Það er svo gaman að lifa

Eða það finnst mér, þó svo að eitthvað bjáti á og að maður þurfi að takast á við og leysa hin ýmsu mál, sem sumir mundu kalla vandamál, en ég kalla bara mál sem þarf að leysa og það eins vel og maður getur.

Í gær ók ég englunum mínum fram í Lauga eftir að þær voru búnar að gleðja mig með sinni nærveru í löngu helgarfríi, ljósin mín komu, einnig Milla og Ingimar og borðuðum við saman á föstudagskvöldið.
Í  matinn hafði ég pestó steiktar kjúklingabringur (pestó með sólþurrkuðum tómötum) kartöflubáta bæði úr sætum og venjulegum kryddað vel með salti, svörtum pipar, dilli síðan dassað með olíu yfir, blandað vel saman og sett í ofn, sósan var úr grískum yogurt krydduðum með ítölsku hvítlaukskryddi frá Pottagöldrum, salti ,svörtum pipar og oregano, salatið var með camenberts-neiðum, rúsínum og hnetum út í það salat sem hver velur sér að hafa, einfalt heilsusamlegt og afar gott.

Ég endaði svo gærdaginn á því að fara á fund til Akureyrar, frábær og gefandi fundur, skal tekið fram að ég fór ein og það gekk bara með afbrygðum vel, skil ekki hvað fólk er að hafa áhyggjur af mér, sko ef ég get keyrt dögum saman í Reykjavík og engin til að leysa mig af, þá er nú ekki mikið mál að aka hér á milli staða, kom við hjá Millu minni og c/o og hún spurði hvort ég væri ekki með úlpu í bílnum, kom nefnilega inn til hennar í stutterma hettupeysu, nei gleymdi reyndar að setja hana í bílinn ég sagði bara að ef eitthvað kæmi fyrir þá mundi ég bara stoppa bílinn setja á hættuljós og bíða þess að prinsinn kæmi á hvíta hestinum að bjarga drollunni, hugsið ykkur hvað það væri nú rómó.

Seinnipart viku ætla þau að koma Gilla og hennar fólk frá Ísafirði svo það þarf að huga að því laga til hafa gestarúmin tilbúin kaupa í matinn og eitthvað gúmmilade fyrir börnin, hlakka til að sjá þau, en Gilla er dóttir Gísla og höfum við ekki séð þau lengi.

Á fimmtudaginn er opið hús í framhaldsskólanum að Laugum og ætla ég mér þangað og tek ljósin mín með, þetta eru afar skemmtilegar uppákomur og árvissar, gaman að hitta fólkið sem kemur ár eftir ár, það heldur tryggð við skólann sinn.

Gosið er í rénum, segja þeir, en ekki er ég nú viss um að það sé búið trúlega mun gjósa aftur, hvenær veit nú engin.

Kærleik á línun
aHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2010 kl. 16:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2010 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband