Já er þetta málið?

tomatar.jpg

Fallegir eru þeir.

Ræktun tómata í risagróðurhúsi, sem gæti kostað um fimm milljarða, er í undirbúningi á Suðurnesjum og hugmyndin er að flytja út þúsundir tonna af tómötum, jafnvel frá og með 2014.

Er þetta draumóra-áætlun eða raunveruleiki, er búið að reikna dæmið til enda, er búið að kanna markað erlendis, hvað verður framleiðslan lengi að borga lánin sem þarf að taka og verða það þolinmóðir peningar því þetta tekur tíma, verður þetta eins og með refabúin sem standa auð út um allt land og er eigi fagurt augnayndi, verður kannski reynt að moka þessu inn á innlendan markað með undirboði, nei ég bara spyr, það væri algjört rothögg á garðyrkjubændur í landinu, við erum nefnilega ekki Ástralía að stærð.

Mér hefur skilist að raforkuverð sé svo hátt til gróðurhúsa að bændur eru í vandræðum með að framleiða allt árið það sem þyrfti, fá risagróðurhús  raforkuna á  undir borði verði eins og Álverin.

Ekki hef ég neitt á móti atvinnuuppbyggingu, en þetta leggst frekar illa í mig kæru suðurnesja menn það er nefnilega þannig að á meðan uppbyggingin fer fram eru til nógir peningar, það er lánin og jafnvel styrkir sem fást út á svona flott gróðurhús, gerst hefur það í sumum uppbyggingum að vanreiknaður er kostnaður, þá vantar meiri peninga, og þar kemur að fyrsta hnútinum sem þarf að leysa á meðan hann er leystur er að vanda hver silkihúfan upp af annarri á launum, svo ég nefni nú ekki neitt annað, sem húfurnar fá.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að rætt hafi verið um að reisa hús sem væri tíu hektarar að stærð undir einu þaki, en það er meira pláss en þarf undir tíu fótboltavelli.

Já þetta er kannski málið fyrir okkur hér norðan heiða, við gætum farið út í Papriku og Chilli rækt. nóg er landflæmið á Bakka.

Markaðssetning á öllum vörum er erfið, en það er með okkur að landið telst hreint, þannig að við erum að selja ferskleikann í vörunni, eða hvað?

Svo er ein stór spurning, hvar fást peningar í svona stórt verkefni, væri ekki viturlegra að setja peninga í þau mál sem bíða úrlausnar þau eru afar mörg að mér skilst.

Annars hef ég ekkert vit á þessu, bara svona smá hugboð.
Góðar stundir


mbl.is Tómatar geta skapað 60 til 100 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

thad var med 1 verkum steingrims og felaga ad haekka raforku til gardyrjubaenda

frekar aetti ad laekka thad og minka innflutnig ekki satt? 

Magnús Ágústsson, 2.3.2011 kl. 08:38

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það veit ég vel, auðvitað átti að ýta undir frekari framleiðslu hjá okkur, en eins og allt sem þessi ríkisstjórn gerir, þá er það til að bæla allt niður

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2011 kl. 10:28

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Dæmigerð fáviska, sýnist mér. Hagkvæmara er að rækta tómata þar sem tilkostnaður er lítill sem enginn og vinnuafl ódýrt.

Sæmundur Bjarnason, 2.3.2011 kl. 12:29

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kannski finnst Íslendingum það bara plat að efna til atvinnusköpunar ef hvert starf kostar undir 200 milljónum eins og í álveri?

En nú stendur til að flytja út raforku. Það á bara eftir að finna orkuna og beisla hana. 

En við vitum að sjálfsögðu að hún er til...hún hlýtur að vera til....eða þannig  ...kannski.

Árni Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 12:37

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stærsta tómatabú á Íslandi hefur ekki ræktað tómata í 2 mán vegna einhverrar óværu sem herjar á tómatplöntuna. Þeir urðu að hætta ræktuninni og verða að rækta gúrkur í einhvern ákveðinn tíma áður en þeir geta byrjað aftur.

Minni ræktendur þora ekki að byrja að rækta neitt meira, af því "sá stóri" mun koma aftur.

Ef þetta gengur upp með þetta risagróðurhús, yrði það auðvitað frábært, en ég held að það sé samt ekkert gefið í þessum bransa.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 13:13

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stórar upphæðir í fjárfestingu í framleiðslutækjum, eru ekki neikvætt fyrirbrygði, Árni, heldur miklu fremur jákvætt.

Hvers vegna áttu svona erfitt með að skilja það?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 13:15

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En þetta risagróðurhús mun örugglega valda ruðningsáhrifum í þessum geira. Minni ræktendur fara á hausinn, svo niðurstaðan verður sú að nánast engin fjölgun verður á störfum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 13:16

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Tel að íslendingar þurfi að huga mjög alvarlega að matvælaöryggi ef að allt fer í bál og brand í heimsmálunum og aðflutningar yrðu erfiðir, enda bendir flest til þess að styrjöld sé í pípunu(enda koma þær jafnan í kjölfar heimskreppu af ákveðnum ástæðum), ylver í stórum stíl og ódýrt rafmagn til garðyrkjubænda væri heillavænlegt tel ég. Hefja stórtæka ræktun á iðnaðarhampi sem sannanlega er mesta nytjaplanta sem finnst hér á Móður Jörð (eldsneyti og olíur, afar sterkt byggingarefni í hús og bíla, krabbameinslyf, vefnað og föt svo fátt eitt sé talið ) og ýmislegt fleyra hægt að gera til að gera sjálbærni samfélagsins og mataröryggi sem mest. Stórlækka raforkuverð til alls landbúnaðar væri æskilegt.

Georg P Sveinbjörnsson, 2.3.2011 kl. 13:26

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæmundur, ég vil rækta okkar grænmeti hér heima að svo miklu leiti sem það er hægt, en hef ekki trú á þessu stóra búi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2011 kl. 13:30

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

nei Árni mér finnst það ekki plat, en hef ótrú á þessu stóra búi, það er svo margt sem kemur til og ekkert má út af bregða til þess að uppskera bregðist og hvað þá?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2011 kl. 13:32

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það hafa komið upp veirur í ýmsum búum, vítt og breytt um landið, en það lagast, svo ég er ekki hissa þó minni búin haldi af sér höndum

það er ekki neikvætt að fjárfesta Árni og það stórt bara ef það er séð fyrir endann á málum.

Ef þetta stóra gróðurhús kemst á laggirnar og moka sínum afurðum inn á íslenskan markað þá er það dauðadómur yfir þeim smáu og engin aukning á störfum eins og þú kemur inn á.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2011 kl. 13:39

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá þér Georg, það má lækka raforkuverð og einnig skatta

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2011 kl. 13:42

13 identicon

Hér, sem ég bý,  er kílóið á tómötum 80 cent út úr búð,  (um 128 kr.ísl). Ekki veit ég hvað kílóverðið er á Íslandi. Vrðskskyn Íslendinga er svo brenglað að hálva væri nóg. Hvað með túlipana? þá þarf ekki eð keppa við smábændur hér heima, heldur heila Holland og fleiri lönd. Ekkert mál.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 14:09

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvar býrðu, V Jóhannsson?

Vegna óværunnar hjá stóra tómataræktandanum, þá hafa íslenskir tómatar verið ill fáanlegir á undanförnum vikum. Í krónunni kostar innfluttir tómatar í lausu 346 kr. kg. en voru á tilboði um daginn á um 200 kr.

Verð á tómötum á Íslandi er mjög mismunandi eftir árstíma. En hvernig er það hjá þér, Jóhannsson?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 14:54

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hér á Húsavík eru til flottir tómatar og eru þeir ræktaðir á sæmdarbúinu Hveravöllum, þar fáum við líka agúrkur, paprikur og margt annað sem er gott.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2011 kl. 16:22

16 identicon

Ég bý við Miðjarðarhafið og þrífst með ágætum. Að sjálfsögðu er verð breytilegt hér eins og annarsstaðar, en þá er það svo óverulegt að það er ekki tiltöku mál. Hér er kalt í dag, aðeins 17 stig, en fer hlýnandi. Bara þetta með óværuna er nóg umhugsunarefni.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 16:22

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú flott að búa þarna við Miðjarðarhafið, 17 stig Hmm hér er við frostmark.

Hvað meinar þú með að veiran sé umhugsunarefni?
Kveðja til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2011 kl. 16:37

18 identicon

Gunnar Th. talar um óværu (hugsanlega sveppur frekar en lús) og ef ég þekki Íslendinga rétt, þá á þessi ræktun að vera umhverfisvæn, sem kallar á ymsar náttúru óværur sem getur eyðilagt alla uppskeruna á einu bretti. Svona stórræktun gengur aldrei nema með kemiskum efnum. Það er þetta sem er umhugsunarefni vegtna markaðssetningar erlendis. Kveðja.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 18:30

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

þeir ætla sér nú örugglega ekki að hafa risagróðurhús sem á að vera eins og 5 fótboltavellir, Lífrænt, held að það mundi aldrei ganga upp.

Ég veit ekkert um ástæðuna fyrir sýkingunni sem herjar á núna, enn veit um eitt bú og það  hefur ekki lífræna vottun.

Ég fór nú bara að tala um þetta bú vegna stærðar þess, hef ekki trú á þessu hér á landi, hef meiri trú á minni einingum, þá fáum við betri vöru hvort sem þær eru lífrænt ræktaðar eða ekki.

Kveðja í 17 stigin.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2011 kl. 19:23

20 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Varðandi óværu, þá mæli ég með þessum snilldarfyrirlestri frá TedTalk og náttúrulegar lausnir sem gera kemísku eiturefnin óþörf, þörf á ferskri nálgun og lausnum í þeim málum.  http://www.youtube.com/watch?v=PxQcnxSbivQ

Ítreka líka þetta með iðnaðarhampinn (það getur enginn orðið stónd af því að reykja hann ef einhver hefur áhyggjur af því), möguleikarnir óteljandi. http://www.youtube.com/watch?v=-kZTLHEPrMc

Georg P Sveinbjörnsson, 2.3.2011 kl. 19:34

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð hugmynd.  Bæði með tómata, grænmeti og ávexti.  Við getum ræktað þetta allt bæði til heimabrúks og útflutnings.  Málið er að við flytjum inn grænmeti og ávexti fyrir fleiri milljarða á ári, þegar við getum ræktað mest af þessu hér heima, með ódýrara rafmagni og þar hlú að innlendri framleiðslu og skapa fleiri störf.  Við höfum þetta allt innan seilingar, og eigum að nýta okkur jarðhitann, við erum í raun og veru nafli alheimsins staðsett algjörlega í miðjunni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2011 kl. 19:40

22 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Finnst þér þá iðnaðarhampurinn ekki góð hugmynd líka Ásthildur? Leitun að gagnlegri framleiðslu með jafn ótrúlega marga nýtingarmöguleika, annar kostur við iðnarhampinn og það ekki lítill kostur, er að hann bætir jarðveginn sem hann vex í og þarf ALDREI! að hvíla skika á milli ára eins og með repju t.d og ýmislegt annað.

Georg P Sveinbjörnsson, 2.3.2011 kl. 20:19

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst allt í lagi að skoða alla slíka möguleika, eins og steinull til dæmis sem er hægt að rækta í með góðum árangri, frí af snýkjudýrum og óværum öðrum og þar sem sá jarðvegur er algjörlega dauður er miklu betra að ákveða áburðargjöf.  Einnig hefur verið lengi ræktaði í rennandi vatni. Við eigum marga möguleika aðra en að rækta í mold.  Endliega að nýta allt slíkt sem lágmarkar vinnuna við ræktun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2011 kl. 20:56

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Georg þetta eru afar áhugaverð myndbönd, auðvitað vissi ég um hampinn, en ekki að hægt væri að nota hann í svona margt.
Takk fyrir þetta

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2011 kl. 21:13

25 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín ég vildi að við gætum annað okkar markaði allt árið og meira til og þú sem garðyrkjufræðingur veist allt um eiturefnin

Knús í kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2011 kl. 21:16

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Óværan sem herjaði á stærsta tómataræktandan hér, var "hvít fluga", sem lifir að mér skilst á fáu öðru en tómatplöntunni.

Þess vegna er þessi tómatabóndi að rækta agúrkur núna og þarf að gera það í tvo mánuði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 21:25

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gunnar ég komst í kast við hvítu fluguna, hún var hér í garðskálanum mínum eins og hvítt ský, en svo fékk ég vespu sem lifði á þessari flugu og hún hvarf, hefur ekki sést núna í tvö sumur, ég trúði þessu ekki en satt er það, hún er útdauð.  Svo er annað sem hægt er að gera í gróðurhúsum en það er svona ósontæki sem drepur allar óværur, það þarf auðvitað að umgangast tækið með varúð, en ósonið sem er þyngra en súrefni, drepur þetta allt saman, og sveppi með.

Milla mín, við GETUM ANNAÐ okkar markaði allt árið ef við viljum, með ódýrari raforku og jarðhita, við lýsingu og hitun er það tæknilega mögulegt.  Viljinn er allt sem þarf.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2011 kl. 22:26

28 identicon

Ekki þykir grænmetisrækt í svona risa gróðurhúsum vera fín eða þess virði að borga mikið aukalega fyrir erlendis, ef marka má umræðuna í Bretlandi. Varan þykir bragðlaus og leiðinleg. Athuganir sem maður er sammála eftir að maður bítur í hálf græna óþroskaða tómata frá Íslandi.
Sjá: http://www.dailymail.co.uk/sciencetech/article-1025689/Welcome-Thanet-Earth-The-biggest-greenhouse-Britain-unveiled.html

Jón Anton (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 07:00

29 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir að segja okkur frá hvaða veira þetta var Gunnar TH.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2011 kl. 07:46

30 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín auðvitað er það bara viljinn sem þarf og við höfum hann, en það þarf meira til, nefnilega hlustun frá ráðamönnum um hvað þarf til.

Gaman að heyra þetta með vespuna og styður það sem Georg er að tala um og kemur með myndband um.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2011 kl. 07:51

31 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir þetta hjá þér Jón, hef lesið um þetta, enda segir það sig sjálft að við viljum gott grænmeti og það kemur ekki úr stórum gróðurhúsum.

Til dæmis er ekki kaupandi á þessum árstíma kál eins og Iceberg og kínakál, algjörlega bragðlaust kál enda innflutt, trúlega frá svona stórum búum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2011 kl. 07:58

32 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Endilega skoðið síðuna sem hann Jón bendir okkur á.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2011 kl. 08:06

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta að nota "náttúrulega óvini" er ekki nýtt.

Þegar við Ásthildur vorum í Garðyrkjuskólanum um miðjan 9. áratuginn, sagði Halldór Sverrisson, kennari okkar í plöntusjúkdóma og eiturefnafræði, og líffræðing hjá RALA, okkur frá þessari aðferð.

Hann nefndi sem dæmi um tiltekinn pödduskaðvald, mig minnir að það hafi verið blaðlús og til þess að losna við hann, var hægt að fá bjöllutegund frá RALA (Rannsóknarstofnun landbúnaðarins). Nóg var að koma með sem svaraði eldspítustokk, fullan af þessari bjöllu og sleppa í gróðurhúsið. Svo þegar bjöllurnar höfðu klárað allar lýsnar, þá dóu þær úr hungri, greyin.

En þessi aðferð dugar ekki alltaf. Margar flugna og lúsategundir verpa eggjum sínum í mold og þau geta klakist (púpast) út, löngu eftir að "óvinurinn" er farinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.3.2011 kl. 10:52

34 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auðvitað er þetta ekki nýtt Gunnar þó ég sem er ekki garðyrkjulærð og hef ekki rekist á pistil um þetta, hafi ekki haft hugmynd um þetta.

ÚR þessari færslu minni hefur orðir úr afar fræðandi komment, sem ég hef gaman að

Takk fyrir mig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2011 kl. 11:30

35 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Gunnar vissulega er málið ekki dautt ef ekki  er fylgst með hvernig afæturnar þróast.  En það hefur margt þokast áfram siðan við vorum í skólanum.  Og til eru margskonar náttúrulegar varnir, nú er mikið farið að notast við ósonblásara, sem eyða öllum dýrum með kalt blóð og sveppum líka.  Einnig notað til að fjarlægja óþægilega lykt. 

Síðan eru auðvitað allkonar jurtir sem bæjga óværunni frá að einhverju marki eins og til dæmis Tagetes, tómatplantan sjálf fælir einhverar svona óværur frá líka.  Þetta ætti ekki að vera vandamál, frekar það sem einhver hér nefndi bragðleysi slíkra ávaxta og grænmetis.  En ég hugsa frekar að slíkt gerist ef hitinn er of hár, og plantan vex of hratt, í heitari löndum er það örugglega vandamál vegna sólarinnar, en hér ætti að vera hægt að stilla hitan þannig að plantan yxi eðlilega.  Skólabróðir minn einn úr gagnfræðaskóla lét einmitt gera skýrslu um 5000 fermetra gróðurhús í Reykjanesi, og það kom bara vel út, en yfirvöld vildu ekki leggja projectinu lið svo ekkert varð úr því.  Í skýrslunni var líka skoðað innflutningur á grænmeti og hann er gífurlegur, því allt er flutt inn með flugi.  Ekki minnkar sá kostnaður núna við stighækkandi eldneytisverð. 

Ég held að við ættum vissulega að nýta okkur að framleiða sem mest sjálf, og af því þú minnist á minni garðyrkjubændur, þá er ég sammála því að betra væri að hlú að þeim og það væri hægt að gera með einu pennastriki hjá yfirvöldum og lækka verulega orkureikningana.  Það myndi verða þjóðhagslega hagkvæmt að sem mest yrði framleitt hér á landi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2011 kl. 12:14

36 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gaman að lesa þetta Ásthildur mín og ég skal segja þér að ósónmeðferðir á fólki eru líka til að bægja í burtu hinum ýmsu sjúkdómum.

Ég man er ég var lítil og ég fór með mömmu og pabba í Hveragerði þá heimsóttum við alltaf ein vin pabba og við máttum týna tómata af trjánum þeir voru hreinasta sælgæti, þá tíðkuðust ekki stór gróðurhús.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2011 kl. 13:42

37 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það verður að gæta að jafnræðisreglunni, þegar ein tiltekin atvinnugrein, í þessu tilviki matvælaiðnaður, er ríkisstuddur.

Hvað með annan matvælaiðnað? Eða bara aðra atvinnustarfsemi, þar sem rafmagnskostnaður er stór hluti af rekstrargjöldum? Eiga ekki allir að sitja við sama borð?

Eða á eitthvert háyfirvald í Landbúnaðar og Iðnaðarráðuneytinu að ákveða hverjir fái niðurgreidda raforku og hverjir ekki? Þetta gæti orðið snúið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.3.2011 kl. 15:09

38 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Að sjálfsögðu ekki, engin á að fá framyfir hinn þó að við vitum að svo sé í mörgu, annars mætti taka allt þetta batterí og stokka upp, sama hvaða fyrirtæki það eru.

Við skulum taka fyrirtæki sem einhverjum manni/konu datt í hug að stofnsetja, eigi áttu þau peninga, svo lán fékkst til að starta fyrirtækinu, nú svo gengur ekkert upp, fyrirtækið á hausinn og ekkert fæst upp í skuldir þetta er að sjálfsögðu ótækt.

Ef fyrirtæki fá lán eða styrk þá eiga þau líka að hafa eftirlitsmann frá ríki og eða banka, svona var og er þetta í Danmörku fólk fær ekki að vaða með peningana út og suður, en líklegast yrði þetta aldrei samþykkt

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2011 kl. 15:43

39 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Finnst í góðu lagi að styðja (snarlækka raforkuverð þá fyrst og fremst) alla sem eru að framleiða matvæli fyrir innanlandsmarkað, að þjóðin sé sem mest sjálfbjarga um fæðu er gríðarlegt öryggisatriði ef að styrjöld af stóru gerðinni skellur á með öllu sem því fylgir. Með þessi miklu öryggissjónarmið í huga tel ég enga goðgá að styrkja innlenda matvælaframleiðslu eftir megni umfram aðrar atvinnugreinar, okkur öllum til hagsbóta ef að kreppir frekar, fæðuöryggi á ófriðartímum er eitthvað sem við verðum að huga alvarlega að.

Georg P Sveinbjörnsson, 3.3.2011 kl. 16:17

40 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við skulum nú vona Georg að eigi verði stríð, en auðvitað eigum við að vera eins sjálfbær og hægt er.

Hvað er hitinn hjá þér núna, hjá mér hér á Húsavík skín sólin, en frekar kalt úti samt

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2011 kl. 16:42

41 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrst þú talar um annað Gunnar þá bendi ég á að sláturhúsum var fækkað á landinu um fleiri tugi og eru nú fjögur eða fimm, sem þýðir að bændur til dæmis hér fyrir vestan verða að flytja öll sláturdýr landshorna á milli, fara yfir margar riðfjárveikivarnargirðingar.  Ef það er ekki dýraníð að pakka dýrum saman í tvegga eða þriggja hæða bíla með tengivögnum, þá veit ég ekki hvað.  Og bændum er bannað að slátra heima nema til eigin nota.  Þarna er verið að hygla sláturleyfishöfum rétt eins og L.Ú.Í. Einokun er aldrei til góðs.  Það á að leyfa bændum að slátra heima, en undir eftirliti dýralækna um aðbúnað og hreinlæti.  Það er svo margt vitlaust í landbúnaði sem er miðstýrt rétt eins og sjávarútvegurinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2011 kl. 16:42

42 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við erum aldeilis samstíga Ásthildur mín, setjum inn færslur upp á mínútu á sama tíma.

Það var slæmt er þeir lokuðu sláturhúsunum, en það er svo margt sem er slæmt.

Jú það er dýraníð, ég hef séð er elsku skepnurnar koma út úr þessum bílum alveg ringlaðar eftir kannski margra klukkutíma ferð.

Ef skepnum er slátrað í spennu verður kjötið aldrei nógu meyrt þetta segja spekingarnir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2011 kl. 16:51

43 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir þetta hjá þér, Ásthildur

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.3.2011 kl. 16:58

44 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Milla mín já það er sorglegt að fara svona illa með skepnur. Og úr takti við alla dýravernd. 

Ég sendi landbúnaðarráðherra ábendingu um þetta efni af því að í gangi er endurskoðun á dýraverndunarmálum, en hef ekkert heyrt frá honum. Hann svarar ef til vill ekki puplinum. 

Takk fyrir það Gunnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2011 kl. 17:52

45 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei ætli hann geri það nokkuð, við erum soddan peð.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2011 kl. 20:31

46 identicon

Frábær og athyglisverður pistill hjá þér Guðrún Emilía,þjóðlegur og nauðsynlegt að ræða svona mál. Akkúrat svona getum við gert hér á Íslandi,en stærðin og sá ógnarlegi kostnaður að koma svona risagróðurhúsum á legg hugnast mér reyndar ekki. Tel að sem víðast um land ætti að vera gróðurhús sem geta framleitt nóg fyrir okkur,fóðuröryggi þjóðarinnar má segja. Semsagt Lífsöryggi okkar. Reyndar er ég hissa á því að við skulum ekki vera fyrir löngu orðin stór í útflutningi á grænmeti,líkt og kjötútflutningurinn hefur verið að aukast,enda albesta kjöt í heimi að mínu mati lambakjötið okkar.  En vonandi verður þetta tekið með skynseminni,það yrði skelfilegt ef stórframleiðsla,leggði niður smáframleiðendur í grænmetisframleiðslunni,sem skila frá sér frábærri afurð.

Númi (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 13:21

47 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það tók nú nokkuð mörg árin að koma lambakjötinu á koppinn, en nú er það orðið að veruleika.

Vona bara að við hugum að því að verða sjálfbær í grænmeti, mundi gera stórt fyrir okkur.

Takk fyrir innlegg þitt Númi

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2011 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband