Datt í mig að hugsa til baka.

Í gær fékk ég yndislegar fréttir, englarnir mínir koma heim til sumarvinnu þær munu vinna á Fosshótelinu hér á Húsavík, þær eru ekki óvanar hafandi verið í fjögur ár vinnandi á Fosshóteli, 2 sumur að Laugum og eitt sumar viðloðandi hótelið hér á Húsavík þannig að þetta verður 4 sumarið sem þær vinna fyrir þessa hótelkeðju. Mesti munurinn er að þær geta búið hjá mér sem er náttúrlega þeirra annað heimili.InLove

Dóra mín kemur með þeim og allir verða afar glaðir að fá þær, þó veit ég um eitt lítið ljós sem hoppar hæð sína af gleði, sko Dóra frænka mun fara með hana í sund og dekra við hana eins og Dóru er vani við frændsystkini sín, vonandi verður sumarið okkur gott veðurfarslega séð, að öðru leiti veit ég að það verður yndislegt.Grin

Svo það datt í mig að hugsa til baka í morgun, kannist þið ekki við þá tilfinningu að vera aleinn og einmanna Wounderingþó allir sem eru í kringum mann elski og vilji gera allt fyrir mann, veturinn í vetur er búin að vera þannig hjá mér og er það örugglega mér sjálfri að kenna og þó, veikindi, dauðsfall, aftur veikindi, mikill snjór og erfitt fyrir mig að komast út nema í fylgd með fullorðnumTounge sko það eru þau Milla mín og Ingimar, veit ekki hvar ég væri ef ég hefði þau ekki. Nú ég er búin að tala við þær á Keili á hverjum degi og þær voru nú hér í rúmlega 3 vikna fríi um jólin.

Það sem ég meina með því að vera aleinn og einmanna er að sjálfsögu vegna þess að ég lét það gerast, búin að losa mig við þrjá menn um ævina,(geri aðrir betur) sem var bara hið besta mál, á fáa, en góða vini eftir öll þessi ár, kannski á ég fleiri bara veit það ekki því ég hef ekki leift neinum að komast að til að gá, kannist þið ekki við þegar maður heldur að engin vilji vera vinur sinn, eða að fólki líki ekki við mann, ég tala nú ekki um allt hitt sem maður heldur að geti ekki gerst hjá sér og svo vantar að treysta fólki, tilfinningum og að maður verði ekki særður eða særi aðra.

Mikil ósköp, ég er búin að læra helling, en á margt eftir, held að það sé með þetta eins og margt annað, ég er allt lífið að læra.

Las á síðunni hjá henni Jóhönnu Magnúsar um daginn erindi sem Brene Brown las af sinni einskæru snilld, konan er yndislegur viskubrunnur, gef ykkur linkinn á hana

http://www.ted.com/talks/brene_brown_on_vulnerability.html  

Þegar ég var búin að drekka í mig hvert orð, margoft ( mikil ósköp
það er ekki eins og ég hafi ekki lesið um þetta áður)
þá fór ég að hugsa:

 Ég er verðug.
 Ég elska sjálfan mig (kannski vantar smá upp á)
 Ég hef sama rétt og aðrir (en fer ég fram á það)
 Ég læt ekki koma fram við mig af vanvirðingu,
 Ég er búin að ná því.
 Ég er hætt að vera gólftuska
 Ég er hætt að vera stuðpúði
 Ég er hætt að láta misskilja mig
 Ég er hætt að stjórna í öðrum
 Ég er hætt að láta stjórna í mér.

Ekki má misskilja þessi orð mín margt að þessu sem ég tel
upp er dautt og grafið  farið með þeim sem gerendur voru.

Hlakka svo til í sumar
Elska allt mitt fólk, og
er ástfangin í lífinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið er gaman hjá þér að fá barnabörnin tll dvalar heilt sumar Milla mín það verður yndælt.  Það er slæmt að vera einmana, þó það sé fullt af fólki kring um mann.  En það er líka rétt hjá þér, oftast er það manni sjálfum að kenna, og þó stundum þurfum við einhvern sem ýtir við manni og halar mann upp á strikið aftur.  Þú hefur allavega gefið okkur hinum mikið af þér í vetur og hafði þökk fyrir það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2011 kl. 11:23

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk knúsin mín, ég mun halast upp á strikið er suður ég fer, kem svo heim aftur með englana mína og Dóru og það verður sko fjör hjá okkur í sumar.

Ásthildur mín þú hefur einnig gefið mér mikið bæði með öllum fallegu myndunum þínu og orðum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2011 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband