Smá fréttir og svo bloggfrí

Sporðdreki:
Þegar þú leyfir andagiftinni að ráða för,

lendirðu á óvæntum stað þar sem galdrar gerast.
Vinur gæti boðið þér út eða fært þér gjöf sem gleður þig.

Flott stjörnuspá, ef þær mundu nú rætast svona smá þá væri nú gaman að fá smá gjöf frá vini , en það skiptir eigi svo miklu því ég fæ þær gjafir sem ég þarf alla daga, frá fólkinu mínu sem umvefur mig og ég elska að hugsa um.

Eins og ég hef áður sagt frá þá var ég að skila inn þessari Búseta íbúð sem ég er í, hef frest til 1/10 til að skila, en þar sem íbúðin er seld þá er best að fara út sem fyrst og hvað haldið þið, fékk hús á leigu í gær, yndislegt hús með útsýni yfir flóann, kinnafjöllin það er það sem ég þarf, að sjá út á sjóinn, það gengur allt upp hjá mér það er eins og maður sé leiddur áfram, fór í Viðbót að kaupa mér kjöt á mánudaginn, spjallaði þar við kunningjakonu, barst talið að íbúðum hún sagði mér að tiltekið  hús væri að losna í ágúst nú ég hringdi og spurðist fyrir fékk að skoða í gærmorgun, kolféll fyrir húsinu og er komin með leigusamninginn í hendurnar til undirskriftar, bíllinn komin með miða í afturrúðuna, þið vitið svona til sölu miða, nú ætlar Milla að hreinsa út kominn tími á að sleppa öllu þessu gamla drasli sem gefa manni ekkert nema pirring þá er ég að meina dauðu hlutina, en það tekur aðeins lengri tíma að hreinsa út úr sálartetrinu, mun samt hafast á endanum.

Mest um vert er að ég er afar hamingjusöm með mig
og mína og allt sem ég er að gera.

Komin í smá bloggfrí, nema eitthvað alveg sérstakt komi upp á.
Kærleik til allra sem þetta lesa og eigið yndislegt sumar
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís. Nú er ég forvitin, hvaða hús fékkst þú? gangi þér áfram allt í haginn, kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 13.6.2010 kl. 13:07

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín ég fékk Höfðabrekku 19 það er parhúsið beint á móti kirkjugarðinum og þvílíkt útsýni sem ég hef, Æði
Knús í hús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.6.2010 kl. 19:26

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ elskan, þá ertu komin í næsta nágrenni við Óskar minn, ég á örugglega eftir að leita til þín með kerti ofl. næsta vetur. Hlakka til að sjá þig í sumr.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.6.2010 kl. 21:31

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

´Já elskan verð bara beint á móti honum. Hlakka líka til að sjá ykkur í sumar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.6.2010 kl. 08:42

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hæ Milla, Ertu þá ekki bara í næsta húsi við Önnu Margréti frænku? Hún er líka beint á móti kirkjugarðinum..Man ekki númerið..En staðurinn er flottur..Þá ertu bara komin hinu megin í bæinn! Kannski maður komi í sumar!!

Kveðja!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.6.2010 kl. 08:48

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín, veit ekki hver býr við hliðina á mér, hún gæti líka búið á hinu horninu.

Ég flyt nú ekki með dótið mitt fyrr en síðast í júlí og planið er að fara suður með mæðgur um mánaðarmót júlí ágúst, en það kemur í ljós.

En við hittumst allavega er ég kem suður.

Kveðja

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.6.2010 kl. 08:55

7 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Góðan daginn  Milla  mín.

flottur staður  sem þú flytur á.

                  Knúss.

Valdís Skúladóttir, 16.6.2010 kl. 10:30

8 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Elsku Milla ,

Það er yndislegt að þú fékkst hús Nú fer að vera meira  að gera hja´mér en venjulega þó að mér fynnist alltaf mikið að gera. En ættingjarnir koma hver að öðrum að vestan nú í Júli og þá er bara gaman. Hlakka til þegar þú byrjar að blogga aftur .

 Eigðu gott suma.

kv. Lísó.

Elísabet Sigmarsdóttir, 24.6.2010 kl. 20:00

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Lisó mín og njóttu sumarsins með þínu góða fólki
Kærleik sendi ég þér
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.6.2010 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.