Kunna stjórnvöld það?

Tel að þar vanti mikið upp á, það sem er að skapa fátækt foreldra og þar af leiðandi barna, er að sjálfsögðu atvinnuleysi, það þarf að hrinda af stað atvinnu veginum, en því miður fer það of hægt af stað.

Ráðstefna þessi er afar þörf og eiga þessar konur þakkir skilið fyrir að vinna að þessum málum, en fátæktin er ekki að byrja í dag eða varð ekki til í hruninu þó mikið hafi versnað þá.

Stéttarskipting hefur ætíð verið til hjá fullorðnum sem smitast í börn þeirra, mörg af ríku börnunum  koma illa fram við þau börn sem minna mega sín og sýna þeim megna fyrirlitningu, það er þetta sem þarf einnig að laga, það er að segja, að kenna börnum frá blautu barnsbeini að allir séu jafnir og það skipti ekki máli hvernig börnin eru klædd

Ef okkur á að takast þetta þarf að herja á foreldrum þar til þau skilja að þetta er hið eina rétta annars verður þeim ekki vært í því þjóðfélagi sem þau búa í. Við þurfum nefnilega að fá foreldrana í lið með okkur, síðan verður þetta kennt í leikskólum og skólum þá mun þetta koma smá saman.

Að grípa til aðgerða til að vernda börn gegn sárri fátækt er að sjálfsögðu sú að skapa hér á landi góðan vinnumarkað fyrir foreldra, það tel ég vera bestu og eðlilegustu leiðina, það er nefnilega þannig að fólki lýður best er það þarf ekki að þiggja ölmusu, flestir líta þannig á styrki yfirleitt.

Ég veit vel að það þarf að koma til hjálp núna og finnst mér alveg sjálfsagt að framkvæma hana, en hugsa í leiðinni, hvað ætli sú hjálp verði lengi í nefnd áður en til framkvæmda kemur.

Eitt en við getum ekki leift okkur að  vinna þessa vinnu í hroka og fyrirlitningu á fátækt, fyrirgefið, en það er það sem hefur mætt sumu því fólki sem þurfa hjálp.

Vonum að stjórn landsins fari að vakna til lífsins með að það þurfi að vinna vel að málum hver sem þau eru.

Njótið svo dagsins kæru vinir.


mbl.is Vernda þarf börn gegn fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Vonandi finnum við leið til jöfnuðar í heiminum.  Það er augljóslega til nóg af öllu fyrir alla, en kerfið sem við lifum við styður mismunun og við erum hluti af kerfinu því miður.

Annars óska ég þér og þínum gleði og sólar bæði í hjarta sem útvortis.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.5.2010 kl. 10:45

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhanna mín, vonandi kemur leiðin og að eins og þú segir einhversstaðar, hættum að setja fólk í flokka.

Óska þér og þínum sömuleiðis allt hið besta

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2010 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband