Smá kveðja.

Ætla bara rétt að láta ykkur vita að á ***** stjörnu hóteli ég er, það heitir sjúkrahúsið á Húsavík, hér er æðislegt starfsfólk og er maður eins og blóm í eggi, liggur við að maður þurfi ekki að lyfta litla putta til hvorki eins eða neins, enda er letin bankar upp á þá er gott að hafa svona aðhlynningu og þakka ég vel fyrir hana.

Fékk að borða fyrst í gær, var sko búin að hlakka mikið til þess, kokkurinn hér hjá okkur er bara æðislegur, toppmatur og allt svo fallega borið fram af þessum elskum sem vinna við það, þið eruð öll sem eitt stórkostlegt teimi hér á sjúkrahúsinu og legg ég bara bann við niðurskurði bæði hjá okkur og eins á öðrum stöðum úti á landi, litlu sjúkrahúsin eru svo nákomin fólkinu að bara það er hálfur batinn hjá fólkinu sem á þeim þurfa að gista, en nota bene varla verður hlustað á einhverja stelpu úti á landi.

Læt heyra í mér er heim kem.
Hafið það gott kæru vinir.
Kærleik á línuna
Milla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér vel Milla mín og vertu fljót að ná heilsunni á ný.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2011 kl. 10:20

2 identicon

Kærleikskveðjur

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 10:39

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hafðu það sem best elsku Milla mín, ég þekki af reynslu að það er gott að liggja á sjúkrahúsinu á Húsavík. kveðja til þeirra sem muna eftir mér

Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2011 kl. 12:32

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Skjótan bata og endurnýjaða orku!

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.1.2011 kl. 15:02

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur mínar ég er komin heim þó heilsan sé ekki að öllu leiti komin aftur, fer í áframhaldandi rannsóknir á mánudag, svo líður vika þar til ég fæ úr þeim rannsóknum, en þetta er nú allt bara proforma dúllurnar mínar, Iss piss verð búin að romsa þessu úr mér áður en langt um líður.

Ásthildur mín, knús í kúlu
Ragna mín takk fyrir kærleikann
Ásdís mín, þær eru allar svo ungar sem eru þarna núna, en ein lá með mér sem hrefna heitir og vann  sem hjúkrunarfræðingur í 30 ár, en tel hana nú ekki muna neinar kveðjur þessi fallega kona.
Knús til þín og Bjarna

Takk fyrir góðar óskir Bergljót mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.1.2011 kl. 19:00

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hvað kom fyrir? Hafðu það sem best <3

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.1.2011 kl. 19:24

7 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Hæ  Hæ Milla mín.

Strákarnir hafa getað mokað og skutlað þér heim það er gott.

Farðu vel með þig og vertu stillt og góð

                       Knússí knúss. Vallý

Valdís Skúladóttir, 7.1.2011 kl. 20:30

8 Smámynd: Adda Laufey

Farðu vel með þig.tölvuknús

Adda Laufey , 7.1.2011 kl. 23:16

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín ég fékk einhverja elskulega veirusýkingu
Knús í Heiðarbæinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2011 kl. 14:01

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý mín það var hann Ingimar minn sem mokaði og mokaði svo tengdó kæmist heim.
Knús til ykkar villingana á Suðurnesjum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2011 kl. 14:03

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir kveðjuna Adda Laufey mín og þú ert komin inn sem vinur.
Knús í hús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2011 kl. 14:04

12 identicon

Góðan bata kæra Milla

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 14:09

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Birna Dís mín :):):)

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.1.2011 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.