Duldar langanir

Hef nú aldrei heyrt aðra eins vitleysu, fyrir það fyrsta les ég aldrei skáldsögur er með eina í takinu held að hún sé búin að vera á borðinu síðan fyrir jól og aldrei mundi ég nú fara að skrifa eina slíka, þessar stjörnuspár eru ekki að passa, allavega ekki oft.

Sporðdreki:
Þú hefur yndi af skáldsögum og lætur þig dreyma um
að skrifa eina sjálf/ur. Gefðu þér góðan tíma til að
undirbúa jarðveginn.

Nema ef ég mundi skrifa um duldar langanir og höft sem konur þora ekki að koma fram með er um kynlíf er að ræða, það er eins og þær láti karlmanninn ætíð ráða för og láta sér bara linda það sem hann býður upp á, sem er stundum bara ekki neitt, ég er langt frá því að tala um allar konur, sem betur fer eru til konur sem vilja fá sitt og ef þeir geta ekki veitt þeim það þá bara er það þeirra missir.

Það eru einnig til karlmenn sem elska að dúllast við þá konu sem þeir eru að hafa mök við, þeir fá mikið út úr því að koma konunni upp á hæðstu hæðir, að hún sleppi fram af sér tökunum og sýni í sér Tígrisdýrið.

Svo eru einnig til karlmenn sem ekki snerta konuna sína, finnst það ógeðsleg, vilja bara hoppa og búið, ég gæti nú endalaust talið upp.

Sumar konur vilja bara að karlmaðurinn ljúki sér af sem fyrst, annaðhvort eru þær konur afar heftar  eða að þeim er alveg sama um karlinn, eða þær halda það, sko það er hægt að tala saman, leiðbeina manninum, kannski kann hann bara ekki betur og heldur að hann sé æðislegur, spyr endalaust, var hann ekki góður við þig, var þetta ekki gott og konan er með æluna upp í háls yfir egóinu í karlinum, hún veit kannski ekki að hún getur breytt þessu, það er ef hún vill.

Allar konur hafa það í sér að vera sexí, þær þurfa bara að þora því, koma fram eins og þær vilja,  ekki fela sig á bak við einhverja grímu bara að því að þær halda að þær séu púkó lummó,leifa öllum tilfinningum að flæða og elska sjálfan sig.


Kynlífið er æðislegt alveg frá því að maður byrjar að hugsa um það í vinnunni, búðinni, eða hvar sem er, og svo er maðurinn kemur heim byrjar daðrið, gefa í skyn, allir hafa sýnar aðferðir við að sýna hvað er í vændum allt þetta er forleikur að æsilegri ferð í rússíbananum.

Var nefnilega að lesa um svona nokkuð í gær og datt í hug að setja það á blað, en að ég fari að skrifa skáldsögu er af og frá.

Nú hugsar hver fyrir sig hvort þeir eigi gott kynlíf með sínum maka, allt er hægt að laga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Milla.

Ég velti því stundum fyrir mér .

ERU skáldsögur SKÁLDSÖGUR, eða er þetta innri maður hvers og eins sem skrifar eða er þetta þriðji aðilinn sem skrifar.

Því útskýringar HÖFUNDA eru ekki í takt.

Kær kveðja á þig og alla þína

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 10:21

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

það er rétt að velta þessu fyrir sér, sumar skáldsögur eru teknar úr lífinu sjálfu
og það getur verið áhugavert að lesa þær.
Sumir höfundar skrifa skáldsögur sem er hálfur sannleikur og það er bara vel.

Þegar ég var ung þá las ég skáldsögur, en sumar eru innihaldsríkar aðrar alveg galtómar.

Núna les ég mikið um bara lífið sjálft, kannski að því að ég er að hreinsa til hjá mér sjálfri, sem er af hinu góða.

Kærleik til þín kæri vinur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.2.2010 kl. 10:41

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Knús til þín Milla mín...

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.2.2010 kl. 10:50

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis til þín Silla mín, þið Gunni eruð frábær.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.2.2010 kl. 13:20

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skemmtileg færsla hjá þér Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2010 kl. 14:54

6 identicon

Það er eiginlega leiðinlegt til þess að vita að við höfum verið miklu fróðari um þessa hluti hérna áður fyrr þegar unaður kynlífsins var beinlínis kenndur. Það er að segja konum var kennt hvernig þær gætu gefið karlinum sem mesta unaðinn og síðan var körlunum kennt hvernig ætti að veita konum mesta unaðinn. Þetta er náttúrlega ekkert sem við erum að fá út úr kynlífinu fyrr en við höfum fengið almennilega kennslu um það hvernig allar græjurnar eru að virka.  Maður bara paufast um í eigin óvissu og missir örugglega af mörgu.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 15:35

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ásthildur mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.2.2010 kl. 22:09

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú gerir út af við mig Jónína, búin að hlæja mig máttlausa, aldrei fékk ég neina kenslu í þessum fræðum, enda held ég að maður læri mest af að hlusta á eigin tilfinningar og það vitum við, en ekki allir

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.2.2010 kl. 22:13

9 identicon

Ég er búin að bíða eftir svarinu frá þér og núna er ég í hláturkasti. Hvað hefur þú aldrei fengið kennslu í þessu? Þetta var kennt til forna Milla mín í hofum þar voru sérstakar hofgyðjur og prestar sem sáu um kennsluna. Ekkert dónalegt við það bara kennsla í þessu efni fyrir fólk áður en það fór að stunda kynlíf. Myndir þú ekki vilja fara í svona skóla, það er nú kannski full seint fyrir okkur úr þessu.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 22:29

10 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Hver er munurinn á Kynlífi og lego  kubbum

Valdís Skúladóttir, 25.2.2010 kl. 00:30

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín, ekki finnst mér nú neitt dónalegt við að kenna kynlíf eða að þiggja kennslu í því, en sammála, kannski svolítið of seint fyrir okkur, kunnum við þetta ekki allt, en sko ekki víst að karlarnir kunni það þeir eru svo fullkomnir þessar elskur að eigi taka við ráðleggingum eða kennslu

Verð bara að fara aftur í tímann og kanna þetta, hlýtur að vera spennandi að upplifa sín fyrstu kynni af kynlífi með prestum hofanna þeir hafa örugglega kunnað þetta manna best.

Eitt veit ég að það er aldrei of seint fyrir gott og unaðslegt kynlíf segi nú ekki meir um það, gæti farið út á hálan ís.

Knús í daginn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2010 kl. 08:02

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý mín, tæknilega séð enginn, en hvað finnst þér um að bara hann Þórarinn minn hefur komið inn til að kommenta á þessa færslu, það segir okkur stórt um karlpeninginn, þessar elskur.

Knús í bæinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2010 kl. 08:05

13 identicon

Já eins og þú sérð þá er ég vöknuð eldsnemma en það kom ekki til af góðu. Mig dreymdi nefnilega Jón Ásgeir út í eitt og hans fólk á fullu að vesenast eitthvað í Danmörku. Meira að segja var ég að fylgjast með konu færa inn í bókhaldið hjá honum. Ja maður er meira að segja farin að dreyma þessa gæja og ég var ekkert smá fúl þegar ég vaknaði.

En svona að kynlífskennslunni aftur misstir þú af tantra þáttunum hans Guðjóns Bergmanns sem voru á skjánum. Þeir voru svona vísir að þessari kennslu sem ég hef heyrt að hafi farið fram hérna áður fyrr sumir segja á tímum Lemuriu en þessu hlýtur að hafa verið haldið eitthvað áfram því fólk veit að orkustöðvarnar, kúndalíni orkan og allt þetta hefur gríðarlega mikið að segja til þess að kynlífið verið meira en 3 mín sæla í restina. Uss við erum svo flóknar græjur að við erum ekki að nýta helminginn af því sem hægt er að gera í sambandi við unaðinn. Heldurðu ekki að það hefði verið gaman ef þetta hefði verið ein af kennslugreinunum í húsmæðraskólanum, ég hugsa að ég hefði bara farið þá í skólann. 

Knús til þín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 08:35

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna bara að dreyma þetta pakk, var nokkuð verið að nota þig til að hjálpa til við bókhaldssvindlið
Sá nú eitthvað af þessum þáttum svo er nú elsku litli bróðir búin að kenna þetta í mörg ár og fræða mann um ýmislegt í gegnum árin, einu sinni sagði hann að rúm væru bara til að sofa í, samfarið og allt í kringum þær ættu að fara fram á öllum öðrum stöðum veit nú ekki hvort ég á nokkuð að hlæja að þessu.

Humm 3 mín það dugar ekki mér, já við erum flóknar græjur.
Húsmæðraskólanumjá þá hefði ég farið í þannig skóla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2010 kl. 09:03

15 identicon

Það gæti nú verið erfitt að vera út um allt hús þegar húsið er fullt af börnum.  Já svo er ekki nóg að annar aðilinn viti hlutina það þurfa báðir að kunna til verka. Hugsaðu þér ef þú keyptir þér hrærivél út í búð og þú myndir bara nota hana til þess að þeyta egg af því að þú vissir ekki að það væri hægt að nota hana til neins annars.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 09:23

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Segi það hér að ofan að þeir kannski kunni þetta ekki og það er ekkert kannski með það.

Það væri nú ekki gott, sko þetta með hrærivélina, en út um allt hús meðan börnin eru lítil er bara ekki hægt, en það er nú hægt að útbúa sér margt í svefnherberginu þí eigi í rúminu sé, en eins og þú segir þeir þurfa að kunna þetta Æ Æ nú er ég hætt áður en ég verð mér til skammar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2010 kl. 14:03

17 identicon

Já passaður þig elskan þú gætir misst vængina.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband