VAR SVO SORGMÆDD Í GÆR

Jú vegna alls þessa sem er að gerast ekki að aðdragandinn hafi ekki verið til staðar, en einhvernvegin er það svo að þegar punkturinn yfir i-ið kemur  þá brestur múrinn, var samt afar stolt yfir því að búa á Húsavík því þar er kraftmikið og gott fólk, komst reyndar ekki á fundinn fann samt fyrir samstöðunni og frétti af hvað okkar fólk stóð sig með afbrygðum vel eigi kom það mér á óvart ég þekki vinnubrögð og hæfileika þessa vina minna.

Það voru haldnir fundir víðar til dæmis í Reykjanesbæ, ég bjó í Sandgerði í 27 ár svo mér er ekki sama um þetta bæjarfélag. Þar hótuðu menn aðgerðum ef ekkert yrði að gert innan þriggja vikna, hugnast mér það afar vel og það væri alveg frábært ef við hér norðan heiða mundum gera það einnig, en hvernig verða þeir að ákveða sem vit hafa á.

Mér hefur aldrei hugnast óheiðarleiki, ef menn segja eitt þá eiga þeir að standa við það, en það vantar svo óendanlega mikið upp á að þeir sem lofuðu þessu og hinu hafi staðið við það.


Þó ég sé sorgmædd þá ætla ég ekki að láta  sorgina ná yfirhöndinni, ekki gera neinum það til þægðar, endilega kæru vinir, verið glöð og brosið.


mbl.is 85% niðurskurður á sjúkrasviði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski er þetta fyrsta merki  um að við Íslendingar rísum upp og byggjum upp heilbrigðara samfélag þar sem pláss er fyrir alla.Kveðja Milla mín.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 12:38

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vonandi Ragna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.10.2010 kl. 12:44

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kveðja til þín elsku Milla mín, ég var líka sorgmædd.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2010 kl. 12:44

4 identicon

Ég var rosalega stolt af Húsvíkingum í gær, vá hvað þeir voru flottir að mæta svona margir og mótmæla ætluðum aðgerðum. Ég er búin að fara niður á Austurvöll í vikunni en þar snúast mótmælin hjá alltof mörgum um að keyra framhjá Austurvelli og flauta fyrir framan alþingi og keyra svo í burtu. Ekki mikill vilji til þess að mæta og standa vaktina þó ekki væri nema klukkutíma.

Annars knús í þitt hús.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 15:08

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ásdís mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.10.2010 kl. 16:47

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þeir voru flottir og framsögurnar eftir því.

Knús í þitt hús ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.10.2010 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband