Að fá visku út á heimsku.

Hafið þið einhvertímann komist að  hvað þið hafið í raun verið heimsk, það hefur nefnilega gerst hjá mér og segi ég frá því hér til að aðrir lendi ekki í súpunni það er nefnilega afar slæmt að fá kalda tuskuna framan í sig, alveg að óvörum því stundum lokum við á hvað við hefðum átt að gera.

Ég er oft búin að fá tuskuna framan í mig, en ég hef þroskast með árunum og taldi mig vera að gera rétt, en ekki aldeilis.

þeir sem eru með gallaðan ristil að einhverju tagi kannast við barninginn og hafa prófað hinar og aðrar aðferðir til að halda hægðunum í lagi, þar er ég engin undantekning.

Fyrir nokkrum árum er ég þurfti  að fara að taka inn meðöl við mínum elsku kvillum ákvað ég að lesa nú vel á fylgiseðilinn sem kemur með lyfjum, en ekki endilega á vítamínum, hægðarlyfjum eða einhverjum drykkjum sem ég var að fá mér.

Fór í fyrradag og keypti mér Magnesía "medic", búin að vera á því í ein tvö ár, datt allt í einu í hug "gáfaða ég" að lesa fylgiseðilinn"#$%&//()=(/&% OMG komst að því að ég á ekki að taka þetta lyf, en þeir vissu af því, hvað með það.

Langvarandi notkun Magnesía "medic" getur haft áhrif á kalk og fosfórs magn í líkamanum og ekki má ég nú við því sem er með slitgikt á háu stigi, einnig hindrar lyfið upptöku D vítamíns úr fæðu og perlum, einnig skapar lyfið höfuðverk.

Ég er búin að tala um höfuðverk við þjálfarann minn í heilt ár eða meira og hún hefur ekkert skilið í þessu þar til í gær að ég sagði henni hvað ég hefði lesið, hún bað mig bara að hætta á þessu strax sem ég að sjálfsögðu er, ég er nefnilega ein af þeim sem hef ofnæmi fyrir afar mörgum lyfjum, svo auðvitað þurfti ég að hafa ofnæmi fyrir þessu drasli.

Ráðlegg öllum sem taka hægðarlyf að lesa vel á fylgiseðilinn, en svo er annað sem ég ætla að láta reyna á núna það er að setja fullt af fræjum berjum og heilkornum út í morgundrykkinn minn, annað sem er bara afar nauðsynlegt og það er að hlusta á líkama sinn og ef þú kemst að því að ekki er allt eins og það á að vera, leitaðu þá eftir hjálp, t.d. heyrði ég viðtal í þættinum Samfélagið í nærmynd í gær þar sem Guðrún Gunnars var að tala við Kolbrúnu grasalækni, sem á og rekur Jurtaapótekið, hún segir að heilbrigði meltingarvegarins sé undirstaða góðra heilsu og það er svo satt hjá henni því ef við söfnum óæskilegum sveppum í meltingarveginn þá verðum við veik og eigi viljum við það. Þeir sem ekki trúa verða að reka sig á.

Annað sem mig langar til að vara vini mína við, lesið einnig vel á öll vítamín sem þið ætlið að kaupa, hugið að sykurmagninu, svo er ekki gott að kaupa fyrir þúsundir vítamín og vita ekki í raun hvað þið þurfið að taka, endilega spyrjið starfsfólk og fáið ráðgjöf sem er oftast veitt í heilsubúðum einu sinni í viku og sú ráðgjöf er bara frítt.

Ætli sé ekki best að hætta núna áður en þetta verður að heilli bók.

Kærleik í ykkar dag
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærleikur til þín Milla mín.Það er enginn sem er heimskur.Við vitum bara miskmikið

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 09:31

2 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Góðan  daginn  Milla

Já  það  eins  gott að  lesa  á  miðana .

Það  geri ég.... Fékk lyf í fyrra og það mátti  ekki gefa  mér

Lungnasjúklingar máttu ekki taka þau inn  svo ég passa mig að lesa.

                                         

Valdís Skúladóttir, 17.3.2011 kl. 10:01

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragna mín ég meinti nú að maður á að vita, en lokar oft.
Kærleik til þín ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2011 kl. 11:44

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý þú hefur lært af reynslunni og er það gott elskan
Kærleik til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2011 kl. 11:45

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef núna um nokkurn síma tekið Magnesíum töflu eina á dag.  Mér líður mikið betur.  Magnesíum er efni sem oft vantar í líkamann, og getur skorturinn valdið allskonar truflunum. 

En Milla mín þú ert ein af þeim heiðarlegustu og raunsæjustu manneskjum sem ég hef kynnst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2011 kl. 12:04

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín, ég er ekki að tala um magnesíum, það áttu að taka, er að tala um Magnesia "medic" sem er notað við hægðarvandamálum.

Endilega ekki hætta að taka magnesíum.

Knús til þín og takk fyrir mig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2011 kl. 12:16

7 Smámynd: Ragnheiður

ég er farin að taka psyllum husk sem er náttúrulyf. Ég hef lent ítrekað í sama og Vallý, verið hálfdrukknuð af astmanum vegna lyfja sem ég má ekki fá.

Ragnheiður , 17.3.2011 kl. 22:01

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín það er ekki gott að fá ofnæmi fyrir þeim lyfjum sem er verið að gefa manni maður verður bara að skoða þetta sjálfur.
Vallý mín segir þeim nú bara til syndanna og verða þeir að hlusta hún er góð í þessu.

Maður er svo vanmáttugur ef maður nær ekki andanum.

Farðu vel með þig ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2011 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband