þetta er miðjan á hruninu.

Stórtíðindi urðu á Wall Street um helgina, þegar tvö sögufræg
fyrirtæki þar hurfu af sjónarsviðinu, til viðbótar
Bear Stearns-bankanum, sem fór á hausinn fyrir hálfu ári.
Lehman Brothers var fjórði stærsti  fjárfestingabankinn í
Bandaríkjunum, stofnaður fyrir 158 árum. Merril Lynch var
stofnaður 1914.



Hefur ekki verið búist við þessu alllengi? það tel ég.
Undirbúningur hruns er búin að hanga við borðröndina all
lengi og nú er það komið upp á borðið.
Svo er sagt af ráðamönnum hér á landi að okkar bankar séu
svo vel settir að þeir muni standa allt af sér. Ja hérna, halda
menn að við séum hálfvitar, sem kunna ekki að leggja saman
 2+2 og fá út 4.
Það er verið að tala um að verðbólgan fari niður á næsta ári.
Já trúir fólk því?

Til viðbótar þessum fregnum hafa fréttist borist af því, að stærsta
tryggingafélag í heimi, American International Group (AIG), eigi í
miklum erfiðleikum og hafi leitað á náðir bandaríska seðlabankans
um neyðarlán.

Og alþjóðlegur hópur banka hefur tilkynnt, eftir fund með
bandarískum embættismönnum í New York, að lagt verði í sjötíu
milljarða dollara sjóð til að aðstoða fjármálafyrirtæki sem eigi í
vandræðum.

Fréttaritari BBC segir, að samanlagt séu þetta mestu tíðindi sem
orðið hafi á einum sólarhring á Wall Street síðan á þriðja áratug
síðustu alda
r
.

það er ekki hægt að telja mér trú um að þetta hafi ekki áhrif.
Og það verður gaman að sjá hvernig okkar bankar, ríkið, og
 tryggingarfélögin ætla að bregðast við er það fer að eignast
allar íbúði, bíla og fyrirtæki í landinu.
Eða á kannski að fara að lána manni núna fyrir öllum skuldum
með okurvöxtu, það væri svo sem eftir öllu
.

 


mbl.is Sögufræg fyrirtæki á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn að mótmæla, Hverju?

Hælisleitandinn Farzad Rahmanian, frá Íran,
sem sat fyrir utan lögreglustöðina í Reykjanesbæ í mótmælaskyni
í rúman sólarhring í gær er hættur sinni mótmælasetu.
Hverju var hann að mótmæla? Var hann að mótmæla aðgerðum
lögreglunnar á aðsetur þeirra í Njarðvík eða var hann að mótmæla
hvað það tekur langan tíma að afgreiða þeirra mál.

Ekki ætla ég að setjast í dómarasæti og dæma hvort þessir
menn eru glæpamenn eður ei, það er auðvitað blandað fé í öllum
réttum, en er ekki hægt að finna lausn á þessum málum
hælisleitenda?
Finnst að Þessu fólki er hleypt inn í landið og plantað í þessi
líka glæsihýsin, þá á að vinna hratt og vel að lausn fyrir hvern
og einn. Ef við höfum eigi efni á
(sem ég tel að þar standi hnífurinn í kúnni) að sinna þessu með
sóma þá á bara að senda þetta fólk beint tilbaka.

Það er að mínu mati mannúðlegra heldur en að hafa þá eins og
fé í rétt og gefa á garðann á vissum tímum, eins og gert er við
svo kallaða þurfalinga þessa lands.


mbl.is Hælisleitandanum ekið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Vitið hvað er mest um vert er maður hefur sig í að
byrja nýjan lífsstíl?
Fyrst og fremst að maður sé tilbúin til þess, síðan að
vera meðvitaður um það sem maður er að gera, fylgist
með hvað maður lætur ofan í sig og hvað er í því sem maður
borðar.
Það sem mér fannst skemmtilegast var hvað þetta reyndist
vera gaman stúdera fræðibækur um mat og gildi hans, huga
að kryddum og hver voru best fyrir mann, baka sjálfur sín eigin
brauð og vinna hellst allt frá grunni sjálfur, með því að gera það
veistu hvað er í matnum og hvað hann er gamall í raun og veru.

Skipulagning er að sjálfsögðu nauðsynleg í öllu sem við gerum,
já sumir eru nú ekki hrifnir af, er maður byrjar á tali um það.
En að skrifa niður það sem þið borðið, bara gaman.
halda öllu þema sem þið setjið ykkur, bráðnauðsynlegt.
Ef maður heldur sér ekki við sett mark, þá hrinur allt.
Þá verður maður svo svekktur og jafnvel gefur skít í allt.

Nei nei bara að nota góða skapið og fólk breytist smá saman
yfir í það þema sem er nauðsynlegt til að ná árangri sem varir
um alla framtíð, því lífstílsbreyting er eilíf.

                   Þetta skal ég segja þér
                   sama á hverju gengur
                   allt sem lífið í þér sér
                   kallast góður fengur.

Vini marga á ég hér
sem hef ei augum litið.
Við stöndum ekki ein og sér
saman gjöldum, greiðvikið.

                                  Góða nótt
HeartSleepingHeart


Nýtt þema hjá mér. Og smá um lífstílinn

Það eru allir að skipta um þema svo ég varð að prófa,
er ekki fullbúin á eftir að velja mér toppmynd.
Þessi litur er sá litur í litakortinu sem gefur hvað mesta hlýu
frá sér út í heimilið.
Eftir að ég málaði einn vegg í þessum lit reyndar aðeins brúnni,
þá er stofan allt önnur og ég fæ ekki leið, síður en svo.

Hér í tölvuherberginu er ég með antik grænan lit, yndislegan.

Var að undirbúa kvöldmatinn sem verður Gullach súpa, með engu kjöti
bara fullt af grænmeti, það tekur svolítinn tíma að skera niður allt
grænmetið svo gott er að vera búin að þessu, síð hana svo seinna í dag.
Gerði í stóran pott svo frysti ég í mátulegum boxum fyrir okkur, gott að
hafa til að grípa í.

En í dag eru bráðum 5 vikur síðan ég byrjaði mína lífstílsbreytingu og það
eru farin 5 kg og er ég afar ánægð með það, ég missti 2 kg í síðustu viku
mér finnst það of mikið en það bara fór, ég er ánægð ef ég missi 1/2 kg á
viku.
En mest um vert er þegar um svona breytingar er að ræða, er það sem
þú hefur hent út úr skápunum, ef þú ferð að skoða allan þann dulda
sykur sem ofan í þig lætur í öllum daglegum vörum sem þú ert að borða
og heldur að sé allt í lagi með, en það er það bara ekki.
Allar unnar kjötvörur, mjólkurvörur, pakkasúpur og sósur, niðursoðið allt
mögulegt, súrsæta sósan sem þú kaupir út í búð, já ég gæti talið endalaust
upp, en ef þið hafið áhuga á bættri heilsu þá kynnið ykkur málið.

Ég er ekki að segja að maður megi aldrei eitthvað, maður á að leifa sér
en ég segi fyrir mitt leiti ég vill frekar holt en óholt.
Knús kveðjur

Milla.Heart

Heilasellu-hristingur.

Sellu hristingur veit nokkur hvað það er eiginlega fyrir hristing?
Ég held að það sé svona hristingur sem kemur heilasellunum
á sinn stað, það er að segja ef þær hafa farið af leið.
Stundum gerist eitthvað, sem maður veit hreinlega eigi af hverju,
hvernig eða bara hvort hafi gerst svo ringlaður verður maður.

Fyrst er eitthvað gerist, eins og að maður fái á sig ljót og ósmekkleg
orð, ja til dæmis frá einhverjum sem aldrei hefur augum mann litið
þá verður maður svolítið hvumsa, svarar, og ferlið tekur völdin.
Maður reynir að réttlæta sinn hlut, en maður fær bara meiri dónaskap
yfir sig, lokar á það og verður svo bara meir og meir hissa á öllu sem
er að gerast í kringum mann.
Hverjir eru einlægir gagnvart sjálfum sér?
það  er ekki nóg að fólk viti að aðgát skal höfð í nærveru sálar,
því ber að fara eftir því líka.
Því að svo er hægt að særa fólk að eigi verður úr því bætt,
enda þeir sem eru í þeim geira að særa aðra, kunna bara ekki betur.


          Gamla Kisa.             Jakob Thorarensen.

          Hún kisa var komin að bana
          og kallaði mýsnar til sín
          að sænginni og klökk hún sagði:
          ,, Æ svona er nú heilsan mín"

          Nú sættumst við elskurnar allar,

          áður en bugar mig hel.
          þó margt hafi borið á milli
          þá meinti ég hlutina vel.

          Ég nartaði ólukkan illa
          en æri er mín lífsskoðun breytt.
          Nú kveðjumst við, kropparnir litlu,
          og kyssumst að skilnaði heitt.

          Þá guggnaði músin sú minnsta
          og munninn hún rétti fram.
          En kastaðist svikin og kvalinna         
          í kattarins rándýrshramm.

          Og kisa var aftur á kreiki
          það kvöld og ei iðraðist þess.
          Lá matráð í meyjanna keltum
          og malaði södd og hress:

          ,, Ég veit ég er gölluð og gömul
          og gerist til veiðanna stirð.
          Mín einasta hjálp er hvað hræsnin
          er hentug og mikilsvirt."

 Þetta ljóð er alveg magnað og á vel við
endilega lesið það vel.

Góðan dag til ykkar allra sem hingað inn koma.


Brauðuppskriftin góða.

þegar Silla og Gunni voru hjá okkur um daginn gaf ég þeim
heimabakað brauð, hrökkbrauð, og með þessu var smurostur,
smjör, heimatilbúið marmilaði og bláberjasultan sem Gísli bjó
til um daginn.
Þau voru svo hrifin af brauðinu svo Silla mín hér færðu uppskriftina.

400  gr spelt
400 gr  heilhveiti
     1 dl sólblómafræ
  1/2 -  hörfræ
  1/2 - sesamfræ
 4 tesk lyftiduft   helst vínsteinslyftiduft,(hollara)
 1  --    natron
 1 --     sjávarsalt
5  dl    súrmjólk
41/2 dl vatn

Öllum þurefnum blandað saman í skál, vætt í  og elt saman
ég elti deigið bara saman með hendinni í hnoðskálinni.

Bakað við 180 gr í ca 1 klst og 15 mín.
takið úr ofninum og látið kólna undir röku stykki
best er ef maður á brauðhníf að sneiða brauðið er kalt er og frysta,
svo tek ég bara út og rista, þetta er æðislegt brauð fullt af orku.

Þessi uppskrift er úr bókinni hennar Yesmine Olssen og er þessi
uppskrift frá tengdamömmu hennar sem heitir Klara og heitir því
brauðið, Klörubrauð.

Bendi ykkur á þessa bók hennar Yesmine fróðleikurinn í henni er
bara áhugaverður, til dæmis allt sem hún segir okkur um kriddin
er hverjum gott að vita.
Gangi ykkur vel.
Kveðja
Milla.
Heart


Var ekki einhver að biðja um uppskriftir?

Maturinn sem ég hafði í gærkvöldi.

Svínalundir sneiddar og snyrtar
steiktar á sjóðandi heitri pönnu og í
eldfast mót salt og pipar yfir.

Ferskjusósa.

3      dl    svínasoð eða vatn +2 svínakjöts-teninga.
1/2 dós   ferskjur
1/2  --    sýrður rjómi           ég notaði létt yogurt
1     dl    rjómi                      ég notaði  kaffirjóma
1   tsk    Karrý madras
1 matsk Teryaki soja
1  ---      Mangó Chutney
              helminginn af safanum úr dósinni

Hitið kryddið í olíunni allt sett út í soðið í 2 mín,
síðan hellið yfir kjötið inn í ofn í 15- 20 mín.

Borið fram með brúnum grjónum og fersku salati að
smekk hvers og eins.

Æðislegur matur og sósan örugglega góð með kjúkling,
lúðu og skötusel.

Einn svona prufurétt gerði ég. það var Indverskur pottréttur.

2-3 matsk   olía helst kaldpressuð kókosolía.
1      ---        Curry-paste
1/2 tsk        engiferduft
1/2  -           Cummen duft
1/4  -           Cilli eða cayenne pipar
 dass af       sjávarsalti
2     st          tómatar smátt skornir
1   Dós lífrænt ræktaðar bakaðar baunir
 1 búnt ferskur kóríander           ég notaði basil.

Olían sett í pott og allt kryddið út í hitað vel saman
síðan allt út í og látið malla í um 5 mín.

bara þessi réttur með grjónum og salati er topp máltíð
Það má auðvitað nota kjúklingabaunir í þennan rétt
ef fólk vill.
Gangi ykkur vel  og BONE APETIT.


Ræðusnillingar ná ætíð eyrum manns.

Haustþingi lauk í gær, og þar með 135. Löggjafaþingi
þjóðarinnar.
Þingfundir voru 123 og stóðu í 606 klukkustundir.
Ókrýndur ræðukóngur löggjafaþingsins var að sjálfsögðu hinn
frábæri vinur minn Steingrímur J Sigfússon, hann er fyrir utan að
vera ræðusnillingur, afar vel gefinn og skemmtilega vel máli farinn.

Það var eins og með Jón Baldvin Hannibalsson er hann ver á þingi
og eða kom fram einhversstaðar, ætíð hlustaði maður og gerir en.

þessi skoðun mín kemur eigi neitt við skoðun minni á pólitík.
Það eru til snillingar í öllum flokkum, sumir ná eyrum manns
vegna ræðusnilldar sinnar, en aðrir hafa bara eigi þá gáfu að
getað talað svo vel fari.
Annað í þessu er, að eigi er sama hvernig ræðan er samin,
sumar eru afar langdregnar og hundleiðinlegar, en aðrar
svo vel orðaðar að maður hefur unun af að hlusta á, þó að
maður sé eigi sammála þá er í góðum ræðum ætíð einhver boðskapur.


mbl.is Steingrímur talaði lengst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Kæru bloggvinir, nú er dagur að kvöldi kominn, og er hann búin
að vera yndislegur.
Í morgun kom litla ljósið í pössun, við fórum saman í búðina að
versla smá, mamma hennar gaf henni 100 kr til að kaupa ís,
Mín fór að velja ís, hún vildi fá snjókallaís og eins og allir vita þá
er hann 10 st í kassa svo við sögðum henni að láta kassann í
innkaupakörfuna, já og svo borga ég konunni peninginn, já
allt í lagi segi ég, er að kassanum kom sást hún hvergi, fór að vita
um hana þá var hún inni í blómabúð hjá mömmu sinni.
Síðan kom afi að sækja okkur er hann var búin að setja vörurnar í bílinn.
Ég segi er við komum út í bíl, Aþena Marey hvaða pening ertu með?
Sem mamma gaf mér, nú áttir þú nú ekki að láta konuna við kassann
hafa peninginn? Jú ég bara gleymdi því, útrætt mál.

Pabbi hennar kom svo í hádeginu var búin að vinna, við fengum okkur
snarl saman, þau fóru svo heim og afi fór að sækja englana mína fram
í Lauga þær voru að sækja um nýja passa og fara í myndatöku fyrir kortin.
Síðan var aðeins farið í búðir, heim og við borðuðum saman í kvöld.

Í matinn voru svínalundir með ferskjukarrý -sósu, brún grjón,salat.
Ég bjó líka til Karrý rétt með sauja og kjúklinga baunum sem er gott að
hafa bara sem sér rétt eða sem meðlæti hrikalega góður.

                Kvótabragur.

Þegar kvóti var settur á ástarlífið.
( Elliheimili Húsvíkinga heitir Hvammur.)

                Það kom um daginn kvótablað
                um hvað ég mætti gera það
                oft á þessu ári.
                Eflaust var ég svekkt og sár
                að sjá á blaði þetta pár
                en ei svo tæki tári.

                Bjartsýni mér borin er
                í blóði skal ég segja þér
                ég sagði, allt í lagi.
                Vorið færir líf og ljós
                og líka karlinn út til sjós,
                þá fækkar þessu fagi.

                Sumarið er sigið á
                svona fór um ætlan þá
                kvótinn bráðum búinn.
                Sumarfríið eftir er
                eitthvað má nú gamma sér
                ég er öllum ráðum rúin.

                Er haustið fer að halla að
                ég hugsa fer um kvótablað.
                Hvað á ég að gera?
                Er kaldur vetur kominn er
                hvernig á að ylja sér?
                Ekkert við að vera.

                Nú er ástin orðin heit
                ég ötul er í kvótaleit,
                hef mig alla í frammi.
                Þá fæddist hjá mér lítið ljós,
                það líka alltaf vel til sjós.
                Ég kaupi kvóta í Hvammi.

Þessar eru eftir hana Ósk, frábærar að vanda.

                              Góða nótt
Sleeping         


Stórkostlegur!

Ó hefði ég bara getað verið á þessum tónleikum.
Hann er svo yndislegur hann Hörður Torfason að það
er leitun að öðrum eins listamanni.
varð bara að segja þetta.
takk fyrir að vera til.

mbl.is Tvennir tónleikar sama kvöldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir, enda gott veður í dag.

Þetta eru gleðifréttir og að Minjavernd stjórni verkinu er
bara það besta, þá verður þetta gert eins og vera ber.
Hlakka til að sjá aftur þessa gömlu kæru mynd  í miðbænum
mínum.
                      Eigið góðan dag.

mbl.is Lækjargata 2 tekin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Ég ætla að byrja á því að óska þeim til hamingju sem stóðu
fyrir stofnun, samtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna
þolenda.
Þar eru í fararbroddi Ingibjörg Helga Baldursdóttir og
Þráinn Lárusson. Sonur þeirra gafst upp á þessu lífi sem honum
bauðst á jörðu hér 21 júní 2008. vegna eineltis.

Ég dáist af þessum foreldrum fyrir dugnaðinn í þessu máli
og  eiga þessi samtök eftir að eflast og verða mörgum til hjálpar.
Endilega farið inn á síðuna hjá henni Ingibjörgu og kynnið ykkur
málið. Slóðin hennar er ingabaldurs.blog.is
                                                      
Þekkið þið ekki einhvern sem er undirleitur, dulur, brosir sjaldan,
fer helst sínar eigin leiðir. verið viss um að þarna er eitthvað að.
Látið ykkur varða, við verðum öll að taka þátt.

Guð gefi að okkur öllum gangi vel í baráttunni gegn einelti.

                       Segðu mér, er fólkið frjálst,
                       finnur það ástina björtu?
                       Eða er það dæmt til að þjást,
                       þangað til bresta hjörtu?

                       Segðu mér, hvert er þitt svar
                       er sannast reynist?
                       Segðu mér, hversvegna, hvar
                       og hvað á bak við leynist!

                      Þegar kuldinn fer að kyrja,
                      kannski jafnvel notar stuð!
                      Þá hef ég heimtingu á að spyrja:
                      ,, HVAR ER GUÐ?!?"

Góða nóttHeartSleepingHeart


Hvenær urðu þær til?

Horfur varðandi fjárhag ríkissjóðs eru jafnvel heldur betri við áttum von á,
og útlitið með hagvöxt á árinu í heild er líka betra heldur en spáð hafði verið. Og það eru jákvæð tíðindi," segir Geir H. Haarde forsætisráðherra varðandi nýjar tölur Hagstofu Íslands varðandi hagvöxt „Útflutningurinn er að stórvaxa, og hann er mikilvægur liður í þessu. Aftur á móti eru þjóðarútgjöldin, þar með talin einkaneyslan, að minnka mikið. Og samtals eru þetta hvorttveggja góð tíðindi, því að þetta þýðir það að þenslan er að minnka, en útflutningurinn að sækja mjög í sig veðrið - m.a. vegna aukinnar álframleiðslu.


Kom þetta þá bara upp í hendurnar á þeim, eða hvað?
Auðvitað er einkaneyslan að minnka við höfum engu að eyða
.

Geir bendir á að vandinn sem Íslendingar standi frammi fyrir núna sé fyrst og fremst verðbólgan. „Hún skýrist af stórum hluta af sveiflum í genginu, og lækkun gengis krónunnar, sem aftur á móti skýrist af stórum hluta af því að það er ekki gjaldeyrir að koma inn í landið með eðlilegum hætti út af lánsfjárkreppunni í útlöndum."Geir bendir hins vegar á að flestir spái því að verðbólgan muni ganga nokkuð hratt niður á næstu mánuðum. Þar með muni vextirnir lækka í kjölfarið. Gangi þetta eftir sé staðan betri en margir hafi gert ráð fyrir.

Vandinn er að mínu mati margþættur og er búin að
Viðgangast allt of lengi.
Og núna er þeir sjá að allur almenningur er að fara
í kol og brand þá koma þeir með eitthvað svona sem
átti að koma fyrir löngu síðan.
Það er búið að pína okkur allt of lengi.

Þætti mér svo vænt um ef Hagstofan mundi reikna út
hvað mörg á við yrðum að ná okkur á réttan kjöl aftur?
Það hlýtur að taka mörg ár fyrir okkur að borga upp
vaxtahækkanir + allar aðrar hækkanir sem orðið hafa.


Fyrsti Hjallastefnuskólinn í Reykjavík.

Til hamingju Reykjavík með hjallastefnuskólann þann
fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík.
Eins og flestir vita  var fyrsti leikskóni þessarar tegundar
stofnaður í Hafnarfirði urðu þeir svo fleiri og fleiri og eru
nú afar víða sem betur fer.
Mig minnir að fyrsti grunnskólinn hafi farið af stað í Garðabæ.

Að mínu mati er það afar nauðsynlegt fyrir börn sem byrja á
hjallastefnuleikskóla að geta haldið áfram í hjallastefnuskóla,
en því miður gengur það eigi ætíð upp.

Ég veit um dæmi þess að til dæmis börn með ADHD hefur gengið
betur og verið glaðari á Hjallastefnuleikskóla enn venjulegum
með fullri virðingu fyrir þeim.

Margrét Pála gangi þér vel í að efla þessa frábæru skóla þína.
Það sem mér finnst svo frábær, að þú skulir fá allt þetta fólk til liðs
við þig, það sýnir að til  eru kennarar og leikskólakennarar sem eru
tilbúnir að brjótast út úr rammanum og gera eitthvað nýtt sem er samt
bara gamalt og hagnýtt með góðu breytingarinnleggi.
                              Góðar stundir.


mbl.is Nýr Hjallastefnuskóli í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Jæja gott fólk hér hefur gengið á ýmsu í dag,Og á ég
eiginlega ekki til orð yfir bæði klámfengið-orðalag og
vanvirðingu við fólk í háska.

             kallaðar erum væluskjóður
             og öðrum sposkum nöfnum,
             en eigi lyndum, við það fóður
             sem gefið er af huldum körlum.

Fáum eina góða úr Íslenskri fyndni.

Fyrir allmörgum árum fóru Þingeyskir bændur í ferðalag
 vestur í Húnavatnssýslur. Að sjálfsögðu fóru þeir ríðandi
og auðvitað á skagfirskum gæðingum.
 Meðan á ferðinni stóð gerði slæmt veður á norðurlandi vestra
og var þá þessi vísa kveðin:

           Ekki er kyn þó veður vont
           verði í húnaþingum,
           þegar um landið þingeyskt mont
           þeysir á Skagfirðingum.

Góða nótt og takk fyrir í dag  HeartSleepingHeart

 


Þetta er hræðilegt, hundruðir manna deyja.

Já manni verður mikið við allar þessar hamfarir þær eru endalausar.
Hundruðin og þúsundir manna deyja, hvar endar þetta allt saman?
Það endar nefnilega aldrei, því náttúruhamfarirnar endurtaka sig
árlega.
Megi góður guð vernda allt þetta fólk.

mbl.is Lýst yfir hættuástandi í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna nú slæ ég mér á lær.

Ef ég hefði verið Þessi mæti maður Björgólfur Guðmundsson,
hefði ég látið þá bara rúlla, en ég er ekki hann.

Því er nú ver þá ætti ég kannski meiri peninga.

Trúlega verða þeir að gera þetta svona til að bjarga því sem
þeir sjálfir eiga í þessum fyrirtækjum, eða er þetta bara góðverk?

mbl.is Björgólfsfeðgar tilbúnir að bjarga Eimskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Sjáið til, er búin að ákveða að vera frekar leiðinleg
svona annað hvort kvöld, eða það fer eftir því hvað þið kallið
leiðinlegt.

Gaman að segja frá því að vorið 1987 var haldin í Borgarleikhúsinu
hjálpartækjasýning fyrir fatlaða og ráðstefna um aðstæður þeirra.
Á meðal ræðumanna voru Märta Tikkanen frá Finnlandi og
Sveinn Már Gunnarsson barnalæknir.
Erindi þeirra voru mjög áhugaverð. Hjónin Mattías og Heidi
leituðu þá til Sveins Más um stofnun félags foreldra misþroska barna.
Sveinn var mjög áhugasamur og hvatti til stofnunar félags sem yrði
fyrst og fremst foreldrastýrt.
Um haustið hittust foreldrar á meðan börnin voru í æfingu hjá SLF
að Háaleitisbraut og myndaðist þar lítill en áhugasamur hópur um
stofnun félags. þar voru m.a. Heidi, Guðlaug, Ester, Guðrún og Hervör.
fundað var í heimahúsum nokkur skipti þar til boðað var til
undirbúningsfundar að Hótel sögu var pantaður 40 manna salur,
en það komu 130 manns og sem betur fer var annar salur á lausu.

Stofnfundur var síðan haldinn 7/4 1988 og gengu 90 manns í félagið
fyrsta árið.
Hún Heidi sem um er talað er hún Heidi bloggvina mín og margra annarra.

Ein saga eftir hann Alexander, hann var iðin við að segja sögur er
hann var 6 og 7 ára, bara eins og flest börn.


                   Íkorninn og hundurinn

Einu sinni var íkorni og hann var að týna hnetur og svo kom
skógarbjörn og þá klifraði íkorninn upp í tréið sitt.
Svo kom hundurinn vinur hans og rak skógarbjörninn í burtu.
Svo fór íkorninn niður og sagði við hundinn: Góðan dag.
þá sagði hundurinn eigum við að koma að leika okkur
og íkorninn sagði já. þeir fóru að sippa allan daginn.
Íkorni og hundur segja nú bless.

              Og ég segi góða nótt.HeartSleepingHeart


Til hamingju Agnes Bragadóttir.

                         Agnes Bragadóttir.

Ákvörðun Árna kemur Agnesi ekki á óvart

„Þessi yfirlýsing Árna kemur mér ekkert á óvart," segir Agnes Bragadóttir um ákvörðun Árna Johnsen um að falla frá málsókn á hendur henni. 

„Ég held að hann hafi gert sér grein fyrir því þegar hann skoðaði málið nánar, að hann var auðvitað með algerlega tapað mál í höndunum og hefði þurft að kosta ærnu til. Ef Árni þarf að borga sjálfur, þá hefur hann ekki áhuga. Yfirlýsing hans er fáránlegt skítkast og allt í lagi með það. Ekki dettur mér í hug að fara í mál við hann út af henni. Ég geri þó athugasemd við það sem segir í yfirlýsingunni um að við séum gamlir starfsfélagar og hann viti „ekki um neitt illt á milli okkar frá þeim tíma". Ég ætla að rifja upp fyrir Árna sumarið 2001 þegar ég var fréttastjóri á vakt og hann hafði Morgunblaðið að ginningarfífli með hreinum lygum í sambandi við vaxdúkinn góða," segir Agnes.

Þú stendur upp úr eins og ævilega.
Kveðja
Milla.


mbl.is Ákvörðun Árna kemur Agnesi ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er að fara í vinnu.

SO! mundu sumir segja, en þar sem ég hef ekki unnið
utan heimilis í áraraðir þá er þetta tilhlökkunarefni fyrir mig
þó bara sé um einn dag í viku að ræða.
Ég tók að mér í sjálfboðavinnu að halda utan um föndurdaga
í Setrinu í vetur, svo framanlega sem fólkinu líkar vel við mig.

Núna ætla ég að fara að fá mér te og brauð, byrja síðan kl 12
að vinna.
Heyri í ykkur í kvöld mæta fólk.
Milla.Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband