Töfrum klæddir dagar.

Sporðdreki:
Njóttu augnabliksins, því allt sem þú snertir
verður að töfrum.
Nú eru tækifærin svo margvísleg að þú hlýtur
að finna eitthvað við þitt hæfi


Að mínu mati eru tækifærin ætíð til staðar, það þarf bara að sjá þau, fyrir mig sem er komin á launin þið vitið eru tækifærin ótal mörg ég þarf einungis að grípa þau sem ég vil nota. Í gærmorgun hringdi dóttir mín og bauð mér á Eyrina og ég var fljót að segja já, lagt var í hann um 12 leitið, dagurinn var magnaður, yndislegt veður, allir svo glaðir sem maður mætti og fólk óspart á brosin sín. Á heimleið komum við við á Laugum til að taka englana mína með, en þær ætla að hjálpa til við flutninginn sem verður vonandi á sunnudaginn, ef þetta eru ekki töfrar þá veit ég ekki hvað.

Nú við fórum heim í hálftóma húsið, sem var mitt og þar héldu ljósin mín tískusýningu, fóru í öll fötin sem keypt voru á þær og gleðin skein úr augum þeirra, eru þetta ekki töfrar?

Það er eitt sem margir eru ekki meðvitaðir um og það er að ástin birtist í svo mörgum myndum, ekki endilega að við séum ástfangin í karli/konu heldur umhverfinu, lífinu og því sem er í kringum okkur sú ást er tær og yndisleg fer ekki neitt, eins og er maður missir niður ást á mannveru, en það er nú eðlilegt því mannfólk, flest skilur ekki hvernig á að koma fram í samböndum, eða lífinu í heild.

Ég elska lífið, allt mitt fólk, og það er ekki verra að vera ástfangin í ??????????????????

Njótið helgarinnar
Milla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2010 kl. 11:20

2 identicon

Bara að kasta á þig kveðju og góða nótt.

egvania (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 22:26

3 identicon

Milla mín að elska er að njóta þar sem ástin birtist í sínum mörgum myndum, heiðarleika, vináttu, einlægni og kærleika.

Aftur kveðja og góða nótt

egvania (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.