Fram í hugann kemur

Já nefnilega svo afar margt, Jóhanna bloggvinkona mín sagđi viđ mig í komenti ađ ţađ vćri gott ađ eiga góđa ömmu og afa og ţá fóru hugsanirnar af stađ hjá mér

Man fyrst eftir er ég kom til ömmu og afa, hef veriđ um fjögra ára og ţađ sem er mér svo minnisstćtt er ađ langamma Helga Beata lá í rúmi sínu orđin eitthvađ lúin og veik, en átti samt mola í poka undir koddanum sínum til ađ gefa okkur smáfólkinu, man einnig frá ţessum tíma eftir jólakökunni hennar ömmu, hún var ćđislega góđ.

Ţegar ţau voru flutt í Nökkvavoginn komum viđ ađ sjálfsögđu oft í heimsókn og man ég sérstaklega eftir jólabođunum, jólatréđ var sett á mitt gólf, Gummi frćndi spilađi á píanóiđ og viđ dönsuđum í kringum tréđ og sungum međ, auđvitađ voru borđ hlađin krćsingum ţeirra tíma, gamaldags rjómatertum, randalínum, smákökum og ýmsu öđru, en maturinn var ađ sjálfsögđu hangikjöt međ heimasođnum grćnum baunum, kartöflum og uppstúfi.

Man líka eftir búrinu hennar ömmu, sem var niđur í kjallara, ég elskađi ţegar amma bađ mig ađ fara niđur og ná í eitthvađ, búriđ var á stćrđ viđ svefnherbergiđ mitt í dag og í ţví gegndi ýmissa grasa,
eins og stórir kassar af ţurrkuđum ávöxtum, sem mađur laumađist í, setti smá í kjólvasana og tróđ upp í sig, en passađi upp á ađ vera búin ađ kyngja öllu er upp kom, auđvitađ vissi amma alveg hvađ var ađ gerast og hafđi gaman ađ, hún var nefnilega prakkari mikill.

Amma og afi voru alla tíđ afar sparsöm og ţađ var synd ađ henda hvort sem ţađ var matur eđa föt, en nísk voru ţau ekki, ég lćrđi heilmikiđ af ţeim eins og bara af mömmu og pabba ţví ţetta var bara svona í ţá daga og ég fylgi ţessu enn í dag, en ţau leifđu sér ţađ sem ţeim langađi til afi fór í laxveiđi og man ég eftir mörgum skemmtilegum ferđum í Víđidalsá sem var eiginlega áin hans afa, enda falleg á.

Man ţegar ég var ófrísk af öđru barninu mínu kom upp í Belgjagerđ mćtti afa fyrir utan hann var ađ koma í vinnu eftir hádegisblundinn sinn og hann fađmađi mig horfđi svo á mig og sagđi áttu enga kápu tátan mín, ég varđ víst eitthvađ undrandi, hann tók upp veskiđ og rétti mér nokkra seđla og sagđi: "Fáđu ţér kápu fyrir ţetta tátan mín", ég náttúrlega knúsađi hann fyrir, en mig vantađi enga kápu, en kápu varđ ég ađ kaupa, mađur gerđi nefnilega eins og afi lagđi fyrir mann, máliđ var ađ ţađ var hásumar og afar heitt úti svo ég var bara í mínum óléttukjól, en auđvitađ átti ég ađ vera í kápu ţađ var svona snyrtilegra, fór og keypti mér létta kápu og notađi hana í botn sko er ég var orđin léttari.

Afi og amma voru klettarnir í mínu lífi, ţau voru alltaf ţarna og elskuđu mig og öll hin barnabörnin afar mikiđ, ég átti ćtíđ athvarf hjá ţeim, ţađ var hlustađ á, ráđlagt og spjallađ um málin.

img_0009_new.jpg

Takk elsku amma og afi, ég elska ykkur afar heitt.
Milla
Heart

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.