Grátlegt frétta efni

556891.jpg

Í gærkvöldi sást Lindsay Lohan í annarlegu ástandi fyrir utan skemmtistað í New York. Talið er að hún hafi brotið skilorð sitt með áfengisdrykkju.

Eftir að Lindsay steig út af skemmtistaðnum skjögraði hún á gangstéttinni og átti erfitt með að halda jafnvægi. Á endanum hneig hún niður og hló sig máttlausa á jörðinni.

Í morgun reyndi Lohan að gera lítið úr atvikinu á Twitter-síðu sinni þar sem hún tísti: „Er ekki leyfilegt að detta? Ég er alltaf svo mikill klaufi!"

Hef skömm á þessum fréttaflutningi, þá meina ég sérstaklega í hennar eigin landi, þessi yndislega stelpa sem við erum búin að horfa á í ýmsum frábærum barna og unglingamyndum þar sem hún hefur staðið sig með prýði er orðin hrak og tel ég það ekki skrítið, værum við og eða okkar börn það ef við hefðum fengið að upplifa svona æsku eins og hún.

Það er búið að eyðileggja hana og hún kann ekkert annað en að taka við því hlutverki, sem fullorðnir kenndu henni og fara alveg með sig.

Og fólki finnst þetta vera fréttnæmt og hlakka jafnvel yfir óförum hennar. Ég spyr nú bara hvar byrjaði óhamingjan, örugglega undir handleiðslu hinna fullorðnu.



mbl.is Lohan skjögraði út af skemmtistað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Skoði maður yfirlit mest lesinna frétta þá eru það einmitt svona fréttir sem fólkið les

Ragnheiður , 2.4.2011 kl. 21:23

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki ég mér finnst þetta og margt annað sem snertir fólk sem ekki er að gera okkur mein, ömurlegar fréttir, en því miður þá vill fólk lesa það versta um aðra hvort sem það er hér heima eða erlendis

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2011 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.