Konudagurinn

Hef nú aldrei gert kröfur um hvorki eitt eða neitt á þeim degi, en aftur á móti mundi ég kjósa að allir dagar væru fullir af ást gleði og virðingu, veit ég vel að það er að fara fram á of mikið því engin er fullkomin.

Sýndarmennska á háu stigi hjá mörgum.

Tökum þá menn sem allt árið gera sama og ekki neitt,
hvorki fyrir konuna eða heimilið, svo kemur konudagur
þá er farið út í búð og keyptur flottur blómvöndur, bara
svo að konan þurfi ekki að segja að hún hafi ekki fengið
blóm ef það mundi gerast að einhver spyrði, nú aðrir gefa
blóm að því að þeir hafa samviskubit, nú kannski vegna þess
að þeir eru búnir að eyða heilmiklu í sjálfan sig, eins og
veiðileyfum, sem þarf að kaupa á þessum árstíma
Allavega panta og staðfesta, en svo eru örfáir sem kaupa blóm
að því að þeim langar til að gleðja, nei sko ekki konuna heldur
egóið í sjálfum sér.
Og allir gangast upp í þessu fjandans rugli, dagurinn búin að
missa gildi sitt rétt eins og jólin.

Sönn saga.

Maður nokkur var nokkrum dögum fyrir konudag búin að neita
að kaupa stígvél á eitt barnið sitt, barninu sárvantaði stigvél.
Á konudaginn kom hann heim með blómvönd og það engan smá,
þá sagði konan að honum hefði verið nær að kaupa stígvél á
barnið, maðurinn brjálaðist, henti blómvendinum í ruslið, en
konan fór svo á mánudeginum og keypti stígvél á barnið.
Falleg saga eða hitt þó heldur.

Tek það fram að á mínu heimili í dag, sem er langt frá því að vera fullkomið, komum við okkur saman um hlutina, á bóndadaginn fórum við og keyptum helling af Þorramat, sem betur fer því svo lenti ég á sjúkrahúsi og Gísli hafði þá nóg að borða meira að segja fór hann og keypti sér sviðahausa og sauð sér, en svona matur er einu sinni á ári matur því hann er bara ekki hollur fyrir okkur.

Í gærmorgun fórum við og ég keypti mér það sem ég vildi borða og varð vínarsnitzel fyrir valinu, það er einnig matur sem er afar sjaldan á borðum hjá okkur, vegna þess að við erum hætt að borða svona brasað, margt annað keypti ég sem mig langaði í, en Gísli keypti sér piparmola af nammi barnum, hann er verri en krakkarnir.

Ég eldaði síðan minn mat sjálf í gærkveldi og við borðuðum af bestu list, maturinn var æði nema að þetta var ekki ekta, Kálfakjöt á það að vera, en var svínakjöt, æði samt. Heilsunammi í eftirmat.

Þar sem ég er nýbúin að fá svo mikið af fallegum blómum og erum að fara suður þá ákváðum við að engin yrðu blómin keypt í ár, maður þarf nefnilega að gera plan um í hvað peningarnir fara.


Blómin eru yndisleg, en ef maður og kona geta ekki komið hvort öðru á óvart allt árið með hinum ýmsu uppákomum, þá er sambandið glatað.

Ljós og gleði til ykkar allra
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Milla mín.

En samt. Til hamingju með daginn kona góð.

Það er svo margt satt í þinni færslu.

Njóttu dagsins á þinn máta,

með öllum þeim sem að þér, þykir vænt um.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 09:09

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Þórarinn minn, mér þykir vænt um svona kveðjur hún kemur frá hjartanu þínu.
Já ég nýt þess ævilega að vera með mínum því ég elska þau afar.

Kærleikskveðja

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2010 kl. 10:03

3 identicon

Alltaf ljúf

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 10:11

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis Ragna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2010 kl. 12:38

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 21.2.2010 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband