Hjá mér er bara gaman.

Búið að vera fullt að gera, englarnir mínir tóku sig til og lögðu til í bílskúrnum, farið var á haugana með fullan bíl af drasli, ég er byrjuð í þjálfun aftur eftir allt of langt hlé, Dóra er alveg að ná sér, byrjað er á að taka til hendinni utanhúss, hér er nefnilega rosa sólaðstaða, sko fyrir þá sem þola hana.

Er alltaf að reyna að selja bílinn, en það gengur ekki, svo ég verð bara að pína mig áfram að eiga hann, ekki gef ég bílinn það er á tæru.

Hér um helgina var Háskólalestin í heimsókn hjá okkur í Norðurþingi, englarnir voru að hjálpa til í gær áður en þær fóru í vinnu og svo í dag frá kl 13 - 16, en þá áttu þær að mæta í vinnu.

Við fórum að sjálfsögðu, ég var smá að undirbúa með þeim fór svo og naut þess að vera gestur, mikið er þetta frábært framtak, krakkarnir voru afar áhugasöm um það sem í boði var.

20_ara_afmaeli_062_1087404.jpg

Englarnir mínir og kennarinn þeirra

20_ara_afmaeli_063.jpg

20_ara_afmaeli_022.jpg

Yano elskar að sofa á eldhús-stólnum hjá ömmu sinn

20_ara_afmaeli_018.jpg

Ein mynd af ömmu með englunum

20_ara_afmaeli_010.jpg

Litla ljósið mitt með Neró, tengdasonurinn í baksýn

su_urfer_112_1087410.jpg

Fallegi ljósálfurinn minn, Viktoría Ósk

Með englum og ljósum verð ég í allt sumar og mun njóta þess í botn

Kærleik til allra og njótið sumarsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sætar eruð þið allar hver og ein.  Gott að þú ert að koma til Milla mín, myndin af kettinum er frábær, hann er alveg eins og ævintýraköttur með alltof stóran haus

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2011 kl. 17:59

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já veistu hvað Ásthildur mín, kötturinn er rakaður nema hausinn, það er algengt í dag þeim lýður betur, en annars er hann ævintýrakisi rétt eins og allt í kringum okkur, bara ef við viljum sjá það

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2011 kl. 19:37

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Yndislegt

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.5.2011 kl. 20:01

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jóhanna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2011 kl. 20:24

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilega ljúft í ömmu húsi, hafðu það sem best Milla mín, sjáumst vonandi í sumar :)

Ásdís Sigurðardóttir, 31.5.2011 kl. 11:00

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hjartans kveðjur til þín Milla mín

Bergljót Gunnarsdóttir, 4.6.2011 kl. 23:30

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín þið komið nú við ef norður þið komið
Knús til ykkar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.6.2011 kl. 01:05

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Beggó mín og sömuleiðis

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.6.2011 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband