Aðeins að láta heyra í mér

Það er orðið langt síðan ég hef párað eitthvað hér inni, en ætla að segja, í stórum dráttum frá suðurferð minni, sem byrjaði  6/4 og kom ég heim 10/5.

Við fórum suður Milla mín og ég með ljósin okkar, Ingimar kom svo á föstudeginum á mínum bíl, fermingin hennar Kamillu Sól var á sunnudeginum 10/4 einnig átti hún afmæli þann dag og var þessi dagur yndislegur í alla staði. Milla og Ingimar fóru heim á mánudeginum með ljósin, þær þurftu að mæta í skólann og Ingimar til vinnu.

Lumbra viðhélst í smáfólki sem og fullorðnum, Dóra frænka var að passa og ég að skutlast á milli með hana og börnin. Dóra fór í aðgerðina, kom heim samdægurs fékk svo ígerð í skurðinn og það kostaði ferð inn á bráðadeild boggans heim aftur síðan til að hitta lækninn sem gerði þetta og það var ekkert athugavert við  skurðin, UNDARLEGT, fór síðan á læknavaktina í Keflavík, þeir létu hana á sterkt pensilín átti hún síðan að koma daginn eftir til skurðlæknis, hann var ekki par ánægður með vinnubrögð þeirra á bráða og sendi hana í bæinn aftur, nú eftir 4 tíma bið á bráða fékk hún viðtal við frábæra lækna, þeir vildu að hún kæmi eftir 3 daga til að hitta skurðlækninn sem framkvæmdi  aðgerðina, en nei hún var að fara norður, sem sagt heim á Húsavík þar eru frábærir læknar og nú er allt í áttina.

Það sem ég ætlaði að segja um suðurferð mína var að ég fór í 3 fermingarveislur og hitti fólkið mitt að sjálfsögðu fór í Sandgerði til Völu og Ella og hitti stelpurnar og barnabörnin og það var yndislegt, en allt annað sem ég ætlaði að gera verður að býða þar til næst, maður getur ekki allt í einu.

Nú erum við komnar heim, englarnir mínir farnar að vinna á Fosshótelinu hér í bæ og Dóra er í því að hvíla sig og ná kröftum eftir þetta allt. Við ætlum að eiga æðislegt sumar og taka á móti gestum og gangandi.

Hér koma nokkrar myndir.

kamilla_1083823.jpg

Fermingarsnótin lítil og sæt

209951_194572487247393_100000839298262_403629_2651039_o.jpg

Og hér er hún fallega Kamilla Sól mín tekið á
fermingardaginn.

Gengur eitthvað illa með netið núna set inn
fleiri myndir síðar

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart

Restin af myndunum eru hér til hægri á síðunni
Albúmið heitir suðurferð með meiru

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að heyra frá þér ljúfust og mikið eru þetta falleg ljós sem þú átt. Leitt með uppskurðin og vandræðin, ég er orðin viss um að það þarf innraeftirlit með læknum og lögreglu.  það er bara þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2011 kl. 17:27

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitið knúsin mín, já það þarf eftirlit, engin spurning

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2011 kl. 17:59

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Velkomin heim á ný eftir viðburðarríka ferð, gott að allt endaði vel. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 16.5.2011 kl. 11:00

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Alltaf gott er málin klárast eins og vera ber Ásdís mín

Knús kveðjur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.5.2011 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.