Hittingur á Greifanum.

Við gamla settið á þessum bæ þurftum með bílinn í viðgerð hjá Brimborg á Akureyri í morgun, vorum mætt með hann kl 10 fengum bíl á meðan og fórum að búðast.

Dóra og tvíburarnir voru með og var ákveðin hittingur á Greifanum kl. 12, fengum sér herbergi svo við gátum hlegið og látið öllum illum látum að vild, 5 af okkur fengu sér kaloríubombu, það er sko nautakjöt, sveppir laukur borið fram í hamborgarabrauði með bernes og frönskum, hin fengu sér súpu og salat sem er það besta sem ég hef fengið, en í dag fengum við okkur bombuna og hún svíkur aldrei. Þeir sem komu voru Erna Einis, Anna Guðný, Unnur María frænka mín, Huld og Halli, við gamla settið og Dóra og tvíburarnir.

Hér eru nokkrar myndir

100_9392.jpg

Englarnir mínir Guðrún Emilía og Sigrún Lea

100_9394.jpg

Við frænkurnar Unna Mæja og ég

100_9396.jpg

Gísli ekki búin að fá matinn sinn, Halli á kafi í salatinu, og
Anna guðný býður líka


100_9398.jpg

Við gamla settið og Halli

100_9401.jpg

Dóra, Erna og Huld. flottar saman

100_9402.jpg

Rósin á borðinu.

Nú við fórum svo eftir matinn í Bónus, það er nú uppáhaldsbúðin
mín hér norðan heiða. fórum svo á Glerártorg aftur og eyddum
tímanum þar til bíllinn var tilbúinn.
Á heimleiðinni hringdi Ingimar minn og bauð okkur í Gullach vorum
nú fljót að þiggja það, enda vart hægt að segja að maður hafi
borðað nema smáræði allan daginnW00t

100_9482.jpg

Mín afar upptekin við að borða smákökur með kaffinu á eftir
Gullachinu, gat nú ekki stilt mig þetta voru gyðingakökur og piparkökur.

Nú svo fórum við heim að ganga frá úr bílnum, eða aðallega Gísli, svo
er ekkert múður með það að byrja í fráhaldi á fullu.

Kærleik á línuna
InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar myndir við erum flottar frænkur,   Takk fyrir í dag

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 03:50

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis frænka mín, það var virkilega gaman hjá okkur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2010 kl. 09:00

3 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Góðan daginn  Milla.

Það hefur verið fjör hjá ykkur.

 Enda   er  þetta   góður  hópur .

Valdís Skúladóttir, 12.1.2010 kl. 12:37

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 12.1.2010 kl. 14:56

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Vallý mín flottur hópur, þið Óla komið kannski í sumar og verðið með okkur, þá grillum við.
Knús í hús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2010 kl. 19:21

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ásdís mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2010 kl. 19:21

7 identicon

Flottir greifar á Greifanum. Mér dettur í hug þegar föðurbróðir minn talaði um einhvern sem var flottur í tauinu eða fóru fínt út að borða þá sagði hann alltaf að hann/hún er bara eins og greifi.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 00:27

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín það er gamli góði tíminn þegar maður klæddi sig upp á til að fara í bæinn, núna er maður bara alltaf í sömu fötunum, eða þannig.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.1.2010 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.