Mikill léttir

Sumum finnst það afar sérkennilegt að mér sé létt og sé hamingjusöm með þessar breytingar mínar, allavega að svo stöddu.

Nú erum við hér ég og englarnir mínir, búið að pakka öllu því sem ég ætla mér að eiga nema rúmunum sem við sofum í og auðvitað öllu sem á baðherberginu er, en það er sko býsna, svo fötin okkar, en þetta allt fer til Millu minnar á sunnudaginn, verðum við þar í 12 daga svo ökum við suður.

Léttirinn að vera búin að selja dót og mublur er ótrúlegur og Það var ekki erfitt fyrir mig að skilja að við sem búum í þeirri vídd sem jörðin er þurfum einnig að geta sleppt, sleppt því gamla og því sem ekki þjónar okkur lengur, engin tilgangur er með öllu því gamla sem við fasthéldum í og töldum okkur ekki gatað verið án.


Í dag á ég ekkert sem er frá öðrum heimilum eins og mömmu og pabba, ömmum eða öfum, enga skartgripi eða annað prjál sem aðrir hafa valið fyrir mig, mér finnst ég vera að endurfæðast er farin að hugsa öðruvísi, eins og veraldlegir hlutir skipta engu máli nema að þeir hafi tilgang, vinátta, kærleikur, gleði, ást, skilnings-rík samskipti er það sem gefur lífinu lit og við verðum að taka hvort öðru eins og við erum og bera virðingu fyrir skoðunum annarra.

Og endilega munið að lifa lífinu í gleði, að hafa gaman í og af lífinu, vera jákvæð þá er allt svo miklu auðveldara.

Á morgun tek ég úr sambandi tölvuna, símann, sjónvarpið verð bara með gemsann minn í vetur og að sjálfsögðu verð ég með tölvuna mína, hún verður tengd er suður ég kem, svona rétt undir mánaðarmót.

Kærleik og gleði til ykkar allra
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úll la, la, mikið hlakka ég til að fá ykkur allar í nágrenni við mig.

Jónína Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 14:50

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Elsku Milla mín..Þetta er góður pistill.Takk..Hlakka til að fá þig nær:)

Kveðja frá okkur Gunna.

Þín Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.8.2011 kl. 15:26

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Jónína mín, veturinn verður bara skemmtilegur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2011 kl. 15:52

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Silla mín kveðja til ykkar á móti

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2011 kl. 15:52

5 identicon

Kæra Milla !

Við erum hér tvær úr Tungunum og til í hvað sem er.

Óla er komin til mín og er þetta hennar áningarstaður áður en austfjarðarþokan tekur við, góður kaffisopi og silungur í kvöld sá besti á landinu úr Héðinsfirði.

Við erum í dásamlegu veðri 20 stiga hiti hér inni og sennilega 12 úti og hér líður okkur vel.

Húsbandið mitt að " komafara " er enn í þessu skreppuástandi.

Vonast til þess að geta hitt þig á kafffihúsi eða hér heima hjá mér áður enn þið farið eða komið við eins og Óla.

Kærleiks knús frá okkur

egvania (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 19:07

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Ástgerður mín gaman að Óla skyldi koma við hjá þér, það gæti verið að ég fari á Eyrina áður en ég fer suður læt þig vita, en svo getum við líka hist fyrir sunnan.

Þetta er búið að vera heimasetu-sumar hjá mér, búin að fara tvisvar á Eyrina og í bæði skiptin á hraðferð.

Knús til ykkar allra
Þín vinkona Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2011 kl. 21:26

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér líst bara mjög vel á þetta hjá þér, maður á ekki að tengja sig of mikið við hluti, nútíminn og vináttan og ástin er það sem  skiptir öllu. Gangi þér vel á nýjum slóðum. Hlakka til að heyra frá þér síðar

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2011 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband