Kemur allt með kalda vatninu

Byrjaði daginn eins og vanalega á sjæningunni, nú datt svo inn í að fara í gegnum pappíra og allskonar dót gekk frá öllu á sinn stað. Milla kom í hádeginu í smá spjall, er hún fór datt mér í hug að athuga hvernig mér gengi nú að labba upp í bíl og koma öllu fyrir sem á að vera þar ætlaði svo sem ekki að fara neitt, en er ég var sest inn þá var nú alveg nauðsynlegt að fara einn rúnt um bæinn, það var ljúft eftir að hafa eigi ekið í einar 5 vikur, Neró var sérlega ánægður, auðvitað kemur heilsan og krafturinn með kalda vatninu því vatnið er allra meina bót.

Nú er ég var í tiltektinni fann ég gamalt og gulnað blað með afar fallegu ljóði á, læt það fljóta hér með, veit ekki hvað það heitir eða eftir hvern það er.


Hún amma mín er mamma hennar mömmu
Mamma er það besta sem ég á
gaman væri að gleðja hana ömmu
og gleði bros á vörum hennar sjá
í rökkrinu hún amma segir mér sögur
svæfir mig er dimma tekur nótt
syngur við mig sálma og kvæði fögur
sofna ég þá bæði sætt, vært og rótt.

Kærleik á línuna. Milla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kærleikur til þín líka ljúfust.  Og ljóðið er fallegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2010 kl. 13:29

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ljóðið lærði ég sem lítil stelpa, ca. 60 ár síðan, en þá hljóðaði það svona

Gaman vri að gleðja hana ömmu,

gleðibros á vanga hennar sjá.

Amma hún er mamma hennar mömmu,

en mamma er það besta sem ég á.

Restin fylgdi ekki með, en falleg er hún

Með bestu kveðju.

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.12.2010 kl. 11:33

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta á auðvitað að vera væri

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.12.2010 kl. 11:34

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín, sendi kærleik í kúlu:):):)

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.12.2010 kl. 16:10

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er satt Bergljót, ljóðið er fallegt og kannski hefur það aflagast í áranna rás.

Presturinn á Dalvík, sem ég hef reyndar aldrei séð sendi mér mail og taldi þetta vera eftir Sr Árilíus Níelsson, en eigi veit ég meir.

Kærar kveðjur til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.12.2010 kl. 16:14

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Fann þetta á netinu, þar er höfundur ókunnur, en þar hljómar annað erindið svona. Mér sýnist rímið réttara í því.

Í  rökkrinu hún segir mér oft sögur,

svæfir mig þá dimma tekur nótt.

Syngur við mig sálma og kvæðin fögur,

þá sofna ég svo undur vært og rótt.

Fyrirgefðu afskiptasemina, en mér fannst ssvo gaman að sjá þig vitna í þessa gömlu gælu. Hún var meðal minna fyrstu vina þegar ég var barn.

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.12.2010 kl. 18:11

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Bergljót og þetta er bara góð afskiptasemi.

Gott að vita hið rétta í málinu, auðvitað rímar þetta betur svona, ég fékk þetta svona á blaði eins og mig minnir að ég hafi fengið ljóðið á blaðinu sem er orðið gulnar er á Reykjalundi ég var 1993, við vorum oft að skiptast á ljóðum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.12.2010 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.