Hrææta, þær geta einnig verið í mannslíki

Sporðdreki:
Hvort sem þér líkar betur eða verr verður leitað til þín um
forystu fyrir vandasömu verkefni.
Stökktu á verkefni líkt og hrææta.



Skemmtilegt eða hitt þó heldur, nenni nú ekki að fara að taka að mér eitthvert verkefni komin á þennan aldur, vil bara hafa það gott og gaman, en auðvitað kemur það fyrir að taka þarf á málum, en þá bara mínum, ekki að ég trúi að það eigi að biðja mig um forystuhlutverk af einhverju tagi það er bara stjörnuspáin sem segir það og að sumra mati lýgur hún eigi. Sjáum til hvað verður úr henni og ég mun svo sannarlega segja frá ef úr verður.


Ég á samkvæmt spánni að stökkva á verkefnið líkt og hrææta, en ég bara kann það ekki, veit svo sem um marga í mannslíki, sem eru eins og hræætur þá aðallega á peninga annarra og sér í lagi þeirra sem minna mega sín, það er vita mál að alla tíð, eins langt aftur og við finnum bækur og munnmælasögur um hafa hræætur etið upp allt  sem  láglaunafólkið hefur sem er ekki einu sinni til að lifa af.

Hrææturnar sem um er talað lifa sko ekki á hræjum, Ó nei! þeir lifa á öllum þeim lúxusmat sem hægt er að kaupa fyrir peningana okkar.

Hætt þessu fári, kemur mér bara í vont skap.

Kærleik á línuna
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Njóttu dagsins :)

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2010 kl. 12:14

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svo sannarlega mun ég gera það.:)

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.4.2010 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.