Yndisleg jól

Þau eru eigi yndisleg að því að allt gengur smurt fyrir sig, þá meina ég í svo mörgu, þau eru yndisleg vegna þess að ég er jákvæð og elska lífið og þá sem eru mér næstir.

Verð að tala um, en og aftur, þetta með afskiptasemina, stjórnsemina, orðaleppana og er fólk býr til allt mögulegt um allt mögulegt sem það veit ekkert um og kemur alls ekki við.

Stjórnsöm hef ég verið sjálf og hef ekkert samviskubit yfir því það er nefnilega hægt að stjórna á svo margan hátt, en ljót orð, sögusagnir, lygar og tilbúning á fólk sem á sér engan fót hef ég aldrei gúterað hjá fólki, hefur fólk ekkert  þarfara að gera við tímann sinn en að rótast í öðrum, ég hef allavega margt annað að gera og þess vegna heyri ég trúlega síðust manna það sem sagt er.

Eins og ég hef sagt áður þá nota ég þessa síðu mína til að losa um í sálartetrinu, það fer nefnilega obbólítið í mínar fínustu er ég hlera sögur sem eiga sér engan stuðning, var þetta búið að pirra mig nokkuð lengi, ætlaði ekki að blogga þetta fyrir jól, en geri það núna, því það lætur mína sál ekki í friði.

Það sem um ræðir vita þeir sem slett hafa drullunni og þarf ég eigi að tala meir um það. Er búin að klippa á allt sem hægt er að klippa á, en ótrúlegt en satt þá eru alltaf einhverjir endar eftir.

Það sem hjálpar mér í lífinu er trú mín á það góða, raunsæi á hvað er best fyrir mig, sonur minn sagði við mig um daginn: " Mamma það er svo gott með þig þú situr aldrei út á það sem við erum að gera, bara samgleðst."

Ég set ekki út á hvorki þau eða aðra því mér kemur ekki við hvernig aðrir lifa sínu líf, ef þau ekki lifa því rétt verða þau að reka sig á, engin breytir neinu þar um

Kærleik til ykkar allra inn í nýtt og yndislegt ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kærleikur til þín líka duglega og jákvæða kona.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2010 kl. 11:44

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála þér elsku Milla mín, síst nenni ég að fárast yfir öðrum, læt mér nægja að gleðjast í sjálfri mér með mínum nánustu. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2010 kl. 14:39

3 Smámynd: Valdís Skúladóttir

  svo  sammála þér  Milla.

Valdís Skúladóttir, 28.12.2010 kl. 20:56

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

veit það Vallý mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.12.2010 kl. 09:13

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Rétt hjá þér Milla, viðhorf okkar skiptir svo miklu máli. Hvernig við tökum hlutunum og hvernig við dæmum. Ég þarf að minna mig reglulega á það. Ég get orðið býsna hvöss þegar mér finnst órétti beitt og þarf þá að setja stopp merki framan á mig og anda áður en ég sýni viðbrögð! :D

Knús í hús.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2010 kl. 14:52

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Jóhanna mín, hvassar getum við orðið, en sem betur fer hef ég lært að vera díplómatisk jafnvel svo jaðri við ósvífni, það getur verið afar gaman á stundum.

Ég þoli ekki órétti og guð hjálpi þeim sem beina honum að mér og mínum ég á til að þurrka það fólk út. en alveg satt
Knús í hús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.12.2010 kl. 20:49

7 Smámynd: Ragnheiður

Sem betur fer veit ég ekkert um svona mál, hef nú lifað lengi í friðinum. Og þá meina ég ekki að þú sjálf sért með ófrið heldur svona heyrir vopnaskakið. Ég hef fyrir nokkuð löngu síðan farið fram á við fólk að það beri ekki til míns slíkar sögur og fólk virðir það.

Það er best að loka á þetta. VIð getum ekki breytt öðrum, bara okkur sjálfum.

Gleðilegt ár Milla og takk fyrir gömlu árin.

Ragnheiður , 29.12.2010 kl. 21:04

8 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sæl Milla mín..Já, ég heyri vopnaskakið. Ég held að þú náir nú að koma þér undan ..Ég er löngu búin að koma mér upp skráp. Lærði það á bæjarstjórarárunum. En hann dugir reyndar ekki eins vel, ef um innsta hring er að ræða..fjölskylduna eða bestu vini. Ég held maður verði alltaf óvarinn fyrir því.

 Gleðilegt nýtt ár Milla mín og takk fyrir öll gömlu góðu árin.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.12.2010 kl. 08:03

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis gott nýtt ár til þín Ragga mín, gott að þú heyrir ekkert um svona mál, en þetta sem ég er að tala um núna kemur ekki frá bloggi eða facebook, en þeir sem hafa sært núna eru allir á facebook veit ekki alveg hver það er, en er búin að hreinsa út hjá mér, ég er ekki að velta mér upp úr þessu dags daglega á endanum kemur sorinn í bakið á þeim sem eiga hann.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.12.2010 kl. 10:31

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín hér er ekki um mína nánustu að ræða og ég er sko með skrápinn enda skiptir þetta fólk mig engu máli sem notar lýgina og ljótu orðin.

Knús í heiðarbæinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.12.2010 kl. 10:33

11 Smámynd: Ragnheiður

Já það er ég viss um Milla, það kemur á endanum að skuldadögunum. Ég held samt að með því að gefa þeim þó þann tíma að skrifa um þau þá sértu kannski aðeins að næra illgirnina..

Nú er líklega setið og sopnar hveljur yfir hverju orði hér hahaha en þú veist áreiðanlega hvað ég á við :)

Ragnheiður , 30.12.2010 kl. 17:51

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei elskan í þessu tilfelli segir engin neitt því engin vill viðurkenna að hafa sagt eitthvað misjafnt, en margir súpa eflaust hveljur halda að ég sé að tala um þá alla sem þarna úti eru, en svo merkilegt sem það er þá er það sem ég er að ía að  næstum nýtt svo þessir gömlu geta bara slappað af enda er ég löngu búin að sleppa þeim sárindum.


Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.12.2010 kl. 19:54

13 Smámynd: Ragnheiður

Hafðu það gott , gleðilegt ár og takk fyrir gömlu.

Ragnheiður , 31.12.2010 kl. 00:18

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Ragga, ég hef það mjög gott svona alla jafna, heilsan mætti vera betri.

Kærleik inn í nýtt ár og takk fyrir þau gömlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.12.2010 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband