Frábært að fá svona styrk.

Reykjavíkurborg hlaut nýverið tæplega 2,5 milljóna króna styrk úr Progress, jafnréttis- og vinnumálaáætlun Evrópusambandsins, sem eyrnamerktur er því að vinna gegn kynbundnu ofbeldi á og við skemmtistaði.

Svona vinna er alveg nauðsynleg, gott verður að lesa eftir ár um færri tilfelli kynferðisofbeldis á eða við skemmtistaði.

Velti samt fyrir mér hvað með öll hin tilfellin, sem gerast í húsasundum, bílum, heimahúsum já og bara hvar sem er. Mér finnist besta forvörnin vera sú að byrja er börn eru 6 ára, segja þeim frá að það sé í lagi að segja nei og að líkami þeirra sé ekki leikfang fyrir aðra, síðar á skólagöngu mætti sýna þeim myndir af fólki sem er svínfullt og veit ekkert hvað það er að gera, eða þaðan af síður ræður við að andmæla ofbeldinu.

Ég er ekki fanatísk á vín, en það þarf að innprenta börnum að víndrykkja er bara ekki inn, heldur ekki dóp, það er nú bara asnalegt.

Þetta er spurning, bara svona upp á framtíðina að vera með forvarnir er þau eru nógu ung, eigi getum við bjargað heiminum með forvörnum, en mörgum og það er það sem telur.

Að sögn Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, er ætlunin að útfæra, í samvinnu við veitingahúseigendur, lögregluna og Lýðheilsustöð, þær hugmyndir sem kynntar voru til úrbóta í skýrslu starfshóps á vegum mannréttindaráðs árið 2008.

Það væri nú gaman að fá  að lesa þær hugmyndir sem kynntar voru til úrbóta árið 2008.



mbl.is Borgin fær styrk til að ráðast gegn kynferðisofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið gott mál. Knús Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2010 kl. 11:18

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús í kúlu og takk fyrir mig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.1.2010 kl. 13:20

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Vildi senda þér bestu óskir um gott og gleðilegt nýtt ár Milla mín. Þakka þér hlýlega kveðjur á nýja bloggið mitt.

Hafðu það sem allra best

Ragga

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.1.2010 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband