Lífið er breytingum háð, hvað annað?

Já svo merkilegt sem það er þá ráðum við eiginlega litlu um hvar við búum og endum. Ég til dæmis fæddist í Vesturbænum, fluttist síðan í Laugarnesið, Elliðavatni, Voganna, Freyjugötu aftur í Laugarnesið, en þá var ég nú eiginlega flutt að heiman, tvö ár í lýðháskóla í Svíþjóð, síðan í Bretlandi, Þórshöfn á Langanesi, Reykjavík, Sandgerði, Reykjavík, Ísafjörð, Húsavík og nú er ég trúlega að flytja í Reykjanesbæ allavega í vetur, ætla nú ekki einu sinni að hugsa, hvað þá úttala mig um hvar ég verð næsta vetur, því aldrei ætlaði ég að flytja frá Húsavík, en svona æxlast lífið hjá manni, svo það er best að segja ekki neitt.

Á eftir að sakna ljósanna minna hér, náttúrunnar og bara svo margs, eins og sjúkraþjálfunarinnar, sem er einstök, Heilsugæslunar sem hefur yfir að ráða yndislegu fólki, en í staðin verð ég hjá Dóru minni og englunum mínum og rétt hjá þeim búa þau Fúsi minn og Solla mín með sín yndislegu fjögur börn, svo mér á ekki eftir að leiðast, á einnig allt mitt fólk og vini á stór-Reykjavíkursvæðinu.

Nú ég er ekki að fara með dótið mitt, það fer allt í geymslu hér, svo sé ég bara til eftir veturinn hvar ég verð næsta vetur ætla bara að njóta þess að vera fyrir sunnan þó aldrei hafi það lagst vel í mig að búa í þéttbýlinu.

Setti þessar línur inn vegna þess að hugurinn fór á flug, maður ræður svo litlu þó maður getir ráðið heilmiklu.

Mun láta heyra í mér því tölvan verður tekin með, að sjálfsögðu.

Kærleik til ykkar allra

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert ótrúleg ljósið mitt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2011 kl. 00:11

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku stelpan mín, allt er breytingum háð, þú verður áfram sama góða Millan það er fyrir mestu. Farðu vel með þig yndið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2011 kl. 11:19

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín, það felast tækifæri í því að vera ótrúlegur, kannski gerist eitthvað skemmtilegt

Knús í kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2011 kl. 14:49

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ásdís mín, held að ég breytist ekki mikið, kannski getum við hist er ég kem suður

Knús til ykkar Bjarna

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2011 kl. 14:50

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ja hérna..Þá getum við hist meira! Þá kemur þú sko í Heiðarbæinn:) Þau heimsækja þig bara suður ljósin þín <3

Kveðja frá okkur Gunna.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.7.2011 kl. 20:29

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Elsku besta Milla mín.

Eins og þú segir sjálf er lífið breytingum undirorpið, en að sýna æðruleysi af hæstu gráðu er ekki öllum gefið. Mér finnst þú alger hetja og er ótúlega stolt af þér.

Ljósin þín eiga eftir að lýsa þér um óravegu, þegar þau eru ekki í heimsókn, en þú átt líka eftir að lýsa þeim með manngæskunni og kærleikanum. Það er nefnilega ekki öllum gefin amma af þinni stærðargráðu.

Vona að allar góðar vættir fylgi þér, það átt þú skilið, þó svo að ekki fáist allar óskir uppfylltar að sinni.

Stórt og hlýtt faðmlag til þín, og horfðu nú í spegilinn og þá sérðu að ég segi satt!

Hjartans kveðja.

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.7.2011 kl. 23:32

7 identicon

Gangi þér sem allra best Milla mín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 10:21

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já elsku Silla mín, ég mun koma í Heiðarbæinn og þú sömuleiðis til okkar Dóru.

Knús til ykkar allra ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.7.2011 kl. 11:24

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Beggó mín þú ert eitt ljósið sem gefur manni yl í hjarta, takk fyrir þetta komment.

Ég lít í spegilinn annað slagið, elska lífið og tilveruna og ekkert á ég betra en fólkið mitt.

Við sjáumst er suður ég kem

Gullinkveðjur til þín flotta kona

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.7.2011 kl. 11:31

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis Birna Dís mín, þú ert yndisleg kona

Kveðjur til ykkar í Norge

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.7.2011 kl. 11:33

11 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Já  það er bara svona.

Valdís Skúladóttir, 7.7.2011 kl. 21:03

12 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já ég kem!:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.7.2011 kl. 09:15

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý min svona er lífið, hlakka til að sjá þig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2011 kl. 14:32

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Silla mín læt þig vita hvenær ég kem, en Dóra fer suður um 12/8 og stelpurnar munu vinna aðeins lengur en það, svo ég býð eftir þeim

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2011 kl. 14:34

15 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég legg til að þið Silla komið saman og heimsækið mig svona með haustinu. Hvernig líst ykkur á það? Myndi kæta mig mjög!

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.7.2011 kl. 00:35

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Beggó mín, það væri bara yndislegt, læt heyra í mér nær ég kem suður.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.7.2011 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband