Það sem kemur upp í hugann 5.

Þegar ég kom heim í gærmorgun, en tengdasonur minn ók mér í blóðrannsókn, þá fór ég að hugsa tilbaka um snjóinn.

Þegar ég var að alast upp í Reykjavík man ég eigi eftir svo miklum snjó, jú svona á stundum, en á skíði við fórum upp í skíðaskála þá var gist kannski í heila viku, þvílíkt fjör, svo var maður á skautum á tjörninni í Reykjavík þá var sko borgin mín, mín borg.

Aldrei man ég eftir ófærð fyrr en ég flutti  20 ára gömul til Þórshafnar á Langanesi var með Dóru mína litla og nægan tíma til að leika mér í snjónum og eða á skautum sem var hægt á lónunum út við flugvöll, þetta var æðislegur tími og ég man ekki eftir því að kvartað hafi verið þó aldrei hafi verið mokaðir vegir, kaninn kom eina og eina ferð ofan af Heiðarfjalli til að moka í gegnum bæinn held aðallega til að menn kæmust út á flugvöll

Man eftir því að stórhríðir komu og jusu úr sér þvílíku að ekki sást í hvorki eitt eða neitt, kaupfélagið fór á kaf og þurfti að moka snjótröppur niður í það, svo maður kæmist inn, man að ég fór á skíðum niður í kaupfélag það var nú ekkert mál, en erfiðara var að komast heim aftur, alltaf á hausnum, en þetta var svo gaman að maður veltist um að hlátri kom síðan heim og hitaði sér kakó og kúrði sig í stofusófann með góða bók eða sænsku blöðin.

Á þessum tíma var ekkert sjónvarp bara útvarp, en það voru allskonar böll, Þorrablót, körfuböll, tunnuböll, svo vorum við í blaki  og mörgu öðru sem skemmtileg var.

Á þessum tíma kynntist ég nýu lífi, lífinu eins og það var venjulega hjá fólki bæði gleði og sorgum.

Í dag getum við ekki hreyft okkur ef það kemur snjór eins og núna enda tímarnir aðrir, vegalengdirnar langar, vinnustaðirnir fleiri, skólarnir stærri og bæirnir hafa stækkað til muna, jú jú það eru margir sem geta farið út og finnst þetta ekkert mál, en fólk eins og ég verður bara að njóta þess að vera heima hjá sér.

Um leið og verður betra veður þá er hægt að fara að leika sér, jeppast, sleðast, skíðast, renna sér á þotum og svo margt annað og get ég svo vel unnt fólki þetta því það gefur lífinu svo sannarlega lit að skvetta úr klaufunum.

Góða skemmtun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert yndisleg Milla mín, það er svo gaman að rifja upp svona minningar, og lesa um aðra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2011 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband