraut á Laugum og víðar um Norðurland undanfarin ár.
"Gísli Sverrisson féll af hjóli sínu 2. september síðastliðinn þar sem hann var við æfingar ásamt félögum í hjólahóp frá líkamsræktar- stöðinni Bjargi á Akureyri. Við fallið hlaut Gísli hryggbrot og alvarlegan mænuskaða. Afleiðingar slyssins eru þær að hann er lamaður fyrir neðan brjóstkassa.
Gísla bíður löng sjúkrahúslega og endurhæfing. Þetta er mikil áfall fyrir hann, konu hans og fjögur börn og mikilvægt að fjárhagslegar áhyggjur bætist ekki ofan á það sem fyrir er. Fyrir liggja ferðalög fyrir fjölskyldu hans til að styðja við hann í Reykjavík þar sem hann liggur á sjúkrahúsi, auk kostnaðar sem fylgir því að laga sig að breyttum aðstæðum.
Vinir og kunningjar Gísla hafa ákveðið að leggja honum og fjölskyldu hans lið með fjársöfnun. Í kringum söfnunina verður skíðastaðasprettur þann 20. september n.k. Nánari upplýsingar um sprettinn eru á www.bjarg.is
Það er einlæg ósk og trú aðstandenda að sem flestir geti lagt Gísla lið með fjárframlagi. Þú ræður upphæðinni. Það eina sem þú þarft að gera er að millifæra á söfnunarreikning fyrir Gísla. Reikningurinn er skráður á nafn og kennitölu Gísla.
Reikningsnúmerið er: 0565-14-400216
Gísli Sverrisson: kt. 180561-7069
Aðstandendur og fjölskylda Gísla þakka þér kærlega fyrir veittan stuðning og biðja þig að koma upplýsingunum á framfæri".
Undir þetta skrifar Hjólahópurinn Bjargi, Akureyri.
Ég biðla til allra minna bloggvina að setja þessa færslu inn hjá sér,
og sér í lagi alla sem eru á Akureyri.
Þar býr Gísli og hans fólk.
Kærleik í loftið.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Eins og í gamla daga.
16.9.2008 | 07:51
með þeim afleiðingum að ungur maður var slegin hnefahögg
í andlitið og tvær tennur brotnuðu, tveir menn voru á móti honum,
en að sögn þeirra byrjaði sá sem sleginn var.
En skondið er að gömlu regluna þeir viðhöfðu, sem var:
,,Er maðurinn er kominn í gólfið eða jörðina þá var hætt."
Á stundum brutust út hópslagsmál en er þeim lauk var
staðið saman og stúturinn gekk á milli, allir vinir á eftir.
Vona að þessir menn verði bara vinir eftir sem áður.
Svona er lífið í réttunum.
Góðan daginn landsmenn góðir.
![]() |
Slagsmál á réttarballi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrir svefninn.
15.9.2008 | 20:20
og er hugur hans oft við veiðiskapinn.
Eitt sinn var hann á veitingahúsi með nafna sínum,
hauki Óskarssyni, rakara.
Þeir hitta þarna fallega stúlku og fer Haukur Jacobsen
að spjalla við hana og segir meðal annars:
" Þú hefur þær fegurstu og fínlegustu hendur, sem ég hef séð,
og ekki spilla fingurnir.
Þeir eru eins og spriklandi ánamaðkar."
Forstjóri nokkur frá Akureyri fór til Reykjavíkur í viðskiptaerindum.
Þegar hann hafði lokið erindinu, hugsaði hann með sér að gaman
væri að vera fáeina daga í viðbót og njóta skemmtanalífsins í
höfuðborginni, með konu sinni og jafnvel aðstoðarforstjóranum
sem var ókvæntur.
Hann hringir því í aðstoðarforstjórann og sagði:
,, Komdu suður með konu mína og frillu þína,"
" hve lengi hefur þú vitað um okkur?" Spurði aðstoðarforstjórinn?
Þeir sem ekki þola svona gróft á mánudagskvöldi, lesa eigi.
Þrælslega hefur þjakað mér
þessi næturleikur.
Litla greyið á mér er
eins og fífukveikur.
Góða nótt.



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)