Fyrir svefninn.
4.11.2008 | 18:53
Er orðin svolítið syfjuð og þreytt, er frekar slæm, en var samt í
vinnunni minni í dag.
Það var æðislegt að sjá salinn lifna við í jólaföndrinu, þær voru
að gera snjókalla, piparkökufjölskyldu þetta tvennt er unnið úr
kántrý filti og æðislega sætt.
Sumar voru að gera frauðhjörtu setja á þau flauel og skreyta
með pallíettum og kúlum að vild, aðrar voru að sauma í plast
jólahjörtu og en aðrar að mála á gler.
það var virkilega gaman hjá okkur og bara allir komnir í stuð
fyrir jólin.
Við fengum okkur heimalagaða súpu með laukbrauði áðan,
borðuðum frekar snemma, ég var orðin mjög svöng.
Er bara að hugsa um að fara snemma í rúmið.
Fer í þjálfun í fyrramálið.
Heimsókn úr Öræfum.
Þú komst úr Íslenskum hversdagsleik,
og hvernig sem á því stendur,
þú kveiktir ljós á þeim lampakveik,
sem löngu var orðin brenndur.
Og nú sit ég hljóður og hugsa um það,
sem hendir á sumarkvöldum,
að útþráin leiðir oss heim í hlað
eftir hlakkandi dans á öldum.
Svo mundu, þótt bak við hinn blikkandi sæ
öll blóm virðast ljúflega anga,
að hamingjan býr í þeim hugljúfa blæ,
sem heima strauk þér um vanga.
Bjarni M. Gíslason.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Vanskilafólk og skilafólk.
4.11.2008 | 07:59
Undarlegasta sem ég hef lent í gerðist hér um daginn.
Við gamla settið stóðum frammi fyrir því að lenda í vandræðum
með að lifa eða að borga af okkar lánum, svo ég snéri mér til
okkar banka og bað um frystingu á tveimur lánum, þannig að við
mundum bara borga vextina í nokkra mánuði.
Þjónustufulltrúi minn sem er í alla staði yndisleg,
sagðist ætla að kanna það, nú svarið var að eiginlega væri þetta
bara gert fyrir vanskilafólk og þar sem við hefðum aldrei verið það
þá væri erfitt að hjálpa okkur.
Sem sagt við hefðum þurft að fara í þriggja mán vanskil til að fá hjálp.
Ég bað þá þessa vinkonu mína að segja þeim sem öllu réðu að
þeir gætu þá bara troðið þessu upp í, þið vitið.
Nú við fengum þessu framgengt, þannig að við erum að fá um 30.000
á mánuði til að lifa fyrir, í nokkra mánuði höfum við bara haft minna en
ekki neitt og ef ég ætti ekki svona yndislega fjölskyldu þá veit ég
eiginlega ekki hvernig þetta hefði farið.
Enn svona til gamans skal ég segja ykkur að ef þið farið í vanskil með
bílalánið, þá er ykkur ekki hjálpað með það, bara að láta ykkur vita.
Gremjulegast við þetta er að við höfum aldrei fengið þessi lán,
Þetta eru eigi peningar sem við fengum til eyðslu.
Þau eru vegna vanskila sumra við Gísla og þurfti hann á sínum tíma að
taka lán til að hreinsa upp skítinn eftir aðra.
Engin getur tekið á sig par millur bara sí svona.
Ég er núna fyrst að borga af gömlu láni sem ég fór með út úr mínum skilnaði,
1993 var samið um það í fyrra og líður mér vel með það.
Vextir og hækkanir í greiðsluþjónustunni hafa hækkað um 45.000
engin þolir það, sem er á þurfalingalaununum hjá ríkinu.
Mátti til að segja ykkur frá þessu, en ég er bara góð og létt í skapi
þýðir ekkert annað nenni eigi að vera að ergja mig á þessu, því
það er fólk sem er miklu ver statt en ég.
Ég á þó mitt heimili, ást og kærleika, engin getur tekið það frá mér.
Ef þið þurfið aðstoð farið þá strax í að leysa það.
Guð geymi ykkur öll.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Fyrir svefninn.
3.11.2008 | 20:32
Góður dagur á enda, næstum runninn, í morgun fórum við gamla
settið á ról í Apótekið og svona ýmislegt.
Er heim komum fengum við okkur te og brauð, þá hringdi Dóra og
bað Gísla minn að sækja sig fram í Lauga, hann fór strax af stað.
Er þau komu til baka fórum við mæðgur á búðarráp, Dóra þurfti
að versla ýmislegt eins og gerist og gengur með þetta sveitafólk.
fórum svo að sækja litla ljósið kl 2 hún var afar glöð að sjá Dóru
frænku sína sækja sig, hún kom svo með okkur í nokkrar búðir
síðan heim, fengum okkur kaffi og brauð, Milla mín kom og það var
spjallað að vanda.
Gísli ók síðan Dóru heim um fjögur leitið. Milla fór með ljósálfinn
í fimleika og litla ljósið varð eftir hjá ömmu sinni og var hún að horfa á
þyrnirós.
Á morgun stendur til að byrja að jólaföndra í vinnunni minni,
hlakka til þess.
Draumalandið.
Ó leif mér þig að leiða
til landsins fjalla heiða
með sælu sumrin löng.
Þar angar blómabreiða
við blíðan fuglasöng.
þar aðeins yndi fann ég.
Þar aðeins við mig kann ég.
Þar batt mig trigða band,
því þar er allt sem ann ég
þar er mitt draumaland.
Jón Trausti.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
HUGLEIÐINGAR DAGSINS.
3.11.2008 | 07:37
Það skildi þó aldrei vera að maður gæti fengið sér á
brunaútsölu, Sumarhús eitt glæsilegt, nóg er framboðið.
Æ Æ ég gleymdi að ég á eigi pening, ekkert frekar en megin
þorri þjóðarinnar, en hvað með það við eigum kærleikann,
hann getur engin tekið af okkur.
Menn segja að það dragi úr líkum á álveri á Bakka við Húsavík.
Eftir ákvörðun Alcoa um að fresta rannsókn sem fyrirhuguð var
upp á tvo miljarða, á Þeystareykjum.
Aldrei hef ég nú verið svartsýn á þetta álver, eða bara yfirhöfuð,
en tel núna að það muni eigi rísa um langa hríð eða aldrei.
Sútumst eigi yfir því, þeir ráðamenn sem eru ráðnir til að hlú að
atvinnuuppbyggingu í landinu svona vítt og breytt hljóta að vera
með plan B. þá er bara að hrinda henni í framkvæmd.
Getur það átt sér stað að engin svona nefnd sé til, sem á að sjá um
að allir landsmenn hafi jafnan rétt til búsetu þar sem þeir kjósa að búa
og atvinnan sé nægileg á þeim stað, jú það hlýtur að vera, svo margar
eru jú silkihúfurnar að einhverjar hljóta að hafa átt að sinna slíku.
Og eitt verð ég að láta út úr mér, það þýðir ekkert fyrir ráðamenn að
segja að þeir hafi nú eigi búist við þessari kreppu, ef þeir segja það
eru þeir að ljúga.
Alcoa bíður starfsmönnum sínum upp á sálfræði hjálp í ljósi þess
ástands sem hefur skapast í landinu.
Það er nú bara flott hjá þeim.
Skildi ekki ríkið bjóða sínu fólki upp á það sama?
Hugið að því að meira að segja náttúran veit að henni ber að hjálpa
til og þar reið rjúpan okkar fallega yndislega og góða á vaðið og er
farin að fjölga sér betur en á horfðist.
Ég man þá tíð er maður átti rjúpur á jólum, áramótum og páskum,
svo maður tali nú ekki um gæsina sem var á borðum allt árið.
Kannski þeir auki kvótann svo sjómennirnir geti fær björg í bú.
það þarf nefnilega að veiða fisk til að hann aukist,
er það ekki annars?
Hreindýri bjargað úr gjótu það er bara yndislegt,
en í ofninn hefði ég viljað hafa það.
Eigið góðan dag
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fyrir svefninn.
2.11.2008 | 21:34
Er við komum til Millu og Ingimars í kvöld, var frekar hljótt
inni engin sem kom og sagði amma afi, en allt í einu upphófst
afmælissöngurinn til ömmu sinnar og mikil gleði var er þær, ljósin
mín, föðmuðu ömmu og afa hann átti nefnilega afmæli í okt. svo
þetta var líka matarboð fyrir hann.
Síðan fengum við pakka mikinn og í honum voru æðisleg jólakerti,
jólaservéttur allt frá Sía. shammpó, hárnæring og gel í hárið og fullt
af tapenade,pestó, tahini og öðrum gormet vörum.
Einn sælgætispoki var í pokanum, en það voru Bingó kúlur
uppáhaldið hans Gísla míns.
Nú það þarf ekki að taka það fram að maturinn var æðislegur,
svínalundir,
sætar kartöflur og venjulegar, settar saman í ofn með osti á
gljáð grænmeti og rjómaostasósa.
Bara æðislega gott, á eftir fengum við ostaköku og kaffi.
Kveldljóð.
Ó, þú sólsetursglóð,
þú ert ljúfasta ljóð
og þitt lag er hinn blíðfagri andi.
þegar kvöldsólin skín
finnst mér koma til mín
líkt og kveðja frá ókunnu landi.
Mér finnst hugsjónabál
kasta bjarma um sál
gegnum bylgur þíns dýrðlega roða.
Ég geng draumum á hönd
inn í leiðslunar lönd
þar sem ljóðdísir gleði mér boða.
Jón Trausti.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Frétt sem gleður.
2.11.2008 | 08:55
Í staðin fyrir að argast út í ástandið í landinu, sem er að
sjálfsögðu afar bágt, fólk missir vinnu, vextir hækka, engin
verður atvinnuuppbyggingin og þeir sem hafa laun eins
og ellilífeyrisþegar og öryrkjar geta ekki látið enda ná saman.
Þá tek ég Pollýönnu leikin á þetta allt saman og sýni ykkur þetta
undur, og þau eru mörg undri, bara ef þú villt sjá þau.
// Norðvestan vindar hafa verið ríkjandi á Fáskrúðsfirði undanfarna
daga og í dag var engin breyting þar á. Í ljósaskiptunum í kvöld var
ljósasýning á suðurhimninum eins og gjarnan í vestlægum áttum
og kætir flesta sem hafa tíma til að líta til himins.
Yndisleg frétt og hver hefur eigi tíma til að njóta himinsins svona
undurfagur sem hann er þarna.
Það kostar ekkert og við fáum ómælda gleði út úr því.
það hefur nú eigi farið fram hjá mínum bloggvinum að ég eldist í dag,
svo hefur hún Dóra mín hrópað það út yfir bloggið undanfarna daga.
Milla mín og Ingimar buðu í mat í kvöld, það verður bara cormet að
vanda.
Daginn ætla ég að nota til að vera í rólegheitum heima,
Dóra mín er að vinna í dag svo ég hef bara mat fyrir þau seinna,
en það er vani á okkar bæjum að bjóða til matar er einhver af okkur
á afmæli, nóg er að gera í þeim veisluhöldum á þessum árstíma,
Gísli minn er 19 okt. ég er 2 nov. Dóra mín er 4 des. og Milla mín 19 des.
Við Gísli höldum okkar bara saman, gamla settið.
Njótið dagsins.
Milla.
![]() |
Ljósasýning á himni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Fyrir svefninn.
1.11.2008 | 20:08
Bæjarbragur í Reykjavík.
1808 fyrir 200 hundruðum árum var bæjarbragurinn svona.
það hafði sýnst mörgum mönnum, að heldur mætti þykja
misráðið ... að konungsféhirzlurnar og allt annað skyldi
saman komið í Reykjavík, þar sem bær var varnalaus og
opinn sem mest mátti verða fyrir hverjum víkingi, sem
fyrstur kom að landinu, hversu vanmáttugur sem var og
þar með var þar engin fyrirhyggja höfð um annað en
fédrátt og skart; voru allir bæjarmenn kramarar, og
þernur þeirra og þjónar hugsuðu ei um annað en skart
og móða:
konur höfðu gullhringa marga hver, og keppt var um hvað
eina sem til yfirlætis horfði, samkvæmi jafnan og dansar og
drykkjur, og eftir þessu vandist alþýðan, er þar var um kring,
og jókst þar mikið iðnarleysi, en allt það er horfði til harðgjörvi,
eða réttra karlmennsku og hugrekkis, var þar sem fjarlægast.
Árbækur Espólíns.
Úr Öldinni okkar 1808, í Ágúst
Enskt Víkingaskip rænir fjárhirzlu landsins
Skyndilega og öllum að óvörum kom seint í síðastliðnum mánuði
enskt víkingaskip inn til Hafnafjarðar.
Foringi skipsins krafði landfógeta um konungsfjárhirzluna,
neyddist landfógeti til að láta af hendi jarðarbókarsjóðinn með
öllu, sem í var.
hafa víkingar þessir framið ýmis fleiri rán og spellvirki.
Í sjóðnum voru 37 þúsund dalir.
Ýmislegt fleira er hægt að lesa um hvað gerðist fyrir 200 árum
það stendur í Öldinni og merkilegt hvað sumir líkir hlutir endurtaka
sig. hvernig væri nú að fara að eiga sjálfan sig.
Smá gott eftir hana Ósk Þorkelsdóttir.
Árni Mathiesen fékk á sig dóm fyrir
ærumeiðandi ummæli um Magnús
Hafsteinsson.
Þú skalt orðin ómyrk deyða
á honum sá dómur skall.
Magnúsi svo máttu greiða
í miska hundraðþúsundkall.
Árni má sín útgjöld bera.
Aurinn reynist Magga vís.
En þessi æra virðist vera
á virkilega góðum prís.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Hugleiðingarnar mínar í dag.
1.11.2008 | 07:24
Já hugleiðingarnar mínar eru kannski frekar á neikvæðu
nótunum í dag, en segir ekki að ég sé neikvæð,
ekki aldeilis. Verð að byrja á svolítið skondnu, en það hefði getað
farið illa. Í rafmagnsleysinu í gær kveikti Milla að sjálfsögðu á öllum
kertum sem fyrirfinnast út um allt í húsinu. Ég slökkti náttúrlega
ekki á þeim þótt rafmagnið væri komið, Fór að tala við Dóru í símann
Þá heyri ég læti á baðinu, Gísli minn hafði þá gripið kertahólf eitt
rosa smart sem ég átti og hafði aldrei kveikt á kerti í, það logaði út
úr götum sem á því var, hefði nú eigi boðið í dúkinn eða bara okkur
hefði þetta fengið að grassera, hann stóð á skrifborði sem ég er með
frammi í gangi, nú hann brenndi sig smá.
Lyktin var hræðileg því það var einhver málning eða eitthvað innan
á þessu kertahólfi, út í tunnu með það sagði ég og hélt bara áfram
að tala við Dóru mína. Svo ég er nú bara ekkert betri en Jónína sem
kveikti í mó í blómapotti
Jákvætt er að kjötbankinn mun endurráða starfsfólk sem þeir voru
búnir að segja upp, færi nú betur að allir bankar gerðu slíkt hið sama.
Vonum bara að kjötbankinn haldi velli.
Já og svo eru fjórburarnir okkar orðnar tvítugar, myndarstúlkur,
ég man eftir því að eini sinni komu þær upp í flugstöð með afa sínum
þær fengu heitt súkkulaði í Laufskálanum sem þá var og margir muna eftir.
þær voru eins og litlar ladyar, allar í eins kápum.
til hamingju stelpur.
Um sama leiti fæddust þríburar, hvar skyldu þær vera?
Neikvætt er að 63 eru þegar orðnir atvinnulausir á Skaganum, og ekki
er staðan betri annarsstaðar á landinu.
Verið er að draga saman í öllu, og hvers vegna, Jú það er verið að draga
úr og hætta við alla atvinnu-uppbyggingu í landinu, drepa allt niður.
Gaman verður að sjá upplitið á þessum bjánum er engir peningar koma
í ríkiskassann. Engin atvinna, engir skattar í kassann, ekki hægt að kaupa
neitt, verslunin fer á hausinn, ja nema að fólk trúi þessu bara ekki enn og
fari bara á vísa fyllerí, það kemur að skuldadögunum þar.
Verð að láta þetta fylgja.
Hafið þið heyrt það betra, ein silkihúfan enn, Björn Rúnar hefur verið settur
skrifstofustjóri yfir nýrri efnahags og alþjóðafjármagnsskrifstofu
forsætisráðuneytisins frá 1/11 til 31/8 2009.
Ekki er ég nú að setja út á Björn Rúnar, en hann var áður hjá
Þjóðhagsstofnun, í fjármálaráðuneytinu og nú síðast í greiningardeild
Landsbanka Íslands, nefndi er Hagfræðingur að mennt.
Ég meina sko eru ekki hagfræðingar á vegum ríkisins eins og mý á
mykjuskán, og eigi hefur það gengið svo vel.
Og hvað kostar þetta battarí?
held að það þurfi að leggja þetta í hendurnar á fáeinum skörpum
konum/mönnum mundi ganga eins og smurt.
Já og getur það verið að fyrirtæki landsins notfæri sér ástandið
til að lækka laun fólksins, þó þeir þurfi þess ekki.
Nei þeir geta nú varla verið svona óheiðarlegir?
Eða er ég bara alveg of trúgjörn?
Fjandinn hafi það ég er það víst.
Mér líður samt bara ansi vel sitjandi hér með kertið mitt og
tebollann og er að hugsa um að skríða upp í rúm aftur
og kúra smá í rokinu.
Eigið góðan dag í dag
MillaGuys.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Hugleiðingar mínar.
31.10.2008 | 08:15
Konur hafa í auknu mæli hringt í Kvenathvarfið í Reykjavík,
vegna ofbeldis af hálfu eiginmanna og sambýlismanna.
Tengja þær það við álag vegna efnahagsþrenginga.
Þær eru að búa sig undir aukna aðsókn í athvarfið það
gerist ætíð við þannig aðstæður.
Það er þá líklegast í augum og huga þessara manna bara
sjálfsagt að lemja konur sínar og jafnvel börn fyrir
efnahagsástandið.
Sem sagt þeim að kenna.
Lagið væri kannski að smala þessum fjölskyldum niður á Austurvöll
leifa þeim að komast upp með það þar að lemja og svívirða konu
og börn fyrir framan Alþingi, þá mundu kannski ráðamenn þjóðarinnar
sjá hvað það er vita vitlaust að axla eigi ábyrgð og bara kenna
öðrum um vandamálin.
Nei það mundu þessir menn aldrei samþykkja því þeir gera þennan
viðbjóð í felum, engin má fá að vita að þeir fremji þann glæp að
lúskra á konum sínum.
Sko þeir eru nú annars svo góðir menn.
þetta er fræg setning.
Það er sami feluleikurinn í ráðamönnum þessa lands.
Engin má vita neitt, okkur kemur þetta víst ekkert við.
Hvorutveggja jafn mikil lítilsvirðing.
Stjórn IMF mun fjalla um landið okkar Ísland 5 nóv.
Fróðlegt verður að vita í hvaða dilkaflokk við verðum dregin,
það hlýtur að verða góður flokkur þar sem við erum fremstir í öllu
meira að segja í því að verða fyrst hinna vestrænu þjóða til að þyggja
aðstoð hjá IMF. VÁ! Hvað þurfum við eiginlega mikinn pening til að bjarga
þessum mönnum út úr soranum og hvað verðum við lengi að borga þetta allt.
Það hlýtur að vara í tuga ára með tilliti til þess að allir eru að missa vinnuna
vegna aðgerðaleysis og seinagangs.
Ekki kemur mikið í ríkiskassann ef fólk hefur eigi vinnu.
Annað sem er eigi gott, tel ég að um landflótta verði að ræða
það lifir ekki af loftinu þó hreint sé.
Bara aðeins ein gleðileg frétt, eru þær sjálfsagt margar fleiri,
en stórglæsilega stóðu þeir sig Ólimpíu-farar í matargerð
tvö gull og eitt silfur.
Til hamingju öll í landsliðinu.
Svo er það auðvitað jákvætt hvað margir eru bara í Pollýönnuleik
þessa daganna.
Verið góð við hvort annað kæru landsmenn.
Knús Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fyrir svefninn.
30.10.2008 | 21:20
Fór til læknisins í morgun og var hann bara ánægður og ég líka
Því ég hafði lést um 1 kg en var búin að þyngjast fyrir sunnan
eins og ég talaði um hér um daginn, allt undir kontóról.
Um Hálf þrjú hringdi Milla mín og sagði að það væri ein lítil á leiðinni,
er hún kom var hún með skúffuköku 3 bita og ætlaði að halda veislu
fyrir ömmu og afa sem hún og gerði.
Síðan var horft á mynd. Um 4 leitið þurfti ég að fara með föt sem
Dóra mín var að gefa í kynlega kvisti, litla ljósið kom með og
fékk náttúrlega ís í sjoppunni. Síðan fór hún að hjálpa til í búðinni
á meðan amma fékk sér kaffi og keypti eitt st. hvíta gólfhillu,
vantaði svo í svefnherbergið, hún kostaði 1000 kr.
Nú er við komum heim fór ég að elda matinn og borðuðum við síðan
Fisk, kartöflur og grænmeti, gufusoðið.
Ingimar kom að sækja litla ljósið um átta leitið við fengum okkur kaffi
saman, Milla var nefnilega að útbúa veislu fyrir kunningjakonu sína.
Einstaklega góður dagur það er ævilega er þau eru í heimsókn
þessir englar mínir.
BROS
Við erum alltaf að brosa
að brosa
með sjálfum okkur.
Skáldið brosti
með sjálfu sér
þegar það las
ljóðið sitt.
Málarinn brosti
með sjálfum sér
þegar hann horfði á
myndina sína.
Konan brosti
með sjálfum sér
þegar hún hlaut
hæsta vinninginn.
Hvers vegna brosum
við ekki
með hvort öðru?
Jenna Jensdóttir.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Detta nú ekki af mér allar dauðar.
30.10.2008 | 13:19

Niðurskurður en ekki skattahækkanir.
Niðurskurður á útgjöldum ríkisins eru vænlegri leið en skattahækkanir
til að bregðast við efnahagskreppunni, sagði Sigurður Kári Kristjánsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag.
Tók hann sem dæmi að fækka þyrfti ráðuneytum og undirstofnunum
þeirra, láta launakjör og önnur fríðindi opinberra starfsamanna taka
mið af ástandinu og fresta framkvæmdum á borð við borun jarðganga
og byggingu hátæknisjúkrahúss.
Þingmenn sem ráðið hefðu aðstoðarmenn þyrftu að sjá á bak þeim.
Sigurður Kári sagði einnig að endurskipuleggja þyrfti
utanríkisþjónustuna í heild.
Ríki sem þyrfti aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gæti varla
staðið í því að veita þróunaraðstoð
þurfti ég nú að nudda augu og eyru, sá ég og heyrði rétt,
er þetta sjálfstæðismaður sem talar, jú það var víst rétt.
Skildi maðurinn vera að hugsa sér til hreyfings? Nei varla, en þá
er hann örugglega að reyna að hala inn atkvæði og leggja gott
orð inn fyrir flokkinn. Hann fær ekkert fyrir það hvorki hjá
flokksbræðrum eða kjósendum.
Of seint vinur.
![]() |
Niðurskurður en ekki skattar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Öllu er nú hægt að nafn gefa,
30.10.2008 | 06:57
Víkurfréttir/elg
// Innlent | mbl.is | 29.10.2008 | 19:53Dularfullur hringur yfir Reykjanesbæ
Dularfullur reykhringur birtist í dag yfir Reykjanesbæ og olli furðu
vegafarenda. Hringurinn birtist yfir vallarsvæðinu og var nokkuð stór.
megi rekja til æfingasvæðis sérsveitarinnar innan öryggissvæðisins
á Keflavíkurflugvelli. Þar hafi eitthvað verið sprengt og reykurinn síðan
stigið upp til himins.
**********************
Auðvitað er þetta útskýrt á þann hátt sem menn best kunna, en þetta
eru bara geimverur í sínu skipi. Hafið þið ekki heyrt eða séð öll ljósin
sem hafa birts fólki undanfarið. Það hafa verið heilu ljósasýningarnar,
svo að eigi hefur fyrir þá sem augum það litu verið annað en undraverk
á ferð.
Nú ef þetta eru ekki geimverur, þá að sjálfsögðu eitthvað sem við getum
eigi útskýrt og höfum enga þekkingu á eins og með svo margt annað.
Hugsið þið ykkur hvað við eigum mikið ólært um alheiminn, sjávarbotninn,
og bara jörðina, en svo satt er það að þann dag sem við vitum allt,
þá er ekkert gaman lengur.
Eigið góðan dag í vangaveltum.
![]() |
Dularfullur hringur yfir Reykjanesbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Hugarástand.
29.10.2008 | 06:58
Það er merkilegt þetta hugarástand.
Ég fór snemma að sofa í gærkveldi, því að ég þurfti að vakna árla
í morgunn eða kl 6.
Viti menn vaknaði um 2 í nótt og var andvaka, fór að hugsa um
allt sem er að gerast þessa daganna bæði í heimsmálunum og
hér heima fyrir.
Það sem er það gleðilegasta við að vakna á morgnanna, fyrir utan
að vakna og vera sæmilega heil og biðja góðan guð að blessa mig og
alla mína, það er tilhlökkunin að komast í tölvuna
og lesa kommentin ykkur kæru bloggvinir, við fyrir svefninn.
Þau ilja mér um hjartaræturnar.
Eitt af því versta sem ég veit er þegar fólk lifir ekki í lífinu með öðrum
heldur hefur sínar einstrengilegu skoðanir alveg sama á hverju gengur.
fólk sem þetta, á örugglega afar erfitt, kannski fáa vini, en það finnur
líklegast eigi fyrir því, það er svo upptekið af eigin egói.
*********************************
Ég er ansi hrædd um að fólk reyni að vera ofurduglegt í því að standa sig
barnanna vegna og bara allra svo á endanum springur allt því einhvern tímann
þarf fólk að pústra út.
Tel að það sé bara allt í lagi og jafnvel nauðsynlegt að útskýra vel fyrir
börnunum hvað er að gerast þá er allt miklu léttara bæði fyrir foreldra og þau
sjálf. Það er nefnilega þannig að er spennan er orðin mikil í börnunum, og þau
hreinlega vita eigi af hverju þeim lýður illa þá fara vandamálin að koma upp
á skólalóðunum og í öllum leik.
Eineltið og ótuktaskapurinn eykst og þau jafnvel gera sér enga grein fyrir
því sem þau eru að gera.
Því öll börn vilja vera góð. Hjálpum þeim til þess með því að tala opinskátt
við þau um þessi mál og af virðingu.
***************************************
Nú ég dottaði svona undir morgunn, en það er í lagi því ég get lagt mig er ég vill
er ekki að vinna og á engin lítil börn sem ég þarf að sinna.
Nú ef að ljósin mín koma þá er það eigi fyrr en eftir hádegi.
Eigið góðan dag í dag
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Fyrir svefninn.
28.10.2008 | 19:36
Alltaf uppgötvar maður eitthvað nýtt, sem betur fer því annars
væri nú lífið eigi skemmtilegt.
Þær englarnir mínir fóru heim í dag, það er búið að vera ljúft að hafa
þær þessar elskur, ætíð er skrafað og kafað í bæði landsmál og annað
sem þær vilja koma á framfæri.
Áður en Gísli minn ók þeim heim fór hann með mig í vinnuna, það var að
vanda afar skemmtilegt. Kom heim klukkan 4. og fórum við gamli minn
í Kaskó, hann hljóp inn að kaupa fyrir mig AB mjólk.
Komst að því að til er fólk sem vill ráða þó það þurfi eigi, geti eigi,
hafi ekki vit á, bara jafnvel til að það geti sagt að það hafi komið
með þetta eða hitt upp á borðið.
Best að koma ekki nálægt svoleiðis fólki.
En ég held samt áfram.
Veit ekki hvenær ég hóf þessa ferð
né hvaðan var lagt af stað.
Og óljóst er fleira því ekki mig grunar
hvar aka ég muni í hlað.
Læðist um hugann ljúfsár minning
líkt og mig hafi dreymt.
Eins og í leiðslu áfram held ég
erindið löngu gleymt.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Frá Vaðbrekku.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Hugleiðingar mínar yfir svo margt.
28.10.2008 | 09:08
Góðan daginn allir landsmenn.
Mikið var ég glöð er ég leit það augum að eigi mætti blogga
um þann sorglega atburð sem gerðist í smáíbúðarhverfinu í
gær.
Sendi ég ljós og bænir til alls þessa fólks og sérstaklega mun
ég biðja fyrir ungmennum þeim sem í þessu lentu.
Það er oft búið að taka á í sálartetri hennar Rögnu móður hennar
Ellu Dísar sem er búin að vera ofarlega í hugum okkar allra sem
látum svona mál okkur varða.
Það keyrir nú bara hreint um þverbak.
fyrir löngu síðan fór Ragna í Glitni og keypti dollara fyrir rúmar
5 miljónir sem urðu 51/2 miljón vegna slæmrar stöðu gengis.
Þetta var lokagreiðsla hennar til spítalans í Bandaríkjunum.
Þó nokkru seinna er hringt og hún rukkuð um greiðsluna,
svo hún fer í Glitni og þá hafði þessi greiðsla sem þeir tóku að
sér að senda út ekki farið, þeir endurgreiddu Rögnu 51/2 miljón
en í dag kosta þessir dollarar 6 miljónir.
þeir hafa af henni hálfa miljón vegna sinnar eigin vanrækslu.
Ansi er ég nú hrædd um að það heyrist hljóð úr horni margra
ef þeir eigi lagfæra þetta.
Frelsið.
Mitt ljóð er ekki um vorið né haustið
hinn ljóðræna tíma og saknaðar,
mitt ljóð er ekki um konur ungar og fagrar
og albúnar til ásta,
mitt ljóð er ekki um hesta horaða eða feita
og fegurri en málverk eftir Kjarval
mitt ljóð er um frelsið í landi mínu
ekki frelsi meðal framandi þjóða
í Víetnam eða Bandaríkjunum
í Rússlandi eða Kína
heldur frelsi vina minna
Þeirra sem þora að tala
þeirra sem trúa á hamingjuna
þeirra sem vinna við þorskinn
þeirra sem spenna greipar í bæn
þeirra sem eru ofsóttir vegna skoðana sinna.
Fyrir þennan söfnuð, yrki ég ljóð
þegar fræðimenn hrópa háðsyrði
Háskólinn hótar hengingu
ellegar pólitíkusar fyrirskipa þögn.
Þá sest ég niður og skrifa
orð hlaðin eimyrju og sjá:
Hvers virði væri lífið ef slík barátta væri ekki til?
Hvar voru stundir hamingju og trega?
Þeir kalla okkur utangarðsmenn
þeir áreita vini mína og ofsækja
en hvenær glymur þeirra klukka?
Segir ekki í fornri bók: þeir síðustu skulu verða fyrstir
og þeir fyrstu síðastir?
Við utangarðsmenn verðum kannski einhvern tíman þyrstir.
Á hverju skyldu þá hræsnararnir þá nærast?
Hvar skyldu mannorðsþjófarnir þá bera niður?
Hilmar Jónsson.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fyrir svefninn.
27.10.2008 | 20:41
Jæja lokksins kemst maður í smá tölvustund, það er nefnilega
svoleiðis hjá mér að ég bara slappa afar vel af er ég sest niður
og tala við ykkur kæru bloggvinir.
Maður er náttúrlega orðin mjög háður þessu og ekki veit ég
hvernig maður færi að ef hún bilaði þessi elska, það er sem betur
fer eigi langt í þá næstu.
Ég fór í þjálfun kl 14.00 er ég kom heim tóku englarnir mínir bæði
stofu og eldhúsgluggana í gegn, þrifu rimlana og allt heila klabbið.
þeim fannst nú ekkert voða spenandi að þrífa gamla hillu sem ég
er með fyrir ofan eldhúsgluggann hjá mér.
þessi hilla er svona útskorin og með sveitabæ í miðjunni, flest öll
heimili áttu svona hillu hér áður og fyrr.
Á þessari hillu hef ég blikkdósir sem ég hef safnað, náttúrlega safna
þær á sig ryki og fitu svo ekki er svo mjög geðslegt að þrífa þetta, en
ég vorkenni þeim ekki neitt.
Jæja þetta kláraðist nú allt og er þetta þá bara búið fyrir jólin.
Engar gardínur er ég með fyrir þessum gluggum, bara hvíta rimla.
Fórum svo í búðina þær mæðgur voru að versla, eru að fara heim á morgun.
Ég spurði þær hvað þær vildu borða, jú fljótar voru þær að svara,
pastarétt í rjómasósu með miklu grænmeti í, en svo merkilegt þær borða bara
spergilkálið og gulræturnar en vilja einnig hafa sveppi og blómkál og af
hverju? jú það kemur svo gott bragð afgrænmetinu
svo vilja þær brauð með. Lét þetta eftir þeim og freistaðist að sjálfsögðu.
Þær fóru svo til Millu frænku og Ingimars
það þarf nú að leka smá við ljósálfinn og litla ljósið.
Úr lindunum djúpu leitar
ást guðs til þín
yfir öll höf.
Hún ferjar þig yfir fljótið
og færir þér lífið að gjöf.
Og söngnum sem eyrað ei nemur
þér andar í brjóst.
Dreymi þig rótt,
liljan mín hvíta
sem opnast á ný í nótt.
Gunnar Dal.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Morgunhugleiðingar.
27.10.2008 | 08:44
Björguðu sama manninum tvisvar. blessaður maðurinn ætlaði
sér á áfangastað.
Ljóst er að ekkert stoppar þá sem ætla sér eitthvað nema að
láta þá borga vel fyrir brúsann.
Ég hef nú bloggað um svona atvik áður og þekki til margra
óþarfa tilvika þar sem björgunarsveitir hafa verið eða eru
að störfum og þurfa að sinna svona hugsunarlausum
mönnum.
Mér finnst bara algjört virðingaleysi ríkja í garð okkar frábæru
stráka sem fara út í hvaða veður sem er til að bjarga fólki,
er einhverjir gera það bara að því að þeir halda að það gangi upp.
************************
Ég las: "Skjálfti skekur BRETA"
Ég taldi kannski, af hræðslu við að missa peninga sem þeir hefðu
tapað, en nei það var þá jarðskjálfti, og við vitum vel að það er
ekki þægileg tilfinning.
Svo við sendum ljós og góðar bænir til þeirra sem upplifðu þetta.
************************
Jöklar landsins rýrna, en undir niðri kraumar í pottum eldstöfðum
þessa lands.
Hætta er á gosi í Heklu, en hvort það er í ár eða eftir mörg vita þeir
eigi sem vit hafa á.
Upptyppingar láta ófriðlega ofar í jarðskorpunni en áður.
Eigi er það nú fallegt að heyra því þar mundi nú ýmislegt getað gerst
ef af yrði gosi.
Held bara að landið hið fagra sem við búum, sé að gera uppreisn,
mótmæla ollu því sem er að gerast ekki bara núna heldur allar
götur aftur í tímann og er ég nú ekki hissa á því.
******************************
En vitið þið að yndislegasta frétt sem ég hef lesið lengi er að
sjálfsögðu fréttin um hundinn Leo sem vék eigi frá nýfæddum kettlingum
fjórum, fyrr heldur en slökkviliðsmennirnir komu til bjargar.
Ef þessi gjörningur leos er ekki að sýna manninum að við eigum að standa
saman og vera góð við hvort annað, þá veit ég eig hvað.
*******************************
Og viti menn maður vaknar bara endurnærður eftir góðan nætursvefn.
gerir sínar teigur og biður um góðan dag í dag.
Vona að allir eigi góðan dag í dag og alla daga.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fyrir svefninn.
26.10.2008 | 21:32
Jæja þá er karrýveislan afstaðin, gott að fá svona stórveislur
kannski 2 á ári, ekki oftar. Mér er illt í maganum þó lítið hafi borðað.
Gísli minn fór að sækja Dóru um 2 leitið, en eigi komu þau aftur fyrr
en um 4 leitið, hann festi sig í niðurkeyrslunni að Laugum.
Milla og Ingimar komu með ljósálfinn og litla ljósið um sex og við
borðuðum saman og að vanda var það skemmtilegt, fengum okkur
gott kaffi með súkkulaði á eftir, eða sko þau ekki ég.
Er ég viktaði mig um síðustu helgi kom í ljós að ég hafði þyngst um
3 kg fyrir sunnan, en vissi að það gat ekki staðist, enda kom í ljós
í dag að það voru strax farin 2 kg. ég á það nefnilega til að safna
vatni í líkamann er ég verð þreytt.
þetta verður allt farið næst þegar vigtun fer fram.
Þær eru hérna mæðgur frá Laugum enda byrjar skólinn ekki fyrr
en á miðvikudaginn.
Ég vill bara þakka guði fyrir alla englana mína þeir eru yndislegir.
verður ekki meira í kvöld er orðin þreytt elskurnar mínar.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Til hvers er þetta blogg?
26.10.2008 | 09:13
Er ég byrjaði að blogga þá var það mér til skemmtunar og er enn.
Mér finnst alveg frábært að eiga góða bloggvini gantast og segja
sína skoðun á málefnum líðandi stundar, ekki skemmir nú fyrir ef
líflegar umræður fara í gang svo framalega sem virðing er borin
fyrir hvort öðru.
Það gerist ætíð að inn koma komment frá þeim sem hafa skoðanir
alveg út í hróa, að annarra mati, en er það okkar að dæma þær
skoðanir, nei það er okkar að virða þær og þeirra að virða okkar,
en sumir vilja bara alsekki virða aðra yfirhöfuð og þá getur
maður svo auðveldlega lokað á það fólk eða bara hunsað þar til
það gefst upp.
Bloggið er einnig góður vettvangur fyrir allskonar
góðgerðarstarfssemi.
Við getum nefnt allar þær safnanir sem verið hafa í gangi fyrir þá
sem eiga virkilega erfitt vegna veikinda og slysa þá fer nefnilega
fjárhagurinn úr böndunum.
það hafa verið kertasíður fyrirbænasíður og ég gæti lengi talið.
Bara að minnast á þetta því við erum svo fljót að gleyma.
Ég gæti lengi talið allt það sem framkvæmt hefur verið á blogginu,
það er alltsaman afar gott.
Samt langar mig til að minna fólk á að ef eitthvað kemur fyrir þinn
næsta vin þá stendur maður eigi til hliðar stikkfrí.
maður styður þann sem á í erfiðleikum og þeir eru margir, bara
svona rétt við hliðina á þér.
Það eru sem betur fer margir sem gera það, en fleiri eru það sem
vilja ekki blanda sér í málin. Við hvað er fólk hrætt?
Þetta er eins og með nokkra mánaða barnið sem grét úti í vagni í
marga klukkutíma og engin skipti sér af því.
Mörgum mánuðum seinna er móðurinni var hjálpað þá komu konurnar
í kring og sögðu: "Við vorum nú að hugsa um að láta vita"
Hægan sagði ég: " Hvað hefðuð þið gert ef barnið hefði dáið, það var
nefnilega vetur úti." Það var fátt um svör.
Það er eins með litlu stúlkuna sem er afar ung í dag, hún lítur út eins og
niðurbrotið barn, ein kona sagði ég verð að láta vita af þessari snót.
En maðurinn hennar þvertók fyrir það,
þau færu nú ekki að bendla sér í svona mál.
Ég sagði: "Hvernig heldur þú að þér verði við eftir nokkur ár er þú heyrir
að þessi stúlka hefur fyrirfarið sér?" Fátt um svör.
Það sama gildir um eineltið og það er eigi bara í gildi um börn,
ekki síður um fullorðið fólk sem er á ystu nöf vegna eineltis.
Vonandi að fólk hugsi vel um þetta, það eru að koma jól og eigi gott
ef fólki lýður illa.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Fyrir svefninn.
25.10.2008 | 21:23
Dagur í leti á enda runninn, næstum. Við gamla settið vöknuðum
að vanda snemma dólaði mér í morgunmatnum, leiðinlegt veður úti
fór síðan að vanda í tölvuna. Gísli kom svo inn og spurði hvort ég væri
búin að fara inn á 640.is það er svona fréttavefur hér í bæ.
hafði ekki gert það, en dreif í því og sá þá hvað hafði gengið á hér í nótt.
Hann gat náttúrlega ekki stillt sig um að fara niður að bryggju, forvitnin er
ætíð að hrjá þessa menn, en svo tala þeir um okkur konurnar,
nú það var svo sem ekki fagur á að líta.
Englarnir mínir vöknuðu ekki fyrr en 15.30 og eru ekki búnar að klæða sig
tekur því eigi héðan af, fengum okkur kjúkling og grjón í kvöldmatinn.
Smá úr íslenskri fyndni.
Jónas Árnason rithöfundur og fyrrverandi Alþingismaður var eitt sinn
spurður hvernig maður Halldór E Sigurðsson væri.
" Iss, snakker ikke engang dansk," svaraði Jónas að bragði.
Þegar hafmeyjan var sprengd af tjörninni var Auður Auðuns
borgarstjóri menningarmála.
Þá var kveðin þessi vísa:
Eyðing býður örbrigð heim.
Auður brást við vörnina.
Ekki hafa þeir upp á þeim
sem afmeyjaði tjörnina.
Jón Thor Haraldsson var um tíma blaðamaður á Þjóðviljanum.
Einhverju sinni þurfti hann að svara símanum þegar hann
ætlaði í kaffi. Í símanum var áskrifandi að kvarta yfir því, að
þjóðviljinn væri illa borinn út og kæmi jafnvel ekki fyrr en eftir
hádegi, eða þá að það þyrfti að sækja hann á afgreiðsluna.
Um leið og Jón hafði lagt tólið á hringdi síminn aftur og var
þar fyrir bálreiður áskrifandi að segja upp blaðinu, vegna
þess að það væri ekki annað en and-sovéskur pési.
þegar Jón komst á kaffistofuna kastaði hann fram vísu:
Þá er að greina það
sem um þjóðviljann ber að muna
hann er and-sovéskt síðdegisblað.
Sækist á afgreiðsluna.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)