Lifa við, eigi það sama og sætta sig við.

Sporðdreki:
Það er eitt og annað að gerast í kring um þig.
Þú ferð með sigur af hólmi í þrætumáli.
Næsta vika verður annasöm, nýttu helgina til að hvíla þig.

Veit ég vel að mikið er að gerast í kringum mig, ég er nú að
reyna að takast á við það sem þegar er byrjað að koma fram,
á öðru tek ég á, svona bara er ég veit um þau.

Fer með sigur í þrætumáli, veit nú ekkert um það,
allavega ekki komið upp enn þá.

Einnig á eftir að koma fram hversu annasöm vikan verður.

Hef oft hugsað og spurt, til hvers er ég hér og hvað er mér ætlað, jú mér er ætlað vist hlutverk síðan hef ég val í svo mörgu. Mesta hamingjan í mínu lífi eru börnin mín, tengdabörn á ég yndisleg, gæti ekki hafa fengið betri og barnabörnin eru það sem ég elska mest, Þau eru ástin í mínu lífi,það hafa nú allir heyrt, tala varla um annað.

Hvað ástina á karlmönnum varðar þá hef ég ekki fundið hana ennþá, þá meina ég sanna ást, með virðingu og öllu sem fylgir henni, en trúlega er hún ekki til, allavega ekki fullkomin, gott samband getur maður átt, en svo er spurningin, hvort vinskapurinn, tillitsemin og gleðin sé til staðar.
Get samt sagt með sanni að ég á svona vini og ættingja sem ég finn fyrir þessu hjá, sannann vinskap og það er ómetanlegt.


Hef mikið verið að hugsa um undanfarið, að lifa við, er eigi það sama og að sætta sig við, sko ég hef lifað í þeirri meinloku að allir væru frískir fram í rauðan dauðann, eða þannig, en nei búin að komast að því að svo er ekki, en það er eins með ellisjúkdóma og ofbeldið  sem ég kom inn á í færslunni á undan, maður þarf að viðurkenna veikleika sinn og að það sé eitthvað að, ef sá sem á í hlut gerir það ekki  þá endar allt í upplausn.

Veit um fullt af eldra fólki þar sem annar aðilinn hefur mátt þola ýmislegt vegna ellisjúkdóma makans, fólk er að þráast við, leitar ekki eftir hjálp, sem það getur fengið, umhverfið hefur áhrif, börnin, oft á tíðum, skilja ekki hvað er að gerast og vinirnir ekki heldur oft heyrist sagt, hann/hún hefur nú verið þér svo góð/góður, eða þú getur nú ekki sett hann/hana á elliheimili, svona dynja setningar á eldri mönnum/konum, samviskubitið vaknar og allt endar í volæði.

Ég þakka guði mínum fyrir á meðan ég fæ ekki svona sjúkdóma, en maður veit aldrei hver er næstur. Ég bið góðan guð á hverjum degi að taka frá mér pirringinn á því sem ég er ekki að breyta þó ég hafi val, en það er bara svo erfitt eins og hjá öllum hinum.

Kærleik og gleði
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér með ástina ég held að við þráum þá ást sem við finnum til á  sálargrundvelli þar sem ástin er óskilyrt, það er bara ást og kærleikur óháð öllu öðru. Við þekkjum það og vitum hvernig það er einhverstaðar þarna undir niðri en það er ekkert sem hægt er að upplifa á jörðinni til þess er of mikið gamalt jukkum, pjakk með í pakkanum. En ást á grundvelli vinskapar er eitthvað sem flestir þekkja.

Njóttu helgarinnar elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 13:25

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt er að við upplifum hana ekki á jörðinni, en við getum upplifað hana í annarri vídd, sem við fáum að heimsækja stundum, ég hef upplifað það.

Það er afar slæmt er tvær sálir eru saman sem er mikill þroskamunur á, þá vill myndast eilífur barningur, misskylningur og vantrú á að maður vilji bara gera það besta.

Við vorum að koma frá Millu og Ingimar var að fara á skíði með litla ljósið mitt, hún er orðin svo dugleg að ein fer hún í lyftuna.

Á morgun erum við boðin Fram í Lauga í flottan endahnút á jólamataræðinu, það verður nú gaman að vanda.

Njóttu þinnar helgar Jónína mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.1.2010 kl. 14:24

3 identicon

Sæl ljúfan  alltaf gaman að koma hingað til þín en ég er frekar löt að kvitta.

Ég sit hér á Hóteli Keflavík og er á bloggvina flakki eins og svo oft áður. Hver dagur líður rólega en í mörg horn að líta, en allt tekur enda og eitt er öruggt, það er dauðinn.

egvania (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 13:17

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Skil þig ljúfust mín, við verðum að hittast er þið komið heim, við þurfum með bílinn á morgun, getum ekki haft hann svona.
Gangi ykkur vel á morgun og knúsaðu Finn frá mér.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2010 kl. 20:01

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hafið það sem best Milla mín.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 10.1.2010 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.