Við etjum við sama hnútinn, þar til allt gengur upp.

Í raun gerum við það, sko lífið kemur til okkar í kössum með hnút á, við verðum að losa fyrsta hnútinn svo við getum haldið áfram, en vitið þið stelpur/strákar að þetta er eigi svona auðvelt í flestum tilfellum gefumst við upp og segjum: " Æi, ég leysi þetta seinna" svo er það bara ekki gert við erum nefnilega snillingar að fela fyrir sjálfum okkur óleysta hnúta og alltaf verður erfiðara að leysa þá hnúta sem á eftir koma. Þetta á við um alla hnúta.

Ég hef svo gaman að rifja þetta upp, er búin að bisast við þá marga og ætíð látið undan púkanum sem situr á annarri öxlinni og hvíslar: " það er svo auðvelt, bara að gefast upp".OK það er það.

Núna í nokkur ár er ég búin að berjast við púkann, henda út mörgum ósóma sem ég hef leift honum að viðhalda í mínum hugsanagangi.

Kannist þið ekki við að engin getur ráðlagt manni, ekki kennt manni að biðja um hjálp, eða What ever því maður veit allt betur en hinir, tel að allir kannist við þetta. Oj oj ég er svo klár.

Svo smellur eitthvað og Bingó, ekkert mál, búið að leysa alla hnútana og leiðin greið. Þetta gerðist hjá mér í byrjun árs og er ég stöðugt að læra, fara á netið og læra um þetta allt, tala við bróðir minn sem gaf mér spark í rassinn svo ég færi nú að leysa hnútana og um leið að viðurkenna vanmátt minn svo ég gæti byrjar upp á nýtt og ég nýt þess í botn.

Þetta er svo gaman og ég elska matinn sem ég er að borða, það sem er svo skemmtilegt, jú það er að borða sér til heilsu það er jú meiningin með þessu hjá mér, nú ef ég grennist þá er það bara bónus.

Hafið þið hugleitt hvað þið borðið og hvað það gerir ykkar heilsu? Nei nei ég ætla ekki að reyna að segja ykkur það, finnið út úr því sjálf, en það er allt í lagi að spyrja ef einhverjar spurningar vakna,get bara sagt að þetta er æðislega gaman

Kærleik og gleði á línuna
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2011 kl. 13:01

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.