Hvað veldur óttanum

Nefnilega óttanum, mín skoðun er sú að við látum stjórnast af óttanum í okkur sjálfum, en við hvað eru við hrædd?

Jú við erum hrædd við hið óþekkta, hvað kemur út úr þessum aðstæðum og hinum, hvað verður um okkur ef að þetta eða hitt gerist, hvað segir þessi og eða hinn um mig ef að ég ekki geri þetta eða hitt.
Svona mætti lengi telja.

Óttinn er svo mikill að við sjáum ekki mun á réttu og röngu, framkvæmum ýmislegt sem við ættum ekki að gera því óttinn er búinn að vara svo lengi að við erum búin að tapa áttum, sem er ekkert skrítið því ógnin er búin að hanga yfir okkur í svo mörg ár að við höldum að þetta eigi bara að vera svona, nei ekki alveg, erum farin að gera okkur grein, svona í alvöru að þetta á ekki að vera svona.

Sumir/margir eiga ekki að hafa ofurlaun á meðan aðrir hafa sæmileg laun og enn aðrir hafa eiginlega engin laun, hef verið að hugsa um þau sem hafa ofurlaunin, skyldu þau vera laus við óttann, Ó nei, þau eru skíthrædd um að eitthvað komi fyrir þau, því þó þau séu svo óforskömmuð að þiggja ofurlaunin eru þau algjörir kjúklingar er kemur að eigin skinni, enda sést þetta fólk ekki á almennum stöðum.

Kannski eins gott því þegar þeir sem minna mega sín eru búir að sjá að það hefur ekkert að óttast ryðst það af stað og guð hjálpi ofurlaunaða fólkinu er það gerist, þá meina ég ríkisstjórn, fjármálageira í heild sinni, bankastjórum, undirstjórum, fulltrúum og öðrum þeim sem að svindli og svínaríi hafa komi.

Losum okkur við óttann, lifum í gleði, en gerum það sem þarf að gera, það sem þarf að gera metur hver og einn fyrir sig.

Munið að það er hægt að framkvæma breytingar öðruvísi en með ofbeldi og ljótum orðum, þegar farið verður af stað höfum við valdið.

Eitt skuluð þið vita, ef þið þorið ekki í breytingar á ykkar forsendum þá eru þið ekki laus við óttann.

Kærleik til ykkar allra
.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alltaf ertu flottust Milla mín og svo satt og rétt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2011 kl. 15:21

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk ljúfust þú ert nú líka flott

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2011 kl. 16:17

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Guðrún, það er mikið til í þessu sem þú ert að skrifa um óttan.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.3.2011 kl. 23:12

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessaður Sigmar Þór, já svona sé ég og veit að þetta er rétt, það versta við þetta er, alheimurinn lærir trúlega aldrei að sleppa óttanum, þó einstaka mannvera læri það.
Kveðja til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2011 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.